Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 16:30 Oleg Deripaska er hér með Vladimir Putin, forseta Rússlands. Vísir/AFP Ríkisstjórn Rússlands hefur hótað því að loka á aðgang Rússa að YouTube og Instagram ef starfsmenn miðlanna fjarlægja ekki myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny vakti nýverið athygli á efninu sem birt var af fyrirsætunni og fylgdarkonunni Anastasiya Vashukevich. Hún er 21 árs gömul og gengur undir nafninu Nastya Rybka og segist hafa verið ráðin til þess að verja tíma með mönnunum um borð í snekkjunni. „Auðjöfur tekur embættismann í siglingu á eigin snekkju. Það eru mútur,“ sagði Navalny í myndbandi sem hann birti nýverið þar sem hann ræðir niðurstöður spillingarrannsóknar sinnar. „Auðjöfur borgar fyrir þetta allt saman og þar á meðal ungar stúlkur frá fylgdarþjónustum. Það eru einmitt einnig mútur.“Í myndbandinu heldur Navalny því einnig fram að fundurinn hafi verið haldinn til að Deripaska gæti komið upplýsingum til Prikhodko. Að þær upplýsingar hafi snúið að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og Deripaska hafi fengið þær frá Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Navalny færir þó ekki sannanir fyrir þeirri fullyrðingu. Washington Post sagði þó frá því í september að Manafort hefði sent millilið tölvupóst tveimur vikum áður en Trump hlaut tilnefningu Repúblikanaflokksins og beðið hann um að koma skilaboðum til Deripaska.„Ef hann vill einkakynningu getum við gert það,“ skrifaði Manafort í póstinn sem var sendur þann 7. júlí 2016. Í samtali við AP segði talsmaður Deripaska að ásakanir Navalny væru liður í rógsherferð Navalny gegn auðjöfrinum. Hann neitaði því ekki að fundurinn hefði átt sér stað en sagði að ekki hefði verið um nokkurs konar mútur að ræða.Þá höfðaði Deripaska mál gegn Navalny og fór fram á að myndir og myndbönd af fundinum yrðu fjarlægð. Hann sagði þau brjóta gegn friðhelgi hans.Samkvæmt frétt Guardian hafa yfirvöld Rússlands gefið YouTube og Instagram frest til loka dags, þriðjudags, til þess að fjarlægja myndirnar og myndböndin. Navalny var einnig gert að fjarlægja myndband sitt og niðurstöður nýlegrar rannsóknar sinnar af vefsvæði sínu.Navalny segir þetta vera opinbera ritskoðun án fordæmis og hvatti stuðningsmenn sína til að dreifa rannsókninni og myndbandi sínu eins vítt og hægt er. Dómstólar í Rússlandi hafa einnig meinað Navalny að bjóða sig fram til forseta gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi í næsta mánuði. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Ríkisstjórn Rússlands hefur hótað því að loka á aðgang Rússa að YouTube og Instagram ef starfsmenn miðlanna fjarlægja ekki myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny vakti nýverið athygli á efninu sem birt var af fyrirsætunni og fylgdarkonunni Anastasiya Vashukevich. Hún er 21 árs gömul og gengur undir nafninu Nastya Rybka og segist hafa verið ráðin til þess að verja tíma með mönnunum um borð í snekkjunni. „Auðjöfur tekur embættismann í siglingu á eigin snekkju. Það eru mútur,“ sagði Navalny í myndbandi sem hann birti nýverið þar sem hann ræðir niðurstöður spillingarrannsóknar sinnar. „Auðjöfur borgar fyrir þetta allt saman og þar á meðal ungar stúlkur frá fylgdarþjónustum. Það eru einmitt einnig mútur.“Í myndbandinu heldur Navalny því einnig fram að fundurinn hafi verið haldinn til að Deripaska gæti komið upplýsingum til Prikhodko. Að þær upplýsingar hafi snúið að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og Deripaska hafi fengið þær frá Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Navalny færir þó ekki sannanir fyrir þeirri fullyrðingu. Washington Post sagði þó frá því í september að Manafort hefði sent millilið tölvupóst tveimur vikum áður en Trump hlaut tilnefningu Repúblikanaflokksins og beðið hann um að koma skilaboðum til Deripaska.„Ef hann vill einkakynningu getum við gert það,“ skrifaði Manafort í póstinn sem var sendur þann 7. júlí 2016. Í samtali við AP segði talsmaður Deripaska að ásakanir Navalny væru liður í rógsherferð Navalny gegn auðjöfrinum. Hann neitaði því ekki að fundurinn hefði átt sér stað en sagði að ekki hefði verið um nokkurs konar mútur að ræða.Þá höfðaði Deripaska mál gegn Navalny og fór fram á að myndir og myndbönd af fundinum yrðu fjarlægð. Hann sagði þau brjóta gegn friðhelgi hans.Samkvæmt frétt Guardian hafa yfirvöld Rússlands gefið YouTube og Instagram frest til loka dags, þriðjudags, til þess að fjarlægja myndirnar og myndböndin. Navalny var einnig gert að fjarlægja myndband sitt og niðurstöður nýlegrar rannsóknar sinnar af vefsvæði sínu.Navalny segir þetta vera opinbera ritskoðun án fordæmis og hvatti stuðningsmenn sína til að dreifa rannsókninni og myndbandi sínu eins vítt og hægt er. Dómstólar í Rússlandi hafa einnig meinað Navalny að bjóða sig fram til forseta gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi í næsta mánuði.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira