Sif biður brotaþolana innilegrar afsökunar á mistökum sínum Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2018 17:28 Sif Konráðsdóttir er aðstoðarmaður umhverfisráðherra. Vísir/HARI Uppgjör Sifjar Konráðsdóttur við þrjá skjólstæðinga sína, sem höfðu verið brotaþolar í tveimur kynferðisbrotamálum, dróst úr hófi af ástæðum hún segist sjálf bera ábyrgð á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sif en umhverfisráðherra tilkynnti fyrr í dag um ákvörðun sína um að Sif myndi hætta sem aðstoðarmaður hans. Sif Konráðsdóttir var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. Guðmundur Ingi sagðist í samtali við fréttastofu þann 10. febrúar síðastliðinn treysta Sif þrátt fyrir kæruna. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Í ljósi frétta að undanförnu vegna uppgjörs við skjólstæðinga mína frá árinu 2008 og ótímabærra starfsloka minna sem aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra vil ég gjarnan taka fram eftirfarandi:Ég lét af lögmannstörfum haustið 2007 og flutti til útlanda af persónulegum ástæðum. Í kjölfarið hóf ég störf hjá alþjóðastofnun og lagði tímabundið inn lögmannsréttindi mín, svo sem mér bar að gera. Allmörgum málum var ólokið þegar ég fór utan, þar á meðal uppgjöri við þrjá skjólstæðinga mína sem verið höfðu brotaþolar í tveimur kynferðisbrotamálum. Uppgjör við þá dróst úr hömlu af ástæðum sem ég ber ábyrgð á.Mér þykir afar leitt að hafa valdið þessum skjólstæðingum mínum óþarfa óþægindum og hugarangri umfram það sem þeir höfðu þegar mátt þola og bið þá innilega afsökunar á því.Rétt er að fram komi að fjármunirnir voru alla tíð til staðar hér á landi og allir fengu greitt að fullu, þótt það hafi dregist óhæfilega, eða þar til í janúar 2008. Stj.mál Tengdar fréttir Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan Umhverfisráðherra hefur til meðferðar mál um friðun jarðar í eigu Sifjar Konráðsdóttur, aðstoðarmanns síns. Friðunin gæti komið í veg fyrir lagningu Blöndulínu 3. Sif og maður hennar hafa barist gegn lagningu línunnar, en hún telur 16. febrúar 2018 06:00 Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45 Sif Konráðsdóttir hættir störfum sem aðstoðarmaður ráðherra Sif Konráðsdóttir mun hætta störfum sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra frá og með deginum í dag. 16. febrúar 2018 16:42 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Uppgjör Sifjar Konráðsdóttur við þrjá skjólstæðinga sína, sem höfðu verið brotaþolar í tveimur kynferðisbrotamálum, dróst úr hófi af ástæðum hún segist sjálf bera ábyrgð á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sif en umhverfisráðherra tilkynnti fyrr í dag um ákvörðun sína um að Sif myndi hætta sem aðstoðarmaður hans. Sif Konráðsdóttir var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. Guðmundur Ingi sagðist í samtali við fréttastofu þann 10. febrúar síðastliðinn treysta Sif þrátt fyrir kæruna. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Í ljósi frétta að undanförnu vegna uppgjörs við skjólstæðinga mína frá árinu 2008 og ótímabærra starfsloka minna sem aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra vil ég gjarnan taka fram eftirfarandi:Ég lét af lögmannstörfum haustið 2007 og flutti til útlanda af persónulegum ástæðum. Í kjölfarið hóf ég störf hjá alþjóðastofnun og lagði tímabundið inn lögmannsréttindi mín, svo sem mér bar að gera. Allmörgum málum var ólokið þegar ég fór utan, þar á meðal uppgjöri við þrjá skjólstæðinga mína sem verið höfðu brotaþolar í tveimur kynferðisbrotamálum. Uppgjör við þá dróst úr hömlu af ástæðum sem ég ber ábyrgð á.Mér þykir afar leitt að hafa valdið þessum skjólstæðingum mínum óþarfa óþægindum og hugarangri umfram það sem þeir höfðu þegar mátt þola og bið þá innilega afsökunar á því.Rétt er að fram komi að fjármunirnir voru alla tíð til staðar hér á landi og allir fengu greitt að fullu, þótt það hafi dregist óhæfilega, eða þar til í janúar 2008.
Stj.mál Tengdar fréttir Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan Umhverfisráðherra hefur til meðferðar mál um friðun jarðar í eigu Sifjar Konráðsdóttur, aðstoðarmanns síns. Friðunin gæti komið í veg fyrir lagningu Blöndulínu 3. Sif og maður hennar hafa barist gegn lagningu línunnar, en hún telur 16. febrúar 2018 06:00 Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45 Sif Konráðsdóttir hættir störfum sem aðstoðarmaður ráðherra Sif Konráðsdóttir mun hætta störfum sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra frá og með deginum í dag. 16. febrúar 2018 16:42 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan Umhverfisráðherra hefur til meðferðar mál um friðun jarðar í eigu Sifjar Konráðsdóttur, aðstoðarmanns síns. Friðunin gæti komið í veg fyrir lagningu Blöndulínu 3. Sif og maður hennar hafa barist gegn lagningu línunnar, en hún telur 16. febrúar 2018 06:00
Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45
Sif Konráðsdóttir hættir störfum sem aðstoðarmaður ráðherra Sif Konráðsdóttir mun hætta störfum sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra frá og með deginum í dag. 16. febrúar 2018 16:42