Hjarta þjóðarinnar slær á Þingvöllum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 06:00 Myndir meistaranna njóta sín afbragðsvel í Listasafni Reykjanesbæjar og þar fá þær að vera fram í miðjan apríl. „Það var snemma á síðasta ári sem við ákváðum að láta eina af sýningum þessa árs hverfast um fullveldisafmælið. Þá kom Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur með þá snilldarhugmynd að fá lánuð verk hjá honum Sverri Kristinssyni fasteignasala, sem er mikill safnari. Fyrir valinu urðu forkunnarfallegar Þingvallamyndir, enda slær hjarta þjóðarinnar á Þingvöllum,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar um Hjartastað, sýningu sem opnuð hefur verið í listasafni bæjarins. Valgerður segir verkin eftir sautján listmálara, bæði þá sem þjóðin þekkir best eins og Kjarval, Ásgrím, Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Jóhann Briem, Jón Þorleifsson, og Eirík Smith en líka aðra sem ekki hafa verið jafn áberandi í sýningarsölum til þessa. „Einn þeirra er Gísli Jónsson, sem var fæddur 1878 og dó 1944. Það er mikil heiðríkja yfir myndunum hans og þær vöktu hvað mesta athygli við opnunina, fólk hafði ekki séð verk hans áður.“ Sýningin Hjartastaður verður í Duushúsum fram í miðjan apríl og á tímabilinu verða þar nokkrir viðburðir tengdir henni. Þar má nefna leiðsögn og gjörning á Safnahelgi á Suðurnesjum 10. og 11. mars og fræðslukvöld með bæði sögu-og myndlistarfyrirlestrum, gjörningi leikfélagsins um árið 1918 og tónlist. Vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út um sýninguna Hjartastað. Þar fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlist og Birgir Hermannsson, lektor við HÍ, fer orðum um tengsl Þingvalla við íslenska þjóðmenningu. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það var snemma á síðasta ári sem við ákváðum að láta eina af sýningum þessa árs hverfast um fullveldisafmælið. Þá kom Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur með þá snilldarhugmynd að fá lánuð verk hjá honum Sverri Kristinssyni fasteignasala, sem er mikill safnari. Fyrir valinu urðu forkunnarfallegar Þingvallamyndir, enda slær hjarta þjóðarinnar á Þingvöllum,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar um Hjartastað, sýningu sem opnuð hefur verið í listasafni bæjarins. Valgerður segir verkin eftir sautján listmálara, bæði þá sem þjóðin þekkir best eins og Kjarval, Ásgrím, Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Jóhann Briem, Jón Þorleifsson, og Eirík Smith en líka aðra sem ekki hafa verið jafn áberandi í sýningarsölum til þessa. „Einn þeirra er Gísli Jónsson, sem var fæddur 1878 og dó 1944. Það er mikil heiðríkja yfir myndunum hans og þær vöktu hvað mesta athygli við opnunina, fólk hafði ekki séð verk hans áður.“ Sýningin Hjartastaður verður í Duushúsum fram í miðjan apríl og á tímabilinu verða þar nokkrir viðburðir tengdir henni. Þar má nefna leiðsögn og gjörning á Safnahelgi á Suðurnesjum 10. og 11. mars og fræðslukvöld með bæði sögu-og myndlistarfyrirlestrum, gjörningi leikfélagsins um árið 1918 og tónlist. Vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út um sýninguna Hjartastað. Þar fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlist og Birgir Hermannsson, lektor við HÍ, fer orðum um tengsl Þingvalla við íslenska þjóðmenningu.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira