Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 13:47 Vigdís Finnbogadóttir er sennilega sá Íslendingur sem þekkti Hinrik best enda átti hún í töluverðum samskiptum við hann bæði meðan hún sat á forsetastóli og eftir það. Vísir/Ernir/AFP Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. Drottningin og synir hennar ásamt barnabörnum fylgdu líkbílnum eftir og mannfjöldi fylgdist með á götum úti. Vigdís Finnbogadóttir segir að drottningin hafi verið mjög vel gift. Klukkan átta í morgun var skotið úr fallbyssum á tveimur stöðum í Danmörku í fjörutíu mínútur til heiðurs Hinriki prins sem lést í fyrrakvöld 83 ára gamall. Klukkan níu að íslenskum tíma var síðan lagt af stað með kistu prinsins frá Fredensborgarhöll, þar sem hann lést, til Amalienborgarhallar í miðborg Kaupmannahafnar. Drottningin og synir hennar fylgdu á eftir í þremur viðhafnarbílum konungsfjölskyldunnar ásamt barnabörnum drottningar. Fjöldi manns fylgdist með á götum úti. Einn viðmælenda danska sjónvarpsins sagðist vilja sýna Hinriki þakklæti fyrir störf hans í þágu Danmerkur og þóttt prinsinn hafi ef til vill ekki vitað það sjálfur þá hafi hann verið konungur fólksins. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sennilega sá Íslendingur sem þekkti Hinrik best enda átti hún í töluverðum samskiptum við hann bæði meðan hún sat á forsetastóli og eftir það. Þau unnu meðal annars saman að alþjóðlegu átaki Norðurlandanna sem kallað var Skandinavia Today sem ætlað var að kynna menningu Norðurlandanna fyrir umheiminum. „Hann var mjög fróður maður og kunni vel á heimssöguna. Hann var jú alinn upp í Víetnam, Indókína sem var, þar sem Frakkar höfðu ítök. Hann var heimsmaður, það sem kallað er cosmopolite, heimsmaður,“ segir Vigdís. Henni þyki leiðinlegt að hnýtt hafi verið í Hinrik fyrir franskan hreim hans á dönskunni því hann hafi verið mikill tungumálamaður. Miklar hefðir fylgja konungsfjölskyldunni á opinberum vettvangi en mörgum þótti Hinrik oft brjóta þær hefðir, eins og hann gerði reyndar allt fram yfir gröf og dauða með því vilja ekki verða lagður til hvílu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þar sem drottningin mun hvíla þegar þar að kemur. Náðir þú að kynnast hinum óformlega Hinrik? „Já, já. Hann var bara venjulegur maður eins og þú og ég. Þegar hann var með svona, sem á dönskunni er kallað „meni mannen“, þá var hann bara venjulegur maður sjálfur og þau bæði. Margrét drottning er líka mjög skemmtileg þegar maður er einn með henni og mér fannst hún vera mjög vel gift,“ segir Vigdís Finnbogadóttir. Forseti Íslands Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. 14. febrúar 2018 20:31 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. Drottningin og synir hennar ásamt barnabörnum fylgdu líkbílnum eftir og mannfjöldi fylgdist með á götum úti. Vigdís Finnbogadóttir segir að drottningin hafi verið mjög vel gift. Klukkan átta í morgun var skotið úr fallbyssum á tveimur stöðum í Danmörku í fjörutíu mínútur til heiðurs Hinriki prins sem lést í fyrrakvöld 83 ára gamall. Klukkan níu að íslenskum tíma var síðan lagt af stað með kistu prinsins frá Fredensborgarhöll, þar sem hann lést, til Amalienborgarhallar í miðborg Kaupmannahafnar. Drottningin og synir hennar fylgdu á eftir í þremur viðhafnarbílum konungsfjölskyldunnar ásamt barnabörnum drottningar. Fjöldi manns fylgdist með á götum úti. Einn viðmælenda danska sjónvarpsins sagðist vilja sýna Hinriki þakklæti fyrir störf hans í þágu Danmerkur og þóttt prinsinn hafi ef til vill ekki vitað það sjálfur þá hafi hann verið konungur fólksins. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sennilega sá Íslendingur sem þekkti Hinrik best enda átti hún í töluverðum samskiptum við hann bæði meðan hún sat á forsetastóli og eftir það. Þau unnu meðal annars saman að alþjóðlegu átaki Norðurlandanna sem kallað var Skandinavia Today sem ætlað var að kynna menningu Norðurlandanna fyrir umheiminum. „Hann var mjög fróður maður og kunni vel á heimssöguna. Hann var jú alinn upp í Víetnam, Indókína sem var, þar sem Frakkar höfðu ítök. Hann var heimsmaður, það sem kallað er cosmopolite, heimsmaður,“ segir Vigdís. Henni þyki leiðinlegt að hnýtt hafi verið í Hinrik fyrir franskan hreim hans á dönskunni því hann hafi verið mikill tungumálamaður. Miklar hefðir fylgja konungsfjölskyldunni á opinberum vettvangi en mörgum þótti Hinrik oft brjóta þær hefðir, eins og hann gerði reyndar allt fram yfir gröf og dauða með því vilja ekki verða lagður til hvílu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þar sem drottningin mun hvíla þegar þar að kemur. Náðir þú að kynnast hinum óformlega Hinrik? „Já, já. Hann var bara venjulegur maður eins og þú og ég. Þegar hann var með svona, sem á dönskunni er kallað „meni mannen“, þá var hann bara venjulegur maður sjálfur og þau bæði. Margrét drottning er líka mjög skemmtileg þegar maður er einn með henni og mér fannst hún vera mjög vel gift,“ segir Vigdís Finnbogadóttir.
Forseti Íslands Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. 14. febrúar 2018 20:31 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10
Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. 14. febrúar 2018 20:31