Var fálkinn settur í búr og í samráði við Náttúrufræðistofnun var hann fluttur til Reykjavíkur í Húsdýragarðinn.
Við skoðun dýralæknis kom í ljós að fuglinn var með skotsár en fálkar eru friðaðir.
Bendir lögreglan á að brot á lögum um vernd og friðun dýra varði sektir, fangelsi allt að 2 árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.