Sýndi tveimur föstum Kínverjum sveitina og gaf þeim síðan í nefið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. febrúar 2018 06:00 Ferðamennirnir tveir, sáttir við matarborðið. Viðar Drjúgur hluti landsmanna hélt sig innandyra í gær enda lítið hægt að vera á ferðinni sökum veðurs. Það gilti líka um þá tvo kínversku ferðamenn sem Viðar Guðmundsson, bóndi í Miðhúsum í Kollafirði, hefur hýst frá því á laugardaginn. „Við fundum þau hérna þar sem bíllinn þeirra hafði farið út af. Þau voru að bíða eftir dráttarbíl,“ segir Viðar. Ljóst var að mati Viðars að þau væru ekki að fara neitt áfram á bílnum sem þau voru á. Til þess hafi færðin verið allt of þung. Miðhúsamenn brugðu þá á það ráð að bjóða ferðamönnunum heim með sér til að bíða storminn af sér.Viðar Guðmundsson, bóndi, með gestunum.Viðar„Þau eru hér enn. Það er allt ófært,“ segir Viðar en Fréttablaðið náði af honum tali í gærkvöldi. Býst Viðar við því að ferðamennirnir komist í burtu í dag enda hvorki færð né ferðaveður í gær. Ekki var boðlegt að ferðamennirnir sætu bara og létu sér leiðast. „Þau eru áhugasöm um Ísland og eru búin að koma með okkur í fjárhúsin og hafa fengið að fræðast um eitt og annað tengt landinu. Svo hafa þau fengið í nefið og gert ýmislegt annað sem allir þurfa að gera sem hingað koma,“ segir Viðar. Að sögn Viðars eru ferðamennirnir ánægðir með ævintýrið. „Þau eru afskaplega ánægð með að hafa lent í einhverju svona lókal. Hann sagði, maðurinn, að hann hefði komið á sama tíma í fyrra. Þá var ekki snjókorn að sjá,“ segir Viðar. Hann bætir því við að karlmaðurinn kínverski hafi því verið að vonast eftir því, eftir snjólausa síðustu ferð sína, að hann fengi að sjá smá snjó í þetta skiptið. „En núna er hann á því að hann sé búinn að fá að sjá alveg nóg af snjó,“ segir Viðar enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Sjá meira
Drjúgur hluti landsmanna hélt sig innandyra í gær enda lítið hægt að vera á ferðinni sökum veðurs. Það gilti líka um þá tvo kínversku ferðamenn sem Viðar Guðmundsson, bóndi í Miðhúsum í Kollafirði, hefur hýst frá því á laugardaginn. „Við fundum þau hérna þar sem bíllinn þeirra hafði farið út af. Þau voru að bíða eftir dráttarbíl,“ segir Viðar. Ljóst var að mati Viðars að þau væru ekki að fara neitt áfram á bílnum sem þau voru á. Til þess hafi færðin verið allt of þung. Miðhúsamenn brugðu þá á það ráð að bjóða ferðamönnunum heim með sér til að bíða storminn af sér.Viðar Guðmundsson, bóndi, með gestunum.Viðar„Þau eru hér enn. Það er allt ófært,“ segir Viðar en Fréttablaðið náði af honum tali í gærkvöldi. Býst Viðar við því að ferðamennirnir komist í burtu í dag enda hvorki færð né ferðaveður í gær. Ekki var boðlegt að ferðamennirnir sætu bara og létu sér leiðast. „Þau eru áhugasöm um Ísland og eru búin að koma með okkur í fjárhúsin og hafa fengið að fræðast um eitt og annað tengt landinu. Svo hafa þau fengið í nefið og gert ýmislegt annað sem allir þurfa að gera sem hingað koma,“ segir Viðar. Að sögn Viðars eru ferðamennirnir ánægðir með ævintýrið. „Þau eru afskaplega ánægð með að hafa lent í einhverju svona lókal. Hann sagði, maðurinn, að hann hefði komið á sama tíma í fyrra. Þá var ekki snjókorn að sjá,“ segir Viðar. Hann bætir því við að karlmaðurinn kínverski hafi því verið að vonast eftir því, eftir snjólausa síðustu ferð sína, að hann fengi að sjá smá snjó í þetta skiptið. „En núna er hann á því að hann sé búinn að fá að sjá alveg nóg af snjó,“ segir Viðar enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Sjá meira