Vilja hefja frekara samstarf milli Suður-Kóreu og Íslands í menntamálum Ingvar Þór Björnsson skrifar 11. febrúar 2018 18:34 Lilja Dögg segir að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur og marki nýtt upphaf í samskiptum þjóðanna á sviði menntamála. Stjórnarráðið Kim sang-Kon, menntamálaráðherra og varaforsætisráðherra Suður-Kóreu, tók á móti Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í Seoul í dag. Á fundinum var ákveðið að hefja samstarf á milli menntamálaráðuneytanna með það að leiðarljósi að efla menntun, rannsóknir og þróun. Nú þegar eru samningar á milli háskóla ríkjanna um skiptinám. Suður-Kóreska menntakerfið hefur komið vel út í alþjóðlegum samanburði. Kim sagði að velgengni menntakerfisins væri góð umgjörð í kringum kennarastarfið en það nýtur mikillar virðingar þar í landi. Þá kom einnig fram í máli hans að stjórnvöld í Suður-Kóreu leggi áherslu á samkeppnishæft starfsumhverfi fyrir kennara og rík áhersla sé lögð á símenntun þeirra. Lilja Dögg segir að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur og marki nýtt upphaf í samskiptum þjóðanna á sviði menntamála. „Kennarastarfið er í hávegum haft í Suður-Kóreu og færri komast að í kennaranámið en vilja. Það er mikilvægt að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið og fara í markvissar aðgerðir til takast á við þann mikla kennaraskort sem blasir við að öðru óbreyttu“, segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Lilja Dögg hefur undanfarna daga kynnt sér suður-kóreskar menntastofnanir en hún er nú stödd á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Skóla - og menntamál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Kim sang-Kon, menntamálaráðherra og varaforsætisráðherra Suður-Kóreu, tók á móti Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í Seoul í dag. Á fundinum var ákveðið að hefja samstarf á milli menntamálaráðuneytanna með það að leiðarljósi að efla menntun, rannsóknir og þróun. Nú þegar eru samningar á milli háskóla ríkjanna um skiptinám. Suður-Kóreska menntakerfið hefur komið vel út í alþjóðlegum samanburði. Kim sagði að velgengni menntakerfisins væri góð umgjörð í kringum kennarastarfið en það nýtur mikillar virðingar þar í landi. Þá kom einnig fram í máli hans að stjórnvöld í Suður-Kóreu leggi áherslu á samkeppnishæft starfsumhverfi fyrir kennara og rík áhersla sé lögð á símenntun þeirra. Lilja Dögg segir að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur og marki nýtt upphaf í samskiptum þjóðanna á sviði menntamála. „Kennarastarfið er í hávegum haft í Suður-Kóreu og færri komast að í kennaranámið en vilja. Það er mikilvægt að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið og fara í markvissar aðgerðir til takast á við þann mikla kennaraskort sem blasir við að öðru óbreyttu“, segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Lilja Dögg hefur undanfarna daga kynnt sér suður-kóreskar menntastofnanir en hún er nú stödd á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu.
Skóla - og menntamál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira