Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2018 13:36 Sigríður er ánægð með viðbrögð lögreglunnar og telur málaflokknum ekki til framdráttar að einhver fjúki vegna málsins. „Ég er mjög ánægð með hversu hratt lögreglan brást við,“ segir Sigríður Á. Andersen í samtali við Vísi.Líkt og fram hefur komið hafa mál starfsmanns barnaverndar Reykjavíkurborgar, sem kærður hefur verið fyrir kynferðisbrot, verið mjög í deiglunni. Í gær var haldinn sérstakur blaðamannafundur þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglu vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist ánægð með ferlið sem hafi fari í gang. Lögreglustjóri fái mann til að skoða þetta sérstaklega, ekki bara þetta mál heldur öll sambærileg mál sem liggja óafgreidd hjá embættinu. „Ég er ánægð með þetta ferli,“ segir Sigríður Á. Andersen. En fréttastofa Bylgjunnar ræddi jafnframt þetta sama mál við hana í hádegisfréttum nú fyrr í dag.Öflugt fólk undir miklu álagiEn, spurt er um ábyrgð? Er það svo að hjá hinu opinbera þá ber aldrei neinn ábyrgð á einu né neinu? Spurt er hvort ekki sé ástæða til að hausar fjúki? „Mönnum er ekki vikið úr störfum nema það liggi fyrir eitthvað saknæmt. Það þarf að liggja fyrir áminning, þetta er ákveðið ferli sem menn þekkja. Þetta eru mannleg mistök en ég er ekki viss um að það sé málefninu til framdráttar að horfa í það eitt að það þurfi hausar að fjúka, eins og þú orðar það. Það vinnur þarna öflugt fólk, undir gríðarlegu álagi í erfiðum málaflokki. Allir vinna að þessu markmiði af heilum hug, að réttlætið nái fram að ganga. Það geta orðið mistök.“Alvarleg yfirsjón Sigríður bætir því við að það liggi fyrir að mistök hafi verið gerð, þau að tilkynna þetta ekki til barnaverndarnefndar. „Svo verða menn að líta til þess hvort það hafi haft einhverjar sérstakar afleið98ingar og það liggur ekkert fyrir um það. Það er alvarleg yfirsjón að gera það ekki, því gert er ráð fyrir að menn geri það. En, ég er ánægð með viðbrögð lögreglunnar í þessu og styð hana heilshugar í framhaldinu sem er að fara yfir þetta verklag allt saman og var einmitt að kynna það á blaðamannafundi sjálf um daginn, fjölgun stöðugilda í þessum málaflokki. Meðal annars við að fara yfir verklag. Og samræma verklag. Til að tryggja skilvirka málsmeðferð.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12 Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17 Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
„Ég er mjög ánægð með hversu hratt lögreglan brást við,“ segir Sigríður Á. Andersen í samtali við Vísi.Líkt og fram hefur komið hafa mál starfsmanns barnaverndar Reykjavíkurborgar, sem kærður hefur verið fyrir kynferðisbrot, verið mjög í deiglunni. Í gær var haldinn sérstakur blaðamannafundur þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglu vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist ánægð með ferlið sem hafi fari í gang. Lögreglustjóri fái mann til að skoða þetta sérstaklega, ekki bara þetta mál heldur öll sambærileg mál sem liggja óafgreidd hjá embættinu. „Ég er ánægð með þetta ferli,“ segir Sigríður Á. Andersen. En fréttastofa Bylgjunnar ræddi jafnframt þetta sama mál við hana í hádegisfréttum nú fyrr í dag.Öflugt fólk undir miklu álagiEn, spurt er um ábyrgð? Er það svo að hjá hinu opinbera þá ber aldrei neinn ábyrgð á einu né neinu? Spurt er hvort ekki sé ástæða til að hausar fjúki? „Mönnum er ekki vikið úr störfum nema það liggi fyrir eitthvað saknæmt. Það þarf að liggja fyrir áminning, þetta er ákveðið ferli sem menn þekkja. Þetta eru mannleg mistök en ég er ekki viss um að það sé málefninu til framdráttar að horfa í það eitt að það þurfi hausar að fjúka, eins og þú orðar það. Það vinnur þarna öflugt fólk, undir gríðarlegu álagi í erfiðum málaflokki. Allir vinna að þessu markmiði af heilum hug, að réttlætið nái fram að ganga. Það geta orðið mistök.“Alvarleg yfirsjón Sigríður bætir því við að það liggi fyrir að mistök hafi verið gerð, þau að tilkynna þetta ekki til barnaverndarnefndar. „Svo verða menn að líta til þess hvort það hafi haft einhverjar sérstakar afleið98ingar og það liggur ekkert fyrir um það. Það er alvarleg yfirsjón að gera það ekki, því gert er ráð fyrir að menn geri það. En, ég er ánægð með viðbrögð lögreglunnar í þessu og styð hana heilshugar í framhaldinu sem er að fara yfir þetta verklag allt saman og var einmitt að kynna það á blaðamannafundi sjálf um daginn, fjölgun stöðugilda í þessum málaflokki. Meðal annars við að fara yfir verklag. Og samræma verklag. Til að tryggja skilvirka málsmeðferð.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12 Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17 Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12
Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17
Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19