„Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 19:30 Miðflokkurinn mun bjóða fram lista víða um land í sveitastjórnarkosningunum að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sótti fyrsta flokksráðsfund flokksins í dag. Borgarstjóraefnið Vigdís Hauksdóttir, segir markmiðið að ná að minnsta kosti fjórum borgarstjórnarfulltrúum. Þingmenn Miðflokksins sáu um ræðuhöldin á fyrsta flokksráðsfundi flokksins í dag sökum veikinda formannsins sem lofaði í staðinn þéttri stefnuræðu á landsþinginu í mars. Gunnar Bragi Sveinsson skaut fast á ríkisstjórnina. „Þetta er sósíalistastjórn í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks," sagði hann. „Enda ef við lesum stjórnarsáttmálann þá er þetta einhver moðsuða ekki neitt. Þetta er moðsuða um völd, um stóla. Það er ekkert af stefnumálum Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks inni í þessum sáttmála," sagði Gunnar Bragi á fundinum í dag. Formaðurinn sagði verkaskiptingu innan flokksins vera meðal helstu verkefna fundarins. „Verst að ég sjálfur er frekar slappur. Þetta er svona eins og að vera lasinn á jólunum," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Miðflokkurinn hyggst tefla fram listum í sveitastjórnarkosningunum í vor en í gærkvöldi var Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, kynnt sem borgarstjórnarefni. „Víða um land eru menn að undirbúa framboð til sveitastjórna og ég held að við verðum með marga flotta lista í þessum kosningum og mikla stemningu. Ætlum að hafa gaman að þessu og ná árangri í samræmi við það," segir Sigmundur Davíð. Vigdís hyggur á stórsókn. „Ég treysti mér til þess að við náum fjórum til sex borgarfulltrúum," segir hún. Það verður að stöðva þessa skuldasöfnun sem er búið að koma borginni í og ég hef verið að tala um það hér í dag að það verða ekki nein útgjalda kosningaloforð af hendi Miðflokksins nema það komi sparnaður á móti," segir Vigdís. Hún sóttist ekki eftir endurkjöri í Alþingiskosningunum 2016 og segist hafa saknað stjórnmálanna. „Það segja nú einhverjir: „Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus." Ég hef haft brennandi áhuga á stjórnmálum frá því að ég var ung," segir Vigdís. Ekki kom til greina að slást í raðir Framsóknarmanna í borginni. „Þegar þessar sviptingar áttu sér stað innan Framsóknarflokksins var það aldrei neinn vafi hjá mér hvorum formanninum ég myndi fylgja og ég gekk leiðina með Sigmundi Davíð," segir Vigdís. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44 Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Miðflokkurinn mun bjóða fram lista víða um land í sveitastjórnarkosningunum að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sótti fyrsta flokksráðsfund flokksins í dag. Borgarstjóraefnið Vigdís Hauksdóttir, segir markmiðið að ná að minnsta kosti fjórum borgarstjórnarfulltrúum. Þingmenn Miðflokksins sáu um ræðuhöldin á fyrsta flokksráðsfundi flokksins í dag sökum veikinda formannsins sem lofaði í staðinn þéttri stefnuræðu á landsþinginu í mars. Gunnar Bragi Sveinsson skaut fast á ríkisstjórnina. „Þetta er sósíalistastjórn í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks," sagði hann. „Enda ef við lesum stjórnarsáttmálann þá er þetta einhver moðsuða ekki neitt. Þetta er moðsuða um völd, um stóla. Það er ekkert af stefnumálum Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks inni í þessum sáttmála," sagði Gunnar Bragi á fundinum í dag. Formaðurinn sagði verkaskiptingu innan flokksins vera meðal helstu verkefna fundarins. „Verst að ég sjálfur er frekar slappur. Þetta er svona eins og að vera lasinn á jólunum," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Miðflokkurinn hyggst tefla fram listum í sveitastjórnarkosningunum í vor en í gærkvöldi var Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, kynnt sem borgarstjórnarefni. „Víða um land eru menn að undirbúa framboð til sveitastjórna og ég held að við verðum með marga flotta lista í þessum kosningum og mikla stemningu. Ætlum að hafa gaman að þessu og ná árangri í samræmi við það," segir Sigmundur Davíð. Vigdís hyggur á stórsókn. „Ég treysti mér til þess að við náum fjórum til sex borgarfulltrúum," segir hún. Það verður að stöðva þessa skuldasöfnun sem er búið að koma borginni í og ég hef verið að tala um það hér í dag að það verða ekki nein útgjalda kosningaloforð af hendi Miðflokksins nema það komi sparnaður á móti," segir Vigdís. Hún sóttist ekki eftir endurkjöri í Alþingiskosningunum 2016 og segist hafa saknað stjórnmálanna. „Það segja nú einhverjir: „Einu sinni pólitíkus, alltaf pólitíkus." Ég hef haft brennandi áhuga á stjórnmálum frá því að ég var ung," segir Vigdís. Ekki kom til greina að slást í raðir Framsóknarmanna í borginni. „Þegar þessar sviptingar áttu sér stað innan Framsóknarflokksins var það aldrei neinn vafi hjá mér hvorum formanninum ég myndi fylgja og ég gekk leiðina með Sigmundi Davíð," segir Vigdís.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44 Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Vigdís leiðir Miðflokkinn í borginni Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. 9. febrúar 2018 20:44
Boðar sigur sem tekið verður eftir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum í Reykjavík. 10. febrúar 2018 07:00