„Skammist ykkar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 07:55 Vísir/AFP Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. Gonzalez hélt ræðu á fjöldafundi í Fort Lauderdale í Flórída í gær. „Ef forsetinn vill koma til mín og segja það við mig að það hafi verið hræðilegur harmleikur og að þetta hafi aldrei átt að gerast og jafnframt segja okkur að ekkert verði gert, þá mun ég glöð spyrja hann hversu mikið fé hann fékk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna,“ sagði Gonzalez. „Stjórnmálamenn sem sitja í gylltu þingsæti sem fjármagnað er af Skotvopnasamtökunum og segja okkur að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta, ég kalla það kjaftæði.“ „Þeir segja að harðari skotvopna löggjöf muni ekki fækka skotárásum. Kjaftæði. þeir segja að góður maður með byssu stöðvi vondann mann með byssu. Kjaftæði. Þeir segja að yssur séu einungis verkfæri eins og hnífar og séu jafn hættulegar og bílar. Kjaftæði. Nei, þeir segja að engin lög hafi getað komið í veg fyrir hundruð tilgangslausra harmleikja sem hafa orðið. Kjaftæði.“ Gonzalez sagði að ef allt sem stjórnmálamenn hefðu væru bænir og fallegar hugsanir þá væri tími til kominn að fórnarlömb árása yrðu rödd breytinga. Hún lýsti því yfir að árásin á miðvikudag yrði síðasta skotárásin. Hún gagnrýndi orðræðu um geðræn vandamál Cruz og sagði að horfast þyrfti í augu við að hann hefði ekki getað sært svo marga með hníf. „Til allra stjórnmálamanna sem þiggja fjárframlög frá Skotvopnasamtökunum, skammist ykkar.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Flórída á föstudag og heilsaði upp á nemendur skólans og viðbragðsaðila. Þá sagði hann einnig á Twitter síðu sinni að FBI hefði eytt of miklu púðri í rannsókn á afskiptum Rússa á forsetakosningunum 2016 og því misst af ábendingum um vafasama hegðun Cruz. Gonzalez svaraði Trump beint, sagði að yfirvöld hefðu ítrekað verið vöruð við Cruz og að það hefði ekki komið nemendum sem þekktu til hans á óvart að heyra að hann hefði borið ábyrgð á árásinni. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. Gonzalez hélt ræðu á fjöldafundi í Fort Lauderdale í Flórída í gær. „Ef forsetinn vill koma til mín og segja það við mig að það hafi verið hræðilegur harmleikur og að þetta hafi aldrei átt að gerast og jafnframt segja okkur að ekkert verði gert, þá mun ég glöð spyrja hann hversu mikið fé hann fékk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna,“ sagði Gonzalez. „Stjórnmálamenn sem sitja í gylltu þingsæti sem fjármagnað er af Skotvopnasamtökunum og segja okkur að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta, ég kalla það kjaftæði.“ „Þeir segja að harðari skotvopna löggjöf muni ekki fækka skotárásum. Kjaftæði. þeir segja að góður maður með byssu stöðvi vondann mann með byssu. Kjaftæði. Þeir segja að yssur séu einungis verkfæri eins og hnífar og séu jafn hættulegar og bílar. Kjaftæði. Nei, þeir segja að engin lög hafi getað komið í veg fyrir hundruð tilgangslausra harmleikja sem hafa orðið. Kjaftæði.“ Gonzalez sagði að ef allt sem stjórnmálamenn hefðu væru bænir og fallegar hugsanir þá væri tími til kominn að fórnarlömb árása yrðu rödd breytinga. Hún lýsti því yfir að árásin á miðvikudag yrði síðasta skotárásin. Hún gagnrýndi orðræðu um geðræn vandamál Cruz og sagði að horfast þyrfti í augu við að hann hefði ekki getað sært svo marga með hníf. „Til allra stjórnmálamanna sem þiggja fjárframlög frá Skotvopnasamtökunum, skammist ykkar.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Flórída á föstudag og heilsaði upp á nemendur skólans og viðbragðsaðila. Þá sagði hann einnig á Twitter síðu sinni að FBI hefði eytt of miklu púðri í rannsókn á afskiptum Rússa á forsetakosningunum 2016 og því misst af ábendingum um vafasama hegðun Cruz. Gonzalez svaraði Trump beint, sagði að yfirvöld hefðu ítrekað verið vöruð við Cruz og að það hefði ekki komið nemendum sem þekktu til hans á óvart að heyra að hann hefði borið ábyrgð á árásinni.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45
Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29
Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35