Kaupverð Senu á Iceland Airwaves fæst ekki uppgefið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2018 11:44 Meðal viðburða á Iceland Airwaves í nóvember 2017 voru tónleikar Megasar með fjölda íslenskra listamanna í Þjóðleikhúsinu. Vísir/Kolbeinn Tumi Samningar hafa náðst á milli Senu Live og Icelandair á kaupum Senu á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Mun Sena sjá um rekstur hátíðarinnar héðan í frá en komandi hátíð verður sú tuttugasta í röðinni. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir fyrir tónlistarfólk þann 1. mars. Þá skuldbindur Icelandair sig til að vera áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og styðja við markaðssetningu hátíðarinnar, innanlands sem utan. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir við Vísi að kaupverðið verði ekki gefið upp. Hann muni sjálfur gegna hlutverki festival manager í bili, líklega fram yfir fyrstu hátíð. Svo sé stefnan að ráða nýjan framkvæmdastjóra í starfið. Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar undanfarin ár en lét af störfum á dögunum. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár og var smærri í smiðum í nóvember síðastliðnum. Voru engir tónleikar í Hörpu svo dæmi sé nefnt og gestir erlendis frá færri en árin á undan.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, verður festival manager til að byrja með að minnsta kosti.Vísir/EyþórÍ tilkynningu frá Icelandair segir Ísleifur að hátíðin sé einstök og með djúpar rætur í íslensku tónlistarsenunni. Miklar væntingar séu til samstarfsins. Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóir Sölu- og markaðssviðs Icelandair, fagnar samningnum. „Okkur hjá Icelandair þykir vænt um hátíðina, hún hefur verið hluti af okkar markaðsstarfi um árabil og það er gott að tryggja framtíð hennar með samkomulagi við öflugan aðila með sérþekkingu á þessu sviði. Við munum áfram vinna af krafti að markaðssetningu hátíðarinnar innanlands sem utan og hlökkum til samstarfsins við Senu Live og skapandi og skemmtilegt tónlistarfólk.“ ÚTÓN, útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, mun áfram koma að ráðgjöf varðandi erlenda fjölmiðla og alþjóðlega fagaðila og sjá um ráðstefnuhluta hátíðarinnar og tengslamyndunarfundi. Þar gefst íslenskum tónlistarmönnum kostur á að bóka fundi með fulltrúum alþjóðlega tónlistargeirans sem sækja hátíðina. Á dagskrá ráðstefnunnar hafa einnig verið pallborðsumræður, fyrirlestrar og fleira efni tengt viðskiptum með tónlist. Airwaves Tengdar fréttir Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Samningar hafa náðst á milli Senu Live og Icelandair á kaupum Senu á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Mun Sena sjá um rekstur hátíðarinnar héðan í frá en komandi hátíð verður sú tuttugasta í röðinni. Stefnt er að því að opna fyrir umsóknir fyrir tónlistarfólk þann 1. mars. Þá skuldbindur Icelandair sig til að vera áfram helsti styrktaraðili hátíðarinnar og styðja við markaðssetningu hátíðarinnar, innanlands sem utan. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segir við Vísi að kaupverðið verði ekki gefið upp. Hann muni sjálfur gegna hlutverki festival manager í bili, líklega fram yfir fyrstu hátíð. Svo sé stefnan að ráða nýjan framkvæmdastjóra í starfið. Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar undanfarin ár en lét af störfum á dögunum. Hátíðin hefur verið rekin með tapi undanfarin ár og var smærri í smiðum í nóvember síðastliðnum. Voru engir tónleikar í Hörpu svo dæmi sé nefnt og gestir erlendis frá færri en árin á undan.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, verður festival manager til að byrja með að minnsta kosti.Vísir/EyþórÍ tilkynningu frá Icelandair segir Ísleifur að hátíðin sé einstök og með djúpar rætur í íslensku tónlistarsenunni. Miklar væntingar séu til samstarfsins. Guðmundur Óskarsson, framkvæmdastjóir Sölu- og markaðssviðs Icelandair, fagnar samningnum. „Okkur hjá Icelandair þykir vænt um hátíðina, hún hefur verið hluti af okkar markaðsstarfi um árabil og það er gott að tryggja framtíð hennar með samkomulagi við öflugan aðila með sérþekkingu á þessu sviði. Við munum áfram vinna af krafti að markaðssetningu hátíðarinnar innanlands sem utan og hlökkum til samstarfsins við Senu Live og skapandi og skemmtilegt tónlistarfólk.“ ÚTÓN, útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, mun áfram koma að ráðgjöf varðandi erlenda fjölmiðla og alþjóðlega fagaðila og sjá um ráðstefnuhluta hátíðarinnar og tengslamyndunarfundi. Þar gefst íslenskum tónlistarmönnum kostur á að bóka fundi með fulltrúum alþjóðlega tónlistargeirans sem sækja hátíðina. Á dagskrá ráðstefnunnar hafa einnig verið pallborðsumræður, fyrirlestrar og fleira efni tengt viðskiptum með tónlist.
Airwaves Tengdar fréttir Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35
Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18