„Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2018 14:30 Kalli Bjarni var tekinn með tvö kíló af kókaíni árið 2007. „Ég fer alveg frekar ítarlega í gegnum þetta í þættinum. Ég fór alveg yfir lífið frá því ég er gutti og þangað til þar sem ég er í dag,“ segir Karl Bjarni Guðmundsson, í þættinum Harmageddon á X-977 á föstudagsmorgun. Fjallað var um Kalla Bjarna í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. Kalli Bjarni er fyrsta Idol-stjarna landsins og vann hug og hjörtu þjóðarinnar með sigri sínum í Idolkeppni Stöðvar 2 árið 2004. Kalli Bjarni sagði sögu sína í þættinum í gær en hann var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl árið 2007 en hann var þá tekinn með tvö kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli. „Fólk getur komið úr hvaða æsku sem er og lent í einhverju svona,“ sagði Kalli í þættinum í morgun. Hann mætti í útvarpsþáttinn ásamt blaðakonunni Auði Ösp sem hefur unnið öll viðtölin sem eru í þáttunum Burðardýr. „Allir þeir sem ég hef rætt við í þáttunum koma að einhverju leyti úr brengluðu umhverfi á einhvern hátt,“ sagði Auður. En hvað leiddi Kalla til þess að smygla inn kókaíni? „Þetta gerist eftir frekar marga atburði sem elta hvorn annan. Í mínu tilfelli var ég búinn að nota efnið sem einhverskonar hækju og þetta var komið út einhverju tóma vitleysu. Maður var að vinna á frystitogara en samt að skrimta til að komast í gegnum mánuðinn og þá veit maður að það er eitthvað mikið að.“ Hér að neðan má sjá Kalla flytja finnskt lag til ömmu sinnar sem sýnt var í þættinum í gærkvöldi. Kalli Bjarni og Auður mættu í hljóðver X-ins á föstudaginn. Kalli segist ekki hafa verið í neyslu þegar hann vann Idol-keppnina árið 2004 en hún hafi komið í kjölfarið. „Það var semsagt tekinn ákvörðun um það að ég gæti losnað út úr allri þessari hringavitleysu með því að fara í eina ferð og sækja kókaín. Það er mjög brenglaður raunveruleiki og þegar maður er búinn að keyra á kókaíni í einhvern tíma, þá verður maður mjög veruleikafirrtur,“ segir Kalli en hann átti að smygla inn 700 grömmum frá Frankfurt en þegar hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli voru tvö kíló í töskunni. Þrjár vikur í einangrun „Það hefur greinilega eitthvað klikkað í talningunni hjá þeim úti. Þetta voru 1998 grömm sem ég var tekinn með. Þetta var falið undir fölskum botni í töskunni og svosem ekki mjög fagmannlega staðið af því.“ Kalli segist hafa farið í þriggja vikna einangrun á Litla-Hraun eftir að hafa verið handtekinn. „Ég er spurður spjörunum úr daglega en þegar þeir gefast upp á því þá fer ég út úr einangrun. Þá fer ég að lesa öll blöðin og þær fréttir um sjálfan mig. Þar er mikill pakki að takast á við slíkt.“ Auður segir að Kalli Bjarni skeri sig út frá hinum viðmælendunum, þar sem hann sé þekkt andlit á Íslandi. „Kalli fer svolítið í gegnum þetta í öðru ljósi en aðrir viðmælendur og í þættinum er hann í raun að gera upp líf sitt.“ Söngvarinn segir að lífið hafi ekki verið dans á rósum. „Sjálfsímyndið og allt þetta dót fer svolítið niður. Maður er kannski í hæstu hæðum einn daginn en í næsta mánuði er maður kominn mjög langt niður. Maður þarf að vinna í helling af hlutum. Það er bara að dusta á hnjánum, standa upp og halda áfram. Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt. Ég er að róa með snillingunum á Von GK,“ segir Kalli sem sat inni í um tuttugu mánuði. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Harmageddon Burðardýr Tengdar fréttir Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
