Lagabreytingatillögum frestað til næsta ársþings Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2018 09:00 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Vísir Sjötugasta og annað ársþing KSÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica á laugardaginn. Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) koma nýir inn í aðalstjórn KSÍ. Gísli Gíslason (Akranesi) og Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) voru endurkjörin í aðalstjórnina. Alls buðu 10 einstaklingar sig fram. Rúnar Vífill Arnarson (Keflavík), sem hefur setið í aðalstjórn KSÍ í 10 ár, var ekki endurkjörinn. Auk Inga, Valgeirs, Gísla og Ragnhildar sitja Guðrún Inga Sívertsen (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Magnús Gylfason (Hafnarfirði) og Vignir Már Þormóðsson (Akureyri) í aðalstjórn KSÍ. Kjörtímabili þeirra lýkur á næsta ári. Stjórn KSÍ lagði til lagabreytingu um að kosið yrði um formann knattspyrnusambandsins á þriggja en ekki tveggja ára fresti. Það var einnig lagt til að formaður KSÍ mætti ekki sitja lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt. Nítján af þeim 24 félögum sem eru hluti af Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaga í tveimur efstu deildum karla, lögðu til breytingar á vægi þingfulltrúa, þ.e. að stærri félög fengju fleiri fulltrúa á ársþingi KSÍ. Þau lögðu einnig til að Íslenskur toppfótbolti fengi tvo áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum KSÍ. Þá var einnig lagt til að kjör formanns og stjórnar yrði óbreytt. Svo fór að lagabreytingartillögunum var frestað fram til næsta ársþings KSÍ og þeim vísað til laganefndar sambandsins. Staðan er því í raun óbreytt. Tillaga Reynis Sandgerðis um að fjölga liðum í 3. deild karla úr 10 í 12 var samþykkt. Næsta sumar komast því þrjú lið upp úr 4. deildinni en aðeins eitt fellur úr þeirri þriðju. Efstu fjórar deildir karla verða því allar skipaðar 12 liðum árið 2019. Þá var tillaga stjórnar KSÍ um að skorað yrði á íslensk stjórnvöld að fara hina svokölluðu „skosku leið“ samþykkt. KSÍ óskar þar með eftir stuðningi íslenska ríkisins við að lækka ferðakostnað liða á landsbyggðinni. Þessi háttur hefur verið hafður á í Skotlandi síðan 2005 og gefist vel. „Markmiðið með ADS er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betra aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í okkar tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS,“ segir í tillögu stjórnar KSÍ. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Sjötugasta og annað ársþing KSÍ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica á laugardaginn. Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) koma nýir inn í aðalstjórn KSÍ. Gísli Gíslason (Akranesi) og Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) voru endurkjörin í aðalstjórnina. Alls buðu 10 einstaklingar sig fram. Rúnar Vífill Arnarson (Keflavík), sem hefur setið í aðalstjórn KSÍ í 10 ár, var ekki endurkjörinn. Auk Inga, Valgeirs, Gísla og Ragnhildar sitja Guðrún Inga Sívertsen (Reykjavík), Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi), Magnús Gylfason (Hafnarfirði) og Vignir Már Þormóðsson (Akureyri) í aðalstjórn KSÍ. Kjörtímabili þeirra lýkur á næsta ári. Stjórn KSÍ lagði til lagabreytingu um að kosið yrði um formann knattspyrnusambandsins á þriggja en ekki tveggja ára fresti. Það var einnig lagt til að formaður KSÍ mætti ekki sitja lengur en fjögur kjörtímabil samfleytt. Nítján af þeim 24 félögum sem eru hluti af Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaga í tveimur efstu deildum karla, lögðu til breytingar á vægi þingfulltrúa, þ.e. að stærri félög fengju fleiri fulltrúa á ársþingi KSÍ. Þau lögðu einnig til að Íslenskur toppfótbolti fengi tvo áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum KSÍ. Þá var einnig lagt til að kjör formanns og stjórnar yrði óbreytt. Svo fór að lagabreytingartillögunum var frestað fram til næsta ársþings KSÍ og þeim vísað til laganefndar sambandsins. Staðan er því í raun óbreytt. Tillaga Reynis Sandgerðis um að fjölga liðum í 3. deild karla úr 10 í 12 var samþykkt. Næsta sumar komast því þrjú lið upp úr 4. deildinni en aðeins eitt fellur úr þeirri þriðju. Efstu fjórar deildir karla verða því allar skipaðar 12 liðum árið 2019. Þá var tillaga stjórnar KSÍ um að skorað yrði á íslensk stjórnvöld að fara hina svokölluðu „skosku leið“ samþykkt. KSÍ óskar þar með eftir stuðningi íslenska ríkisins við að lækka ferðakostnað liða á landsbyggðinni. Þessi háttur hefur verið hafður á í Skotlandi síðan 2005 og gefist vel. „Markmiðið með ADS er að auka aðgengi að flugþjónustu á viðráðanlegu verði frá jaðarbyggðum. Að íbúar með heimilisfesti á skilgreindum jaðarsvæðum hafi betra aðgengi að stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu og stuðli að meiri félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu. Íbúar með lögheimili á skilgreindum landssvæðum fá aðgang að ADS og greiða 50% af flugfari sem í okkar tilfelli væri til Reykjavíkur. Í Skotlandi fá einnig ýmis félagasamtök s.s. góðgerðarfélög, íþróttafélög, björgunarsveitir o.fl. aðgang að ADS,“ segir í tillögu stjórnar KSÍ.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira