Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 16. febrúar 2018 21:45 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Vísir/Stefán Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. Brynhildur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því er erfitt að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Brynhildur segir að Neytendasamtökin hafi sent erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku. „Við sendum erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku og við sendum líka erindi á ráðuneytið árið 2009 þar sem við fórum fram á að það yrði gripið til einhverra aðgerða,“ segir hún. „Síðan voru sett lög árið 2013 sem áttu að koma í veg fyrir það að svona lánafyrirtæki geti rukkað hvað sem er.“ Í kjölfarið voru sett lög um hversu mikið smálánafyrirtæki geti rukkað. Brynhildur segir þó að fyrirtækin komist ítrekað upp með að brjóta lögin og innheimti hærri kostnað en leyfilegt er án mikilla afleiðinga. „Vextirnir eru háir en til þess að geta tekið lán þá þarf að borga flýtigjald og í dag setja þau skilyrði um að þú kaupir rafbók. Þegar þessi kostnaður er tekinn saman er hann yfir leyfilegum mörkum,“ segir hún. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er enn boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Árið 2016 tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár. Eina úrræði Neytendastofu er að beita sektum. „Netendastofa hefur verið að úrskurða í þessum málum og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi fyrirtæki eru með of háan kostnað og að það sé verið að brjóta lög,“ segir hún. „Mál fór fyrir héraðsdóm í fyrra þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Þegar Neytendastofa kemst að þeirri niðurstöðu að verið er að brjóta lög þá fer fyrirtækið fyrir dómstóla en á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir geta þeir haldið áfram þessari háttsemi,“ segir hún.Í flestum tilfellum ungmenni sem nýta sér þjónustu smálánafyrirtækjaHlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Foreldrar þurfa oft að grípa inn í að sögn Brynhildar. „Þetta eru ungmenni í flestum tilfellum. Umboðsmaður skuldara sendi frá sér yfirlýsingu um að það sé orðið mjög algengt að það sé leitað til umboðsmanns skuldara með þessi lán á bakinu en að sem gerist er að viðkomandi lendir á vanskilaskrálista og í þeim málum sjáum við foreldrana grípa inn í og greiða upp lán fyrir börnin sín“, segir hún. „Ég velti fyrir mér af hverju fólk er ekki frekar að nota yfirdráttarlán ef það er í vanda. Þar eru háir vextir en samt langt í frá að vera eins og smálán sem hljóta að vera verstu lán sem þú getur tekið. Eitthvað sem fólk ætti að forðast í lengstu lög.“„Það er verið að hafa okkur að fíflum“Brynhildur segir að úrræðaleysið sé talsvert hjá stjórnvöldum. „Þessi fyrirtæki eru ítrekað að brjóta lög. Löggjafinn er búinn að segja að við heimilum ekki okurvexti en úrræðin virðast duga skammt og það er það sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þeir eru búnir að tapa einu dómsmáli. Segjum að þeir tapi næsta. Þá breyta þeir bara eitthvað aðeins skilmálunum og byrja svo aftur sama rúntinn,“ segir hún. „Við gerum þá kröfu að nú verði gripið inn í. Það er verið að hafa okkur að fíflum.“ Neytendur Smálán Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. Brynhildur var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því er erfitt að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Brynhildur segir að Neytendasamtökin hafi sent erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku. „Við sendum erindi á ráðherra málaflokksins í síðustu viku og við sendum líka erindi á ráðuneytið árið 2009 þar sem við fórum fram á að það yrði gripið til einhverra aðgerða,“ segir hún. „Síðan voru sett lög árið 2013 sem áttu að koma í veg fyrir það að svona lánafyrirtæki geti rukkað hvað sem er.“ Í kjölfarið voru sett lög um hversu mikið smálánafyrirtæki geti rukkað. Brynhildur segir þó að fyrirtækin komist ítrekað upp með að brjóta lögin og innheimti hærri kostnað en leyfilegt er án mikilla afleiðinga. „Vextirnir eru háir en til þess að geta tekið lán þá þarf að borga flýtigjald og í dag setja þau skilyrði um að þú kaupir rafbók. Þegar þessi kostnaður er tekinn saman er hann yfir leyfilegum mörkum,“ segir hún. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er enn boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Árið 2016 tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár. Eina úrræði Neytendastofu er að beita sektum. „Netendastofa hefur verið að úrskurða í þessum málum og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi fyrirtæki eru með of háan kostnað og að það sé verið að brjóta lög,“ segir hún. „Mál fór fyrir héraðsdóm í fyrra þar sem komist var að sömu niðurstöðu. Þegar Neytendastofa kemst að þeirri niðurstöðu að verið er að brjóta lög þá fer fyrirtækið fyrir dómstóla en á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir geta þeir haldið áfram þessari háttsemi,“ segir hún.Í flestum tilfellum ungmenni sem nýta sér þjónustu smálánafyrirtækjaHlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara fer hækkandi og eru smálán sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra. Þá eru smálán orðin algengari en fasteignalán. Foreldrar þurfa oft að grípa inn í að sögn Brynhildar. „Þetta eru ungmenni í flestum tilfellum. Umboðsmaður skuldara sendi frá sér yfirlýsingu um að það sé orðið mjög algengt að það sé leitað til umboðsmanns skuldara með þessi lán á bakinu en að sem gerist er að viðkomandi lendir á vanskilaskrálista og í þeim málum sjáum við foreldrana grípa inn í og greiða upp lán fyrir börnin sín“, segir hún. „Ég velti fyrir mér af hverju fólk er ekki frekar að nota yfirdráttarlán ef það er í vanda. Þar eru háir vextir en samt langt í frá að vera eins og smálán sem hljóta að vera verstu lán sem þú getur tekið. Eitthvað sem fólk ætti að forðast í lengstu lög.“„Það er verið að hafa okkur að fíflum“Brynhildur segir að úrræðaleysið sé talsvert hjá stjórnvöldum. „Þessi fyrirtæki eru ítrekað að brjóta lög. Löggjafinn er búinn að segja að við heimilum ekki okurvexti en úrræðin virðast duga skammt og það er það sem við höfum áhyggjur af,“ segir hún. „Þeir eru búnir að tapa einu dómsmáli. Segjum að þeir tapi næsta. Þá breyta þeir bara eitthvað aðeins skilmálunum og byrja svo aftur sama rúntinn,“ segir hún. „Við gerum þá kröfu að nú verði gripið inn í. Það er verið að hafa okkur að fíflum.“
Neytendur Smálán Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira