Tónleikaútgáfa með leikrænum tilþrifum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 08:00 Valgerður með einn af glæsikjólunum sem hún skartar í sýningunni. VÍSIR/ANTON BRINK Það var ansi löng æfing í gærkveldi og verður það líka í kvöld. Nú er lokaspretturinn hafinn,“ segir Valgerður Guðnadóttir söngkona um uppfærslu The Phantom of the Opera, eftir Andrew Lloyd Webber, í Hörpu. Frumsýningin er 17. febrúar og aðeins þrjár sýningar eru fyrirhugaðar, að sögn Eiðs Arnarsonar sem stendur að uppfærslunni ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. The Phantom of the Opera er stór tónleikasýning með níu einsöngvurum, þrjátíu manna kór og tíu dönsurum auk 50 hljóðfæraleikara úr SinfóníaNord, undir stjórn Þorvaldar Bjarna. Titilhlutverkið er í höndum Þórs Breiðfjörð en Valgerður fer líka með eitt af stóru hlutverkunum. „Ég held að Andrew Lloyd Webber hafi hugsað þetta upphaflega sem óperu en það er skilgreint sem söngleikur,“ segir hún þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Þó eru þarna hlutverk sem eru hrein óperuhlutverk, eins og hennar Carlottu sem Diddú syngur, það þarf þjálfaða óperusöngkonu til að túlka það. Verkið gerist í óperuhúsi, eins og ráða má af titlinum. „Við fáum sterka tilfinningu fyrir staðsetningunni því þar er verið að flytja brot úr ímynduðum óperum. Hannibal er ein þeirra sem þar eru á fjölunum, þar er kór og dansarar og þar er aðaldívan Carlotta (Diddú). Svo er þar uppgötvuð þessi unga, hæfileikaríka söngkona Christine sem ég leik. Þannig að þetta stykki er töluvert krefjandi fyrir okkur söngvarana.“ Fyrstu æfingar á The Phantom of the Opera voru í byrjun janúar, að sögn Valgerðar, og nú er að koma að æfingum með hljómsveitinni. „Hann Kjartan Valdemarsson píanóleikari hefur verið okkar hljómsveit á öllum æfingum til þessa,“ lýsir hún. Valgerður tók þátt í uppfærslu Vesalinganna á sínum tíma en segir vinnu í kringum þessa sýningu ívið snúnari. „Þetta er tónleikaútgáfa með leikrænum tilþrifum – óperudraugurinn, sem Þór Breiðfjörð túlkar, dregur til dæmis Christine með sér niður í undirheimana þar sem hann býr, þannig að það er eitt og annað sem gerir sýninguna flókna. Svo er myndum varpað á veggina á bak við, við erum með leikmuni, þó ekki sé um leikhúsuppfærslu að ræða, og búningarnir eru geggjaðir. Búningarnir koma frá búningaleigu í Bretlandi, að sögn Valgerðar. „Það er verið að setja The Phantom of the Operan upp úti um allan heim, alltaf, og margar leigur sjá um að leigja búninga fyrir hann. Hann Eiður fann þessa, þeir voru nýlega í notkun á Möltu og komu bara hér í hús um síðustu helgi – þeir eru dálítið geggjaðir, get ég sagt þér. Flestir söngvararnir í sýningunni þurfa að hafa búningaskipti nokkrum sinnum, því þeir þurfa að bregða sér í hin ýmsu hlutverk í óperunni og eru svo í sínum hversdagsfötum líka, en þau eru auðvitað ekki á pari við þau sem við klæðumst dagsdaglega, heldur frá því um aldamótin 1900. Sagan hefst 1905 en svo er farið aftur í tímann og atburðir rifjaðir upp sem þá áttu sér stað, þá erum við komin á 19. öldina. Sagan er mögnuð, tónlistin flott og búningarnir mikið fyrir augað.“ Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Það var ansi löng æfing í gærkveldi og verður það líka í kvöld. Nú er lokaspretturinn hafinn,“ segir Valgerður Guðnadóttir söngkona um uppfærslu The Phantom of the Opera, eftir Andrew Lloyd Webber, í Hörpu. Frumsýningin er 17. febrúar og aðeins þrjár sýningar eru fyrirhugaðar, að sögn Eiðs Arnarsonar sem stendur að uppfærslunni ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. The Phantom of the Opera er stór tónleikasýning með níu einsöngvurum, þrjátíu manna kór og tíu dönsurum auk 50 hljóðfæraleikara úr SinfóníaNord, undir stjórn Þorvaldar Bjarna. Titilhlutverkið er í höndum Þórs Breiðfjörð en Valgerður fer líka með eitt af stóru hlutverkunum. „Ég held að Andrew Lloyd Webber hafi hugsað þetta upphaflega sem óperu en það er skilgreint sem söngleikur,“ segir hún þegar hún er beðin um að lýsa verkinu. „Þó eru þarna hlutverk sem eru hrein óperuhlutverk, eins og hennar Carlottu sem Diddú syngur, það þarf þjálfaða óperusöngkonu til að túlka það. Verkið gerist í óperuhúsi, eins og ráða má af titlinum. „Við fáum sterka tilfinningu fyrir staðsetningunni því þar er verið að flytja brot úr ímynduðum óperum. Hannibal er ein þeirra sem þar eru á fjölunum, þar er kór og dansarar og þar er aðaldívan Carlotta (Diddú). Svo er þar uppgötvuð þessi unga, hæfileikaríka söngkona Christine sem ég leik. Þannig að þetta stykki er töluvert krefjandi fyrir okkur söngvarana.“ Fyrstu æfingar á The Phantom of the Opera voru í byrjun janúar, að sögn Valgerðar, og nú er að koma að æfingum með hljómsveitinni. „Hann Kjartan Valdemarsson píanóleikari hefur verið okkar hljómsveit á öllum æfingum til þessa,“ lýsir hún. Valgerður tók þátt í uppfærslu Vesalinganna á sínum tíma en segir vinnu í kringum þessa sýningu ívið snúnari. „Þetta er tónleikaútgáfa með leikrænum tilþrifum – óperudraugurinn, sem Þór Breiðfjörð túlkar, dregur til dæmis Christine með sér niður í undirheimana þar sem hann býr, þannig að það er eitt og annað sem gerir sýninguna flókna. Svo er myndum varpað á veggina á bak við, við erum með leikmuni, þó ekki sé um leikhúsuppfærslu að ræða, og búningarnir eru geggjaðir. Búningarnir koma frá búningaleigu í Bretlandi, að sögn Valgerðar. „Það er verið að setja The Phantom of the Operan upp úti um allan heim, alltaf, og margar leigur sjá um að leigja búninga fyrir hann. Hann Eiður fann þessa, þeir voru nýlega í notkun á Möltu og komu bara hér í hús um síðustu helgi – þeir eru dálítið geggjaðir, get ég sagt þér. Flestir söngvararnir í sýningunni þurfa að hafa búningaskipti nokkrum sinnum, því þeir þurfa að bregða sér í hin ýmsu hlutverk í óperunni og eru svo í sínum hversdagsfötum líka, en þau eru auðvitað ekki á pari við þau sem við klæðumst dagsdaglega, heldur frá því um aldamótin 1900. Sagan hefst 1905 en svo er farið aftur í tímann og atburðir rifjaðir upp sem þá áttu sér stað, þá erum við komin á 19. öldina. Sagan er mögnuð, tónlistin flott og búningarnir mikið fyrir augað.“
Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira