Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum Höskuldur Kári Schram skrifar 13. febrúar 2018 21:30 Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. Gagnaveraiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið nokkuð hratt á undanförnum árum en aðstæður hér á landi þykja henta vel undir slíkan rekstur. Rafmagnverð er lægra en gengur og gerist í útlöndum og kalt veðurfar hjálpar til að kæla öflugar tölvur. Bæði Landsvirkjun og Orka náttúrunnar hafa fundið fyrir auknum áhuga gagnavera á orkukaupum og í síðustu viku gerði Landsvirkjun samning við tæknifyrirtækið Advania Data Centers um afhendingu á 30 MW til gagnaversins á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem unnið er að stækkun versins. Jóhann Þór Jónsson formaður Samtaka gagnavera á Íslandi segir að eftirspurn hafi aukist. „Já við finnum sannarlega fyrir áhuga hjá ýmsum aðilum til að koma til Íslands til að nýta sér þær aðstæður sem eru á Íslandi til að hýsa ofurtölvur,“ segir Jóhann. Erlend fyrirtæki sem sérhæfa sig í ýmis konar rafmyntum, þá sérstaklega Bitcoin, hafa verið að horfa til Íslands en rafmyntir þurfa afar öflugar tölvur. „Bitcoin er hluti af þeirri auknu eftirspurn sem við sjáum en aðrar myntir og önnur ofurtölvuþjónusta hefur líka verið að kalla eftir aukinni orku,“ segir Jóhann. Bitcoin fyrirtækin stunda svokallaða námuvinnslu eða námugröft sem kallar á mikla orku. „Það að láta ofurtölvurnar vinna og reikna flóknar stærfræðiformúlur sem á endanum skapa Bitcoin er þessi svokallaði námugröftur. Þessi námugröftur er rekinn á gríðarlega öflugum tölvum sem leiða af sér mikinn hita og þess vegna er ísland gríðarlega áhugaverður valkostur fyrir þá aðila sem standa í þessari vinnslu,“ segir Jóhann Rafmyntir Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. Gagnaveraiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið nokkuð hratt á undanförnum árum en aðstæður hér á landi þykja henta vel undir slíkan rekstur. Rafmagnverð er lægra en gengur og gerist í útlöndum og kalt veðurfar hjálpar til að kæla öflugar tölvur. Bæði Landsvirkjun og Orka náttúrunnar hafa fundið fyrir auknum áhuga gagnavera á orkukaupum og í síðustu viku gerði Landsvirkjun samning við tæknifyrirtækið Advania Data Centers um afhendingu á 30 MW til gagnaversins á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem unnið er að stækkun versins. Jóhann Þór Jónsson formaður Samtaka gagnavera á Íslandi segir að eftirspurn hafi aukist. „Já við finnum sannarlega fyrir áhuga hjá ýmsum aðilum til að koma til Íslands til að nýta sér þær aðstæður sem eru á Íslandi til að hýsa ofurtölvur,“ segir Jóhann. Erlend fyrirtæki sem sérhæfa sig í ýmis konar rafmyntum, þá sérstaklega Bitcoin, hafa verið að horfa til Íslands en rafmyntir þurfa afar öflugar tölvur. „Bitcoin er hluti af þeirri auknu eftirspurn sem við sjáum en aðrar myntir og önnur ofurtölvuþjónusta hefur líka verið að kalla eftir aukinni orku,“ segir Jóhann. Bitcoin fyrirtækin stunda svokallaða námuvinnslu eða námugröft sem kallar á mikla orku. „Það að láta ofurtölvurnar vinna og reikna flóknar stærfræðiformúlur sem á endanum skapa Bitcoin er þessi svokallaði námugröftur. Þessi námugröftur er rekinn á gríðarlega öflugum tölvum sem leiða af sér mikinn hita og þess vegna er ísland gríðarlega áhugaverður valkostur fyrir þá aðila sem standa í þessari vinnslu,“ segir Jóhann
Rafmyntir Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira