Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. febrúar 2018 21:00 Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, hefur enn ekki stigið fram og útskýrt hvers vegna það dróst að greiða fyrrum umbjóðendum hennar bætur þegar hún starfaði sem réttargæslumaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. Ólöf Rún Ásgeirsdóttir fyrrum skjólstæðingur Sifjar Konráðsdóttur steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði frá því að hún hefði þurft lögfræðiaðstoð við að innheimta bætur frá Sif sem var réttargæslumaður Ólafar í kynferðisbrotamáli. Ólöfu hafði verið dæmdar bætur í Hæstarétti og lauk málinu með sátt í gegnum lögmannafélag Íslands. Ólöf undrast að málið hafi aldrei verið rannsakað til hlítar. Ólöf segir að ráðning Sifjar sem aðstoðarmaður umhverfisráðherra hafi ýft upp gömul sár, annars vegar vegna kynferðisbrotsins og hins vegar baráttunnar um að fá bæturnar greiddar.Aldrei réttir peningar Í 2. kafla, 3. grein í reglugerð um fjárvörslureikninga lögmanna segir: „Lögmaður sem varðveitir fé umbjóðanda síns, skal færa sérstakan viðskiptareikning í bókhaldi sínu, sem sýnir inneign umbjóðandans á hevrjum tíma. Á reikninginn skal færa allt fé, sem lögmaðurinn tekur við til varðveislu.“ Þá segir í 7. grein reglufgerðarinnar að út af fjárvörslureikningi megi aðeins taka ef og þegar fé greiðist til umbjóðanda eða er notað til greiðslu fyrir hans hönd. Sjá einnig: Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins „Þetta eru náttúrulega aldrei réttir peningar af því að þetta fór alltof langa leið,“ sagði Ólöf Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Það hefur enginn getað svarað því hvort að hún hafi borgað peningana sem við fengum.“Kurr innan Vinstri grænna Umhverfisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu síðustu helgi að Sif nyti trausts í starfi og að málið hefði verið afar óheppilegt en að því hefði verið lokað með sátt. Samkæmt heimildum fréttastofu er töluverður kurr í Vinstri grænum vegna málsins en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og eini ráðherrann sem kemur utan þings, var ráðinn inn að tillögu formanns flokksins, Katrínar Jakobsdóttur. Sif hefur ekki stigið fram vegna málsins en í samtali við fréttastofu í dag sagði hún málið afar óheppilegt og að von væri á yfirlýsingu frá henni þar sem hún fer yfir málið. Sif gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Stj.mál Tengdar fréttir Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, hefur enn ekki stigið fram og útskýrt hvers vegna það dróst að greiða fyrrum umbjóðendum hennar bætur þegar hún starfaði sem réttargæslumaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. Ólöf Rún Ásgeirsdóttir fyrrum skjólstæðingur Sifjar Konráðsdóttur steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði frá því að hún hefði þurft lögfræðiaðstoð við að innheimta bætur frá Sif sem var réttargæslumaður Ólafar í kynferðisbrotamáli. Ólöfu hafði verið dæmdar bætur í Hæstarétti og lauk málinu með sátt í gegnum lögmannafélag Íslands. Ólöf undrast að málið hafi aldrei verið rannsakað til hlítar. Ólöf segir að ráðning Sifjar sem aðstoðarmaður umhverfisráðherra hafi ýft upp gömul sár, annars vegar vegna kynferðisbrotsins og hins vegar baráttunnar um að fá bæturnar greiddar.Aldrei réttir peningar Í 2. kafla, 3. grein í reglugerð um fjárvörslureikninga lögmanna segir: „Lögmaður sem varðveitir fé umbjóðanda síns, skal færa sérstakan viðskiptareikning í bókhaldi sínu, sem sýnir inneign umbjóðandans á hevrjum tíma. Á reikninginn skal færa allt fé, sem lögmaðurinn tekur við til varðveislu.“ Þá segir í 7. grein reglufgerðarinnar að út af fjárvörslureikningi megi aðeins taka ef og þegar fé greiðist til umbjóðanda eða er notað til greiðslu fyrir hans hönd. Sjá einnig: Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins „Þetta eru náttúrulega aldrei réttir peningar af því að þetta fór alltof langa leið,“ sagði Ólöf Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Það hefur enginn getað svarað því hvort að hún hafi borgað peningana sem við fengum.“Kurr innan Vinstri grænna Umhverfisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu síðustu helgi að Sif nyti trausts í starfi og að málið hefði verið afar óheppilegt en að því hefði verið lokað með sátt. Samkæmt heimildum fréttastofu er töluverður kurr í Vinstri grænum vegna málsins en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og eini ráðherrann sem kemur utan þings, var ráðinn inn að tillögu formanns flokksins, Katrínar Jakobsdóttur. Sif hefur ekki stigið fram vegna málsins en í samtali við fréttastofu í dag sagði hún málið afar óheppilegt og að von væri á yfirlýsingu frá henni þar sem hún fer yfir málið. Sif gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag.
Stj.mál Tengdar fréttir Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42