Það var því óneitanlega áhugaverður bragur á sjálfri sviðsmyndinni og línan sjálf sveik engan.
Prjónaðar lambhúshettur, dragsíðir kjólar parað saman við þykkar ullarpeysur, víðir frakkar og svo einhverskonar útgáfur af jökkum sem maður sér slökkviliðsmenn ganga í, í þykku slitsterku efni með endurskini á ermum.
Við erum hrifnar af þessari línu - sérstaklega af þessum flottu yfirhöfnum. Hvað segið þið?