„Ég fer alveg frekar ítarlega í gegnum þetta í þættinum. Ég fór alveg yfir lífið frá því ég er gutti og þangað til þar sem ég er í dag,“ segir Karl Bjarni Guðmundsson, í þættinum Harmageddon á X-977 á föstudagsmorgun. Fjallað var um Kalla Bjarna í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. Kalli Bjarni er fyrsta Idol-stjarna landsins og vann hug og hjörtu þjóðarinnar með sigri sínum í Idolkeppni Stöðvar 2 árið 2004. Kalli Bjarni sagði sögu sína í þættinum í gær en hann var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl árið 2007 en hann var þá tekinn með tvö kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli. „Fólk getur komið úr hvaða æsku sem er og lent í einhverju svona,“ sagði Kalli í þættinum í morgun. Hann mætti í útvarpsþáttinn ásamt blaðakonunni Auði Ösp sem hefur unnið öll viðtölin sem eru í þáttunum Burðardýr. „Allir þeir sem ég hef rætt við í þáttunum koma að einhverju leyti úr brengluðu umhverfi á einhvern hátt,“ sagði Auður. En hvað leiddi Kalla til þess að smygla inn kókaíni? „Þetta gerist eftir frekar marga atburði sem elta hvorn annan. Í mínu tilfelli var ég búinn að nota efnið sem einhverskonar hækju og þetta var komið út einhverju tóma vitleysu. Maður var að vinna á frystitogara en samt að skrimta til að komast í gegnum mánuðinn og þá veit maður að það er eitthvað mikið að.“ Hér að neðan má sjá Kalla flytja finnskt lag til ömmu sinnar sem sýnt var í þættinum í gærkvöldi. Kalli Bjarni og Auður mættu í hljóðver X-ins á föstudaginn. Kalli segist ekki hafa verið í neyslu þegar hann vann Idol-keppnina árið 2004 en hún hafi komið í kjölfarið. „Það var semsagt tekinn ákvörðun um það að ég gæti losnað út úr allri þessari hringavitleysu með því að fara í eina ferð og sækja kókaín. Það er mjög brenglaður raunveruleiki og þegar maður er búinn að keyra á kókaíni í einhvern tíma, þá verður maður mjög veruleikafirrtur,“ segir Kalli en hann átti að smygla inn 700 grömmum frá Frankfurt en þegar hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli voru tvö kíló í töskunni. Þrjár vikur í einangrun „Það hefur greinilega eitthvað klikkað í talningunni hjá þeim úti. Þetta voru 1998 grömm sem ég var tekinn með. Þetta var falið undir fölskum botni í töskunni og svosem ekki mjög fagmannlega staðið af því.“ Kalli segist hafa farið í þriggja vikna einangrun á Litla-Hraun eftir að hafa verið handtekinn. „Ég er spurður spjörunum úr daglega en þegar þeir gefast upp á því þá fer ég út úr einangrun. Þá fer ég að lesa öll blöðin og þær fréttir um sjálfan mig. Þar er mikill pakki að takast á við slíkt.“ Auður segir að Kalli Bjarni skeri sig út frá hinum viðmælendunum, þar sem hann sé þekkt andlit á Íslandi. „Kalli fer svolítið í gegnum þetta í öðru ljósi en aðrir viðmælendur og í þættinum er hann í raun að gera upp líf sitt.“ Söngvarinn segir að lífið hafi ekki verið dans á rósum. „Sjálfsímyndið og allt þetta dót fer svolítið niður. Maður er kannski í hæstu hæðum einn daginn en í næsta mánuði er maður kominn mjög langt niður. Maður þarf að vinna í helling af hlutum. Það er bara að dusta á hnjánum, standa upp og halda áfram. Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt. Ég er að róa með snillingunum á Von GK,“ segir Kalli sem sat inni í um tuttugu mánuði. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Harmageddon Burðardýr Tengdar fréttir Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Tveggja vasaklúta flutningur Kalla Bjarna til ömmu Tónlistarmaðurinn og sjóarinn Karl Bjarni Guðmundsson var til umfjöllunar í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 10:30