Lífið

Stjörnur sem yfirgáfu Hollywood fyrir venjuleg störf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margir frábærir listamenn.
Margir frábærir listamenn.
Það er draumur margra að meika það og slá í gegn í Hollywood. Draumur margra er að verða heimsfrægur leikari, tónlistarmaður eða jafnvel atvinnumaður í íþróttum.

Á vefsíðunni Variety er búið að taka saman lista yfir tólf einstaklinga sem tóku þá ákvörðun að yfirgefa Hollywood og reyna fyrir sér á hinum almenna vinnumarkaði.

Hér að neðan er hægt að kynnast nokkrum af þessum tólf manneskjum.

 

Amanda Bynes hætti í bransanum árið 2010.
Amanda Bynes

Bynes var vinsæl barnastjarna sem kom oft fram í þáttum úr smiðju Nickelodeon.

Hún lék til að mynda í All That, She’s the Man, What I Like About You og Easy A ásamt Emmu Stone.

Í dag einbeitir hún sér að því að starfa við fatahönnun.

Holmes í The Little Rascals.
Brittany Ashton Holmes

Brittany Ashton Holmes lék Darla í kvikmyndinni The Little Rascals sem kom út árið 1994. Eftir að hafa komið fram í nokkrum sjónvarpsþáttum á næstu árum.

Hún ákvað í framhaldinu að fara í nám í stjórnmálafræði og vinnur á þeim vettvangi í dag.

Hook var gríðarlega vinsæl mynd sem kom út árið 1991.
Charlie Korsmo

Charlie Korsmo lék eitt af aðalhlutverkunum í myndinni Hook með Robin Williams og Dustin Hoffman.

Steven Spielberg leikstýrði kvikmyndinni og var um að ræða algjöra stórmynd.

Eftir hans hlutverk í kvikmyndinni ákvað hann að hætta í leiklist og starfar í dag sem lögfræðingur. Hann stundaði nám við MIT og Yale.

Lloyd hætti árið 1982.
Danny Lloyd

Danny Lloyd lék Danny Torrance í kvikmyndinni The Shining ásamt Jack Nicholson.

Lloyd hætti í leiklistinni árið 1982 og starfar í dag sem prófessor í líffræði.

Hackman hætti að leika árið 2004.
Gene Hackman

Hackman hætti í leiklistinni árið 2004. Hans síðasta hlutverk var í Welcome to Mooseport en hann lék í þeirri kvikmynd með Ray Romono.

Í dag starfar hann sem rithöfundur. Hackman hefur leikið í mörgum kvikmyndum á sínum ferli og hefur hann unnið til Óskarsverðlauna í tvígang.

Gleeson var frábær í GOT.
Jack Gleeson

Jack Gleeson er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Joffrey Baratheon í þáttunum vinsælu Game of Thrones.

Eftir að karakter hans var myrtur í þáttunum árið 2014 ákvað hann að hætta í leiklistinni og einbeita sér einungis að náminu.

Cohen var flottur í The Goonies.
Jeff Cohen

Jeff Cohen fór með hlutverk Chunk í kvikmyndinni The Goonies sem margir muna eflaust eftir.

Árið 1991 ákvað hann að stíga til hliðar og yfirgefa Hollywood.

Hann starfar í dag sem lögfræðingur í Beverly Hills.  

Johnathan Taylor Thomas hefur komið fram í mörgum þáttum og kvikmyndum.
Johnathan Taylor Thomas

Jonathan Taylor Thomas kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hann lék rödd Simba í kvikmyndinni The Lion King.

Síðar fékk hann hlutverk í gamanþáttunum Home Improvement sem Tim Allen.

Thomas hefur komið víða við en hann ákvað fyrir stuttu að hætta í leiklistinni og fór í nám í Harvard, Columbia, og  háskólann í St. Andrew’s í Skotlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×