Næstráðandi Oxfam hættir vegna vændisskandals Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 16:02 Frá einni af starfsstöð Oxfam á Haítí árið 2011. vísir/getty Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. Vísir fjallaði fyrr í dag ítarlega um málið en skandallinn snýr meðal annars að kaupum starfsmanna Oxfam á vændi á Haítí þegar þeir voru þar að störfum fyrir samtökin eftir jarðskjálftann 2010. Er meðal annars talið að starfsmennirnir hafi nýtt sér barnungar stúlkur en vændi er ólöglegt á Haítí. Að því er segir í frétt Guardian er ekki aðeins um að ræða atvik á Haítí heldur einnig í Chad. Lawrence var yfir alþjóðlegum verkefnum Oxfam þegar fregnir bárust til stjórnenda um óviðeigandi hegðun starfsmanna samtakanna í löndunum tveimur en ekki var brugðist við á viðeigandi hátt. Þannig bárust tilkynningar um Roland van Hauwermeiren, svæðisstjóra Oxfam á Haítí, til samtakanna á meðan hann starfaði í Chad og áður en hann fór til starfa á Haítí. Stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, segir að Lawrence hafi fundist sem skandallinn hafi orðið á hennar vakt og hún taki ábyrgð. „Fleiri sögur hafa borist um helgina sem gefa til kynna að fólk hafi tilkynnt um hvað var í gangi á Haítí og í Chad án þess að brugðist hafi verið við á þeim tíma,“ segir Goldring. Uppsögn Lawrence kom eftir fund stjórnenda Oxfam með Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, vegna skandalsins en samtökin fá milljarða á ári í fjárframlög frá ríkinu. Hefur ráðherrann varað samtökin við því að þau fái ekki frekari fjárframlög bregðist þau ekki rétt við nú. Haítí Mið-Ameríka Tjad Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Penny Lawrence, næstráðandi hjá Oxfam, einum stærstu góðgerðarsamtökum Bretlands, hefur sagt starf sínu lausu í kjölfarið á skandal sem kominn er upp innan samtakanna. Vísir fjallaði fyrr í dag ítarlega um málið en skandallinn snýr meðal annars að kaupum starfsmanna Oxfam á vændi á Haítí þegar þeir voru þar að störfum fyrir samtökin eftir jarðskjálftann 2010. Er meðal annars talið að starfsmennirnir hafi nýtt sér barnungar stúlkur en vændi er ólöglegt á Haítí. Að því er segir í frétt Guardian er ekki aðeins um að ræða atvik á Haítí heldur einnig í Chad. Lawrence var yfir alþjóðlegum verkefnum Oxfam þegar fregnir bárust til stjórnenda um óviðeigandi hegðun starfsmanna samtakanna í löndunum tveimur en ekki var brugðist við á viðeigandi hátt. Þannig bárust tilkynningar um Roland van Hauwermeiren, svæðisstjóra Oxfam á Haítí, til samtakanna á meðan hann starfaði í Chad og áður en hann fór til starfa á Haítí. Stjórnandi Oxfam, Mark Goldring, segir að Lawrence hafi fundist sem skandallinn hafi orðið á hennar vakt og hún taki ábyrgð. „Fleiri sögur hafa borist um helgina sem gefa til kynna að fólk hafi tilkynnt um hvað var í gangi á Haítí og í Chad án þess að brugðist hafi verið við á þeim tíma,“ segir Goldring. Uppsögn Lawrence kom eftir fund stjórnenda Oxfam með Penny Mordaunt, ráðherra þróunarmála, vegna skandalsins en samtökin fá milljarða á ári í fjárframlög frá ríkinu. Hefur ráðherrann varað samtökin við því að þau fái ekki frekari fjárframlög bregðist þau ekki rétt við nú.
Haítí Mið-Ameríka Tjad Tengdar fréttir Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Vændisskandall skekur ein stærstu góðgerðarsamtök Bretlands Ein stærstu og þekktustu góðgerðarsamtök Bretlands, Oxfam, gætu misst fjárframlög sín frá breska ríkinu vegna skandals sem kominn er upp innan samtakanna. 12. febrúar 2018 14:15