Aniston og Theroux byrjuðu saman árið 2011 en giftu sig 2015. Í tilkynningunni kemur fram að þau hafi ákveðið að skilja í lok síðasta árs. „Undir venjulegum kringumstæðum hefðum við reynt að halda þessu frá kastljósi fjölmiðla en þar sem slúðurpressan getur ekki séð framhjá tækifæri til velta vöngum vildum við koma fram með réttar staðreyndir strax“ segir í tilkynningunni.
Þetta er ekki í fyrsta sinn Aniston hefur fundið fyrir slúðurpressunni í Hollywood en þar hefur verið spáð og spekúlerað í öllu skrefum sem hún tekur í lífinu. Hún er því orðin ansi sjóuð að tækla slúðrið.
