Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. febrúar 2018 13:02 Ásmundur Friðriksson Fréttablaðið/Pjetur Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. Þetta segir forseti Alþingis, en forsætisnefnd hyggst taka reglurnar til endurskoðunar. Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup er ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar, sem setur reglurnar. „En það er auðvitað eitt sem mætti velta fyrir sér hvort að það ætti að setja á þetta einhvert þak, einhver efri mörk. Bara svo þetta væri frekar hafið yfir gagnrýni. Það má reyndar segja að það sé kominn í þetta. Það má reyndar segja að á vissan hátt sé komin inn í þetta bremsa af því tagi því nú er krafist þess að þingmenn noti bílaleigubíla ef aksturinn fer yfir 15.000 kílómetra á ári.“ Segir hann einnig að verið sé að skerpa á þessum reglum núna. Steingrímur bendir á að greiddur aksturskostnaður hafi lækkað mikið undanfarin ár, en þannig fengu þeir 10 sem mest óku tæpar 60 milljónir greiddar árið 2013, en talan í fyrra var aðeins helmingur þess. Steingrímur segir þó að alltaf megi skoða leiðir til aukinnar hagræðingar. „Án þess að ég vilji segja mikið á þessu stigi þá erum við að velta ýmsu fyrir okkur í þessu sambandi í forsætisnefnd.“ Greiddur kostnaður fyrir landsbyggðarþingmenn vegna ferðalaga og eftir atvikum búsetu utan heimilis leggst ofan á þingfararkaup þeirra sem í grunninn er um 1,1 milljón. Margir þingmenn fá þó auk þess ýmiss konar álag, meðal annars fyrir nefndarsetu og formennsku í flokkum. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. Þetta segir forseti Alþingis, en forsætisnefnd hyggst taka reglurnar til endurskoðunar. Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup er ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar, sem setur reglurnar. „En það er auðvitað eitt sem mætti velta fyrir sér hvort að það ætti að setja á þetta einhvert þak, einhver efri mörk. Bara svo þetta væri frekar hafið yfir gagnrýni. Það má reyndar segja að það sé kominn í þetta. Það má reyndar segja að á vissan hátt sé komin inn í þetta bremsa af því tagi því nú er krafist þess að þingmenn noti bílaleigubíla ef aksturinn fer yfir 15.000 kílómetra á ári.“ Segir hann einnig að verið sé að skerpa á þessum reglum núna. Steingrímur bendir á að greiddur aksturskostnaður hafi lækkað mikið undanfarin ár, en þannig fengu þeir 10 sem mest óku tæpar 60 milljónir greiddar árið 2013, en talan í fyrra var aðeins helmingur þess. Steingrímur segir þó að alltaf megi skoða leiðir til aukinnar hagræðingar. „Án þess að ég vilji segja mikið á þessu stigi þá erum við að velta ýmsu fyrir okkur í þessu sambandi í forsætisnefnd.“ Greiddur kostnaður fyrir landsbyggðarþingmenn vegna ferðalaga og eftir atvikum búsetu utan heimilis leggst ofan á þingfararkaup þeirra sem í grunninn er um 1,1 milljón. Margir þingmenn fá þó auk þess ýmiss konar álag, meðal annars fyrir nefndarsetu og formennsku í flokkum.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41