Ótti við gegnsæi ríkur innan stjórnmálanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Jón Ólafsson prófessor fer fyrir stýrihópi um eflingu trausts á stjórnmálum. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að kerfið og stjórnmálamenn eigi að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki, til að sýna fram á að viðkomandi hagi starfi sínu í þágu almennings.„Það er langáhrifaríkast til lengri tíma litið að aðgangur að upplýsingum sé greiður. Þá stendur fólk frammi fyrir því að þurfa alltaf að geta forsvarað það sem það gerir og það hefur áhrif. Ef menn hefðu til dæmis gert ráð fyrir því að þessar greiðslur yrðu á almannavitorði þá hefðu þeir kannski hagað innheimtu sinni öðruvísi,“ segir Jón Ólafsson prófessor, formaður Gagnsæis og formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Alþingi og stjórnsýsla þess hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu vegna leyndar sem hvílir yfir ferða-, dvalar- og starfskostnaðargreiðslum til þingmanna. Aðspurður segir Jón að svo virðist sem menn óttist helst að umræðan verði neikvæð ef upplýsingar liggja fyrir. „Ótti manna við gegnsæið virðist helst á því byggður að fólk muni rangtúlka og mistúlka upplýsingar. Það eru hins vegar miklu meiri líkur á tortryggni þegar fólk veit ekki heldur en þegar það veit,“ segir Jón. Jón bendir á að kerfið og stjórnmálamennirnir ættu mun frekar að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki og leið til að tryggja og sýna fram á að hann eða hún hagi starfi sínu í þágu almennings. „Eina leiðin sem fólk hefur til að sýna hvað það er að gera er að hafa allt uppi á borði,“ segir Jón. „Það virðist nánast ríkjandi viðhorf í stjórnsýslunni að það þurfi sérstök rök til að veita upplýsingar. Þessu þarf að snúa við þannig að það þurfi sérstök rök til að veita þær ekki,“ segir Jón og bætir við: „Ef þessi viðhorfsbreyting gæti orðið erum við strax komin í mun eðlilegra umhverfi og með þessu getum við líka dregið úr líkum á að fólk misnoti stöðu sína.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að kerfið og stjórnmálamenn eigi að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki, til að sýna fram á að viðkomandi hagi starfi sínu í þágu almennings.„Það er langáhrifaríkast til lengri tíma litið að aðgangur að upplýsingum sé greiður. Þá stendur fólk frammi fyrir því að þurfa alltaf að geta forsvarað það sem það gerir og það hefur áhrif. Ef menn hefðu til dæmis gert ráð fyrir því að þessar greiðslur yrðu á almannavitorði þá hefðu þeir kannski hagað innheimtu sinni öðruvísi,“ segir Jón Ólafsson prófessor, formaður Gagnsæis og formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Alþingi og stjórnsýsla þess hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu vegna leyndar sem hvílir yfir ferða-, dvalar- og starfskostnaðargreiðslum til þingmanna. Aðspurður segir Jón að svo virðist sem menn óttist helst að umræðan verði neikvæð ef upplýsingar liggja fyrir. „Ótti manna við gegnsæið virðist helst á því byggður að fólk muni rangtúlka og mistúlka upplýsingar. Það eru hins vegar miklu meiri líkur á tortryggni þegar fólk veit ekki heldur en þegar það veit,“ segir Jón. Jón bendir á að kerfið og stjórnmálamennirnir ættu mun frekar að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki og leið til að tryggja og sýna fram á að hann eða hún hagi starfi sínu í þágu almennings. „Eina leiðin sem fólk hefur til að sýna hvað það er að gera er að hafa allt uppi á borði,“ segir Jón. „Það virðist nánast ríkjandi viðhorf í stjórnsýslunni að það þurfi sérstök rök til að veita upplýsingar. Þessu þarf að snúa við þannig að það þurfi sérstök rök til að veita þær ekki,“ segir Jón og bætir við: „Ef þessi viðhorfsbreyting gæti orðið erum við strax komin í mun eðlilegra umhverfi og með þessu getum við líka dregið úr líkum á að fólk misnoti stöðu sína.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira