Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 1. febrúar 2018 10:45 Metnaðarfyllri mörkin um 1,5°C hlýnun voru sett inn í Parísarsamkomulagið að beiðni eyríkja í Kyrrahafi sem eru í hættu vegna vaxandi ágangs sjávar. Vísir/AFP Breska veðurstofan segir að mögulegt sé að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á næstu fimm árum. Möguleiki er einnig talinn fyrir hendi á að hlýnunin verði enn meiri til skamms tíma ef hnattræn hlýnun af völdum manna og náttúrulegar sveiflur leggjast á eitt. Meginmarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Nokkur Kyrrahafsríki sem eru í tilvistarlegri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar komu því hins vegar til leiðar að í samkomulaginu er einnig kveðið á um metnaðarfyllra markmið um 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ný fimm ára loftslagsspá Bresku veðurstofunnar bendir til þess meðalhiti jarðar jafni metnarfyllri mörk samkomulagsins fyrir árið 2022. Þá eru um 10% líkur taldar á því að hitinn fari yfir 1,5°C-mörkin á tímabilinu. „Í ljósi þess að hnattrænn meðalhiti hefur verið um 1°C yfir því sem tíðkaðist fyrir iðnbyltingu síðustu þrjú árin þá er nú mögulegt að áframhaldandi hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda ásamt náttúrulegum breytileika gæti lagst á eitt þannig að við förum tímabundið yfir 1,5°C á næstu fimm árunum,“ segir Stephen Belcher, yfirvísindamaður Bresku veðurstofunnar í frétt á vef hennar.Spá Bresku veðurstofunnar fyrir næstu fimm árin. Svarta línan sýnir breytingu á hitastigi með beinum mælingum. Græna svæðið sýnir spá loftslagslíkana frá 20. öldinni. Bláa svæðið sýnir mögulegt svið hlýnunar í spá veðurstofunnar.Breska veðurstofanNáttúrulegar sveiflur rjúfa múrinn líklega fyrstMörkin í Parísarsamkomulaginu miðast þó við viðvarandi meðaltalshlýnun. Til að byrja með gera sérfræðingar veðurstofunnar ráð fyrir því að mörkin verði rofin tímabundið þegar öflugir El niño-viðburðir eiga sér stað í Kyrrahafinu. Sterkur El niño átti þátt í að árin 2015 og 2016 voru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Áhrifa hans gætti ekki í fyrra og telja bandarísku vísindastofnanirnar NASA og NOAA árið hafa verið það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi. Hlýnunin á milli 2017 og 2014, síðasta ársins áður en El niño-viðburðurinn fór af stað, jafnaðist á við heilan áratug hnattrænnar hlýnunar. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, sagði Vísi í janúar að honum kæmi á óvart hversu lítið hlýnun minnkaði eftir að El niño slotaði. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Breska veðurstofan segir að mögulegt sé að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á næstu fimm árum. Möguleiki er einnig talinn fyrir hendi á að hlýnunin verði enn meiri til skamms tíma ef hnattræn hlýnun af völdum manna og náttúrulegar sveiflur leggjast á eitt. Meginmarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Nokkur Kyrrahafsríki sem eru í tilvistarlegri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar komu því hins vegar til leiðar að í samkomulaginu er einnig kveðið á um metnaðarfyllra markmið um 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ný fimm ára loftslagsspá Bresku veðurstofunnar bendir til þess meðalhiti jarðar jafni metnarfyllri mörk samkomulagsins fyrir árið 2022. Þá eru um 10% líkur taldar á því að hitinn fari yfir 1,5°C-mörkin á tímabilinu. „Í ljósi þess að hnattrænn meðalhiti hefur verið um 1°C yfir því sem tíðkaðist fyrir iðnbyltingu síðustu þrjú árin þá er nú mögulegt að áframhaldandi hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda ásamt náttúrulegum breytileika gæti lagst á eitt þannig að við förum tímabundið yfir 1,5°C á næstu fimm árunum,“ segir Stephen Belcher, yfirvísindamaður Bresku veðurstofunnar í frétt á vef hennar.Spá Bresku veðurstofunnar fyrir næstu fimm árin. Svarta línan sýnir breytingu á hitastigi með beinum mælingum. Græna svæðið sýnir spá loftslagslíkana frá 20. öldinni. Bláa svæðið sýnir mögulegt svið hlýnunar í spá veðurstofunnar.Breska veðurstofanNáttúrulegar sveiflur rjúfa múrinn líklega fyrstMörkin í Parísarsamkomulaginu miðast þó við viðvarandi meðaltalshlýnun. Til að byrja með gera sérfræðingar veðurstofunnar ráð fyrir því að mörkin verði rofin tímabundið þegar öflugir El niño-viðburðir eiga sér stað í Kyrrahafinu. Sterkur El niño átti þátt í að árin 2015 og 2016 voru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Áhrifa hans gætti ekki í fyrra og telja bandarísku vísindastofnanirnar NASA og NOAA árið hafa verið það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi. Hlýnunin á milli 2017 og 2014, síðasta ársins áður en El niño-viðburðurinn fór af stað, jafnaðist á við heilan áratug hnattrænnar hlýnunar. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, sagði Vísi í janúar að honum kæmi á óvart hversu lítið hlýnun minnkaði eftir að El niño slotaði.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00