Hófst allt sem lítið skólaverkefni Ritstjórn skrifar 12. febrúar 2018 20:30 Glamour/Getty Hin 23 ára gamla Danielle Cathari hefur svo sannarlega fengið mikla athygli á tískuvikunni í New York. Þar kynnti hún nýjustu línuna sína fyrir Adidas, sem seldist upp á örfáum klukkutímum. En hvernig byrjaði ævintýrið? Danielle var enn í fatahönnunarnámi sínu þegar hún tók þátt í lítilli tískusýningu, þar sem hún hafði tekið í sundur gamlar Adidas-flíkur og saumað þær aftur saman. Í kjölfarið hafði Adidas samband við hana og bauð henni á fund í höfuðstöðvunum í Þýskalandi, og úr varð samstarf. Kendall Jenner og Hailey Baldwin eru aðdáendur, og sýndu ásamt öðrum á sýningunni í New York. Danielle og Adidas hafa byggt upp mjög stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum, sem hefur án efa hjálpað mikið til við sölu línunnar. En eftir allt saman þá er línan klæðileg, töff og fersk, og við hefðum alveg getað hugsað okkur nokkrar flíkur. Uppháu útvíðu buxurnar við stuttu peysuna, og gallajakkinn eru mjög skemmtilegar flíkur. Svo er alltaf gaman þegar ungt fólk kemur sér áfram í tískuheiminum, og fær Adidas mikið hrós fyrir að nálgast þetta á þennan skemmtilega hátt með Danielle. @adidasOriginals #adidasOriginalsbyDanielleCathari A post shared by Daniëlle Cathari (@daniellecathari) on Feb 2, 2018 at 3:23am PST @adidasoriginals #adidasOriginalsbyDanielleCathari A post shared by Daniëlle Cathari (@daniellecathari) on Jan 28, 2018 at 4:27am PST Already more than a year ago, but good things are coming soooon A post shared by Daniëlle Cathari (@daniellecathari) on Nov 15, 2017 at 10:58am PST for @officemagazinenyc A post shared by Daniëlle Cathari (@daniellecathari) on Mar 23, 2017 at 6:41am PDT Mest lesið Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour Eitt það besta við Óskarinn Glamour Natacha Ramsay-Levi verður yfirhönnuður Chloé Glamour Eyeliner trixið sem breytir öllu Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Steldu stílnum hennar Hillary Clinton Glamour Kanye West opnaði New York Fashion Week með klaufalegri sýningu Glamour Ætlar að koma Crocs í tísku Glamour
Hin 23 ára gamla Danielle Cathari hefur svo sannarlega fengið mikla athygli á tískuvikunni í New York. Þar kynnti hún nýjustu línuna sína fyrir Adidas, sem seldist upp á örfáum klukkutímum. En hvernig byrjaði ævintýrið? Danielle var enn í fatahönnunarnámi sínu þegar hún tók þátt í lítilli tískusýningu, þar sem hún hafði tekið í sundur gamlar Adidas-flíkur og saumað þær aftur saman. Í kjölfarið hafði Adidas samband við hana og bauð henni á fund í höfuðstöðvunum í Þýskalandi, og úr varð samstarf. Kendall Jenner og Hailey Baldwin eru aðdáendur, og sýndu ásamt öðrum á sýningunni í New York. Danielle og Adidas hafa byggt upp mjög stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum, sem hefur án efa hjálpað mikið til við sölu línunnar. En eftir allt saman þá er línan klæðileg, töff og fersk, og við hefðum alveg getað hugsað okkur nokkrar flíkur. Uppháu útvíðu buxurnar við stuttu peysuna, og gallajakkinn eru mjög skemmtilegar flíkur. Svo er alltaf gaman þegar ungt fólk kemur sér áfram í tískuheiminum, og fær Adidas mikið hrós fyrir að nálgast þetta á þennan skemmtilega hátt með Danielle. @adidasOriginals #adidasOriginalsbyDanielleCathari A post shared by Daniëlle Cathari (@daniellecathari) on Feb 2, 2018 at 3:23am PST @adidasoriginals #adidasOriginalsbyDanielleCathari A post shared by Daniëlle Cathari (@daniellecathari) on Jan 28, 2018 at 4:27am PST Already more than a year ago, but good things are coming soooon A post shared by Daniëlle Cathari (@daniellecathari) on Nov 15, 2017 at 10:58am PST for @officemagazinenyc A post shared by Daniëlle Cathari (@daniellecathari) on Mar 23, 2017 at 6:41am PDT
Mest lesið Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Fimm frábær lituð dagkrem Glamour Eitt það besta við Óskarinn Glamour Natacha Ramsay-Levi verður yfirhönnuður Chloé Glamour Eyeliner trixið sem breytir öllu Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Stjörnurnar á Hrekkjavöku Glamour Steldu stílnum hennar Hillary Clinton Glamour Kanye West opnaði New York Fashion Week með klaufalegri sýningu Glamour Ætlar að koma Crocs í tísku Glamour