Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2018 15:45 Telja má mikla mildi að ekki hafi orðið harkalegur árekstur í botni Kollafjarðar síðdegis í gær. Friðrik Helgi Friðriksson ók þá í átt að höfuðborgarsvæðinu þegar fólksbíll kom skyndilega stjórnlaus og skautaði um á veginum. Mbl.is greindi fyrst frá í morgun. Friðrik segir í samtali við Vísi að hann hafi verið á leiðinni í bæinn þegar bíllinn birtist skyndilega.„Ég sé að bíllinn kemur á móti mér og skautar yfir á rangan vegahelming,“ segir Friðrik Helgi. Sem betur fer fór bíllinn framhjá bíl Friðriks sem er með myndavél í framrúðunni sem tók atvikið upp. Friðrik Helgi segir bílinn hafa hafnað með afturendann í ruðningi úti í kanti og staðnæmst öfugur en þó á réttum vegahelmingi. Ótrúlegt en satt segist Friðrik Helgi ekki hafa orðið hræddur þegar bíllinn birtist.„Nei, reyndar ekki. Maður sá hvað var að gerast og ég færði mig út í kant, fékk kannski aðeins í magann en svo hugsar maður ekkert um þetta.“Hann segir tilefni til að birta myndbandið í tilefni umræðu um þennan vegakafla. Banaslys varð skammt frá í byrjun árs og hafa Akurnesingar krafist endurbóta á veginum.Aftakaveður er á landinu í dag en fylgjast má með helstu tíðindum í Veðurvaktinni hér að neðan.
Telja má mikla mildi að ekki hafi orðið harkalegur árekstur í botni Kollafjarðar síðdegis í gær. Friðrik Helgi Friðriksson ók þá í átt að höfuðborgarsvæðinu þegar fólksbíll kom skyndilega stjórnlaus og skautaði um á veginum. Mbl.is greindi fyrst frá í morgun. Friðrik segir í samtali við Vísi að hann hafi verið á leiðinni í bæinn þegar bíllinn birtist skyndilega.„Ég sé að bíllinn kemur á móti mér og skautar yfir á rangan vegahelming,“ segir Friðrik Helgi. Sem betur fer fór bíllinn framhjá bíl Friðriks sem er með myndavél í framrúðunni sem tók atvikið upp. Friðrik Helgi segir bílinn hafa hafnað með afturendann í ruðningi úti í kanti og staðnæmst öfugur en þó á réttum vegahelmingi. Ótrúlegt en satt segist Friðrik Helgi ekki hafa orðið hræddur þegar bíllinn birtist.„Nei, reyndar ekki. Maður sá hvað var að gerast og ég færði mig út í kant, fékk kannski aðeins í magann en svo hugsar maður ekkert um þetta.“Hann segir tilefni til að birta myndbandið í tilefni umræðu um þennan vegakafla. Banaslys varð skammt frá í byrjun árs og hafa Akurnesingar krafist endurbóta á veginum.Aftakaveður er á landinu í dag en fylgjast má með helstu tíðindum í Veðurvaktinni hér að neðan.
Samgöngur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira