Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. febrúar 2018 13:02 Ásmundur Friðriksson Fréttablaðið/Pjetur Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. Þetta segir forseti Alþingis, en forsætisnefnd hyggst taka reglurnar til endurskoðunar. Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup er ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar, sem setur reglurnar. „En það er auðvitað eitt sem mætti velta fyrir sér hvort að það ætti að setja á þetta einhvert þak, einhver efri mörk. Bara svo þetta væri frekar hafið yfir gagnrýni. Það má reyndar segja að það sé kominn í þetta. Það má reyndar segja að á vissan hátt sé komin inn í þetta bremsa af því tagi því nú er krafist þess að þingmenn noti bílaleigubíla ef aksturinn fer yfir 15.000 kílómetra á ári.“ Segir hann einnig að verið sé að skerpa á þessum reglum núna. Steingrímur bendir á að greiddur aksturskostnaður hafi lækkað mikið undanfarin ár, en þannig fengu þeir 10 sem mest óku tæpar 60 milljónir greiddar árið 2013, en talan í fyrra var aðeins helmingur þess. Steingrímur segir þó að alltaf megi skoða leiðir til aukinnar hagræðingar. „Án þess að ég vilji segja mikið á þessu stigi þá erum við að velta ýmsu fyrir okkur í þessu sambandi í forsætisnefnd.“ Greiddur kostnaður fyrir landsbyggðarþingmenn vegna ferðalaga og eftir atvikum búsetu utan heimilis leggst ofan á þingfararkaup þeirra sem í grunninn er um 1,1 milljón. Margir þingmenn fá þó auk þess ýmiss konar álag, meðal annars fyrir nefndarsetu og formennsku í flokkum. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. Þetta segir forseti Alþingis, en forsætisnefnd hyggst taka reglurnar til endurskoðunar. Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup er ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar, sem setur reglurnar. „En það er auðvitað eitt sem mætti velta fyrir sér hvort að það ætti að setja á þetta einhvert þak, einhver efri mörk. Bara svo þetta væri frekar hafið yfir gagnrýni. Það má reyndar segja að það sé kominn í þetta. Það má reyndar segja að á vissan hátt sé komin inn í þetta bremsa af því tagi því nú er krafist þess að þingmenn noti bílaleigubíla ef aksturinn fer yfir 15.000 kílómetra á ári.“ Segir hann einnig að verið sé að skerpa á þessum reglum núna. Steingrímur bendir á að greiddur aksturskostnaður hafi lækkað mikið undanfarin ár, en þannig fengu þeir 10 sem mest óku tæpar 60 milljónir greiddar árið 2013, en talan í fyrra var aðeins helmingur þess. Steingrímur segir þó að alltaf megi skoða leiðir til aukinnar hagræðingar. „Án þess að ég vilji segja mikið á þessu stigi þá erum við að velta ýmsu fyrir okkur í þessu sambandi í forsætisnefnd.“ Greiddur kostnaður fyrir landsbyggðarþingmenn vegna ferðalaga og eftir atvikum búsetu utan heimilis leggst ofan á þingfararkaup þeirra sem í grunninn er um 1,1 milljón. Margir þingmenn fá þó auk þess ýmiss konar álag, meðal annars fyrir nefndarsetu og formennsku í flokkum.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41