Frost fór niður í 42 gráður í Noregi Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 28. febrúar 2018 17:00 Mikil snjókoma í Bretlandi hefur valdið röskunum á samgöngum. Visir/AP Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. Bærinn liggur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli en þar búa tæplega 1800 manns. Víða í Noregi fór frost undir 30 stig í nótt. Verdens gang greinir frá. Í Danmörku mældist rúmlega 10 gráðu frost í dag á Norður-Sjálandi. Þar furða menn sig á því að síðasti dagur vetrarins skuli einnig vera sá kaldasti. Mælir DR með því að þau sem eigi sér ekkert sérstakt erindi út fyrir hússins dyr í dag haldi sig heima, súpi á kakói og horfi á sjónvarpið. Mikil snjókoma hefur valdið röskunum í Bretlandi í dag. Tafir hafa verið á samgöngum og ekki var kennt þúsundum skóla í dag. Alls 400 bílar sátu fastir á A1 hraðbrautinni í nótt. Þá hefur breska Veðurstofan gefið út rauða viðvörun fyrir hluta Skotlands. BBC hefur í dag streymt fréttum af veðrinu í rauntíma.Eins og Vísir fjallaði ítarlega um í gær er kuldakastið á meginlandi Evrópu tilkomið vegna röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, sagði að þessi viðsnúningur í veðurfari á norðuskautinu og meginlandinu tengist. Ástæðan væri röskun sem hafi orðið í meginveðurkerfi norðurhvelsins sem hófst um og fyrir miðjan febrúar. Á veturna heldur vestanvindabelti hrollköldu loftinu yfir norðurskautinu að mestu leyti í skorðum þó að það sleppi stundum út í litlum skömmtum eins og Íslendingar þekkja í norðanátt. Um miðjan febrúar hlýnaði hins vegar heiðhvolfið yfir norðurskautinu skyndilega. Sú hlýnun brýtur niður og veikir vestanvindabeltið. „Þegar slaknar á aðhaldi vestanvindabeltisins gerist það að hlýrra loft getur komist lengra norður og inn á heimskautasvæðið og kaldara loft sem alla jafna á heima á heimskautunum fer til suðurs,“ sagði Einar. Óvenju hlýtt er því á Norðurheimskautinu á meðan að óvenju kalt er yfir Evrópu. Erlent Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Fleiri fréttir Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Sjá meira
Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk. Bærinn liggur í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli en þar búa tæplega 1800 manns. Víða í Noregi fór frost undir 30 stig í nótt. Verdens gang greinir frá. Í Danmörku mældist rúmlega 10 gráðu frost í dag á Norður-Sjálandi. Þar furða menn sig á því að síðasti dagur vetrarins skuli einnig vera sá kaldasti. Mælir DR með því að þau sem eigi sér ekkert sérstakt erindi út fyrir hússins dyr í dag haldi sig heima, súpi á kakói og horfi á sjónvarpið. Mikil snjókoma hefur valdið röskunum í Bretlandi í dag. Tafir hafa verið á samgöngum og ekki var kennt þúsundum skóla í dag. Alls 400 bílar sátu fastir á A1 hraðbrautinni í nótt. Þá hefur breska Veðurstofan gefið út rauða viðvörun fyrir hluta Skotlands. BBC hefur í dag streymt fréttum af veðrinu í rauntíma.Eins og Vísir fjallaði ítarlega um í gær er kuldakastið á meginlandi Evrópu tilkomið vegna röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, sagði að þessi viðsnúningur í veðurfari á norðuskautinu og meginlandinu tengist. Ástæðan væri röskun sem hafi orðið í meginveðurkerfi norðurhvelsins sem hófst um og fyrir miðjan febrúar. Á veturna heldur vestanvindabelti hrollköldu loftinu yfir norðurskautinu að mestu leyti í skorðum þó að það sleppi stundum út í litlum skömmtum eins og Íslendingar þekkja í norðanátt. Um miðjan febrúar hlýnaði hins vegar heiðhvolfið yfir norðurskautinu skyndilega. Sú hlýnun brýtur niður og veikir vestanvindabeltið. „Þegar slaknar á aðhaldi vestanvindabeltisins gerist það að hlýrra loft getur komist lengra norður og inn á heimskautasvæðið og kaldara loft sem alla jafna á heima á heimskautunum fer til suðurs,“ sagði Einar. Óvenju hlýtt er því á Norðurheimskautinu á meðan að óvenju kalt er yfir Evrópu.
Erlent Veður Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Fleiri fréttir Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Sjá meira
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Rúmlega 30 stiga frost í Evrópu: Tugir hafa látið lífið Veðuraðstæður hafa verið afar óvenjulegur í Evrópu undanfarna sólahringa. 27. febrúar 2018 21:15