Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Verð­munur getur verið allt að 28 prósent

Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn.

Neytendur
Fréttamynd

Ís­lendingar aldrei verið ferðaglaðari

Vöruskiptahalli hefur aldrei verið meiri á Íslandi sem skýrist þó aðallega af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Á sama tíma hafa Íslendingar aldrei ferðast eins mikið til útlanda og í ár.

Neytendur
Fréttamynd

Súpan með pappírnum innkölluð

Icelandic Food Company ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum mexíkóska kjúklingasúpu sem Krónan selur undir sínu vörumerki. Neytandi vakti athygli á því í gær að klósettpappír hefði fundist í pakka með súpunni.

Neytendur
Fréttamynd

Kúgaðist og missti matar­lystina við að finna pappír í súpunni

Margréti Sigríði Jóhannsdóttur var verulega brugðið í gær þegar hún eldaði mexíkóska kjúklingasúpu frá Krónunni og fann í henni eitthvað sem virtist vera eldhús- eða klósettpappír. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir málið miður og að lotunúmer súpunnar hafi verið innkallað. Um sé að ræða mannleg mistök við pökkun.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­keypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“

Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg.

Innlent
Fréttamynd

Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyði­lagða“

Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð.

Innlent
Fréttamynd

„Gervigreindargeðrof“ hrellir sál­fræðinga

Vísindamenn lýsa áhyggjum af því að gervigreind gæti ýtt undir eða valdið geðrofi og sjálfsvígshugsunum hjá notendum. Þeir benda á að risamállíkön spegli oft skoðanir notenda sem kunni að ýta undir ranghugmyndir. Dæmi eru um að spjallmenni sannfæri notendur um að gervigreindin sé meðvituð eða að notandinn sé guðleg vera.

Erlent
Fréttamynd

Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættu­legt leik­svæði og hús­næðið „veru­lega vanþrifið“

Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins.

Neytendur