Vinna sem leggst vel í mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 11:00 "Það er ögrandi að fara inn á þetta svið,“ segir Ragnheiður. Vísir/Stefán „Þetta er lífleg vinna sem leggst vel í mig. Ég hef alltaf viljað starfa þar sem verið er að skapa nýja hluti,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. „Bæði nýtist rekstrarkunnátta mín og listræn innsýn í sviðslistum. Ég hef verið meira kringum leiklistina til þessa en það er ögrandi að fara inn á þetta svið.“ Ragnheiður bendir á að dansflokkurinn sé ríkisstofnun, það kalli á mikil samskipti við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Fjársýslu ríkisins. „Það síðarnefnda er nýtt fyrir mér og það kemur mér á óvart hvað mér finnst það skemmtilegt,“ segir hún glaðlega en Ragnheiður hefur síðastliðna mánuði unnið í afleysingum sem framkvæmdastjóri ÍD. Dansflokkurinn hefur aðstöðu í Borgarleikhúsinu. Ragnheiður er ein á skrifstofunni þegar samtalið fer fram því aðrir starfsmenn eru í Bilbao á Spáni þar sem verið er að sýna Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet. Það verk var frumsýnt hér á landi 2015, nú er 2018 þannig að sýningarnar lifa. „Við setjum upp tvær til þrjár sýningar á ári hér og svo er mikið túrað. Líklega erum við með fleiri áhorfendur erlendis en á Íslandi. Uppsetning er alltaf mikil fjárfesting og með því að fara með hana út fyrir landsteinana tryggir maður enn betur að hún skili sér í innkomu.“ Ragnheiður segir mikilvægt að afla nýrra tengsla erlendis og viðhalda þeim sem fyrir eru. Frægð listdansstjórans Ernu Ómarsdóttur, sem danshöfundar og dansara, hjálpi þar verulega til. Erlendir danshöfundar hafa líka gert íslenska flokknum gott, að mati Ragnheiðar. „Okkar lögbundna hlutverk er að hlúa að innlendri danssmíði og dansmenningu en til að hún megi blómstra er gott að fá utanaðkomandi áhrif við og við,“ segir hún og upplýsir að vorsýning flokksins verði undir stjórn hins slóvenska Anton Lachky. „Hann er áhorfendum okkar ekki alls ókunnur, setti upp sýninguna Fullkominn dagur til drauma hér árið 2011.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta er lífleg vinna sem leggst vel í mig. Ég hef alltaf viljað starfa þar sem verið er að skapa nýja hluti,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. „Bæði nýtist rekstrarkunnátta mín og listræn innsýn í sviðslistum. Ég hef verið meira kringum leiklistina til þessa en það er ögrandi að fara inn á þetta svið.“ Ragnheiður bendir á að dansflokkurinn sé ríkisstofnun, það kalli á mikil samskipti við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Fjársýslu ríkisins. „Það síðarnefnda er nýtt fyrir mér og það kemur mér á óvart hvað mér finnst það skemmtilegt,“ segir hún glaðlega en Ragnheiður hefur síðastliðna mánuði unnið í afleysingum sem framkvæmdastjóri ÍD. Dansflokkurinn hefur aðstöðu í Borgarleikhúsinu. Ragnheiður er ein á skrifstofunni þegar samtalið fer fram því aðrir starfsmenn eru í Bilbao á Spáni þar sem verið er að sýna Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet. Það verk var frumsýnt hér á landi 2015, nú er 2018 þannig að sýningarnar lifa. „Við setjum upp tvær til þrjár sýningar á ári hér og svo er mikið túrað. Líklega erum við með fleiri áhorfendur erlendis en á Íslandi. Uppsetning er alltaf mikil fjárfesting og með því að fara með hana út fyrir landsteinana tryggir maður enn betur að hún skili sér í innkomu.“ Ragnheiður segir mikilvægt að afla nýrra tengsla erlendis og viðhalda þeim sem fyrir eru. Frægð listdansstjórans Ernu Ómarsdóttur, sem danshöfundar og dansara, hjálpi þar verulega til. Erlendir danshöfundar hafa líka gert íslenska flokknum gott, að mati Ragnheiðar. „Okkar lögbundna hlutverk er að hlúa að innlendri danssmíði og dansmenningu en til að hún megi blómstra er gott að fá utanaðkomandi áhrif við og við,“ segir hún og upplýsir að vorsýning flokksins verði undir stjórn hins slóvenska Anton Lachky. „Hann er áhorfendum okkar ekki alls ókunnur, setti upp sýninguna Fullkominn dagur til drauma hér árið 2011.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira