Segir 2007 blæ yfir fundi HÍ um doktorsnám Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 09:00 Nanna Hlín Halldórsdóttir, formaður Félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Það skýtur skökku við að leggja áherslu á tengsl doktorsnáms við atvinnulífið á morgunfundi um stöðu doktorsnáms við Háskóla Íslands. Þetta er mat Nönnu Hlínar Halldórsdóttur, formanns Félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands (Fedon). Morgunfundurinn sem um ræðir ber yfirskriftina Segðu mér doktor - Ávinningur af doktorsnámi fyrir atvinnulífið og er haldinn í Hörpu á morgun. Þar munu, ásamt forseta Íslands, rektor HÍ og menntamálaráðherra taka til máls þau Peder Holk Nielsen, forstjóri Novozymes A/S, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel. Fundarstjóri er Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas. „Rödd doktorsnema er ekki til staðar á þessum fundi,“ segir Nanna Hlín, formaður Fedon, í samtali við Vísi. „Það einhvern veginn gefur auga leið að við ættum að taka þátt í þessari umræðu. En það er ekki talað við okkur. Við erum að reyna að standa fyrir alla nemendur, allan þennan hóp.“Í lýsingu á viðburðinum segir að á fundinum verði fjallað um hvaða þýðingu rannsóknir doktorsnema og leiðbeinenda þeirra hafi í nútímasamfélagi og hvernig hægt sé að efla námið frekar í samstarfi háskóla, atvinnulífs og stjórnvalda.Æskilegra að byrja annars staðar á umræðunni Nanna segir áhersluna á atvinnulífið sérkennilega. „Það er mjög sjaldan sem það er einhver umræða eða einhverjir fundir um gildi eða þýðingu doktorsnáms. Auðvitað fögnum við því að það sé verið að tala um þetta en þetta samhengi vekur upp spurningar. Af hverju er byrjað á því að tala um atvinnulífið?“ Hún nefnir sem dæmi að hægt væri að athuga hvort aðilar atvinnulífsins væru opnir fyrir þátttöku í stofnun einhverskonar rannsóknasjóðs fyrir doktorsrannsóknir sem væri jafnaðgengilegur öllum sviðum. „Það ætti kannski að byrja einhvers staðar annars staðar á þessari umræðu. Byrja að tala við stjórnvöld. Byrja að setja pínu pressu á þau því til þess að hafa gott rannsóknarumhverfi á Íslandi þá þarf doktorsnámið að vera í lagi. Það þarf að vera mikill stuðningur við það og miklu fleiri styrkir í boði fyrir doktorsnema.“Ekki skýrt hver tilgangurinn er Nanna segir að með áherslu á atvinnulíf sé hætt á að þau doktorsverkefni sem hafi ekki augljóst hagnýtingargildi falli í skuggann. „Það er líka svolítill 2007 blær yfir þessu, yfir þessu málþingi. Það er svo skrítið því manni finnst svolítið eins og umræðan sé komin eitthvað allt annað. Hún var þarna árið 2007. Það var rosalega mikið um það að háskólar væru að höfða til atvinnulífsins. Það var frekar viðtekið fyrir tíu árum síðan en nú er búin að vera mjög mikil gagnrýni á það. Þess vegna skýtur svolítið skökku við að það sé aðalpunkturinn,“ segir Nanna. „Það kemur ekki alveg nógu skýrt fram hver tilgangurinn er. Er verið að segja að doktorar og nýdoktorar séu frábærir starfsmenn fyrir þessi fyrirtæki? Á sama tíma er ekki nógu mikið af störfum í háskólanum, þarf ekki líka að styrkja það?“ Doktorsnemar hafa undanfarið reynt að vekja athygli á slæmri stöðu doktorsnema við skólann og hafa meðal annars skorað á rektor að nýta aukið fjármagn til HÍ í að fjölga doktorsstyrkjum við skólann og hefja aftur veitingu nýdoktorsstyrkja. Nanna segir félagið engin viðbrögð hafa fengið vegna áskorunarinnar. „Doktorsnemar eru öðruvísi hópur en aðrir nemendur. Þetta er hópur sem er milli þess að vera nemendur og starfsmenn. Eru oft í nánu samstarfi við fasta akademíska starfsmenn háskólans. Það koma upp alls konar mál sem eru allt öðruvísi en mál annarra nemenda í háskólanum. Við höfum reynt að fá þetta í gegn og sent þessar áskoranir og við höfum hreinlega ekki fengið nein viðbrögð. Ekki einu sinni takk fyrir þetta,“ segir Nanna. „Á sama tíma þá kemur þetta. Segðu mér doktor og það er enginn doktorsnemi sem á að segja neitt.“Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.Háskólinn ekki fílabeinsturn Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist fagna því að Fedon vilji taka þátt, en segir fundinn hafa verið skipulagðan í kringum ávarp Peder Holk Nielsen svo hann gæti miðlað reynslu sinni með íslensku háskólasamfélagi og atvinnulífi, meðal annars hvernig hann og hans fyrirtæki hafi staðið að tengslum atvinnulífs og háskóla. „Eins og ég sé þetta erum við að tala um að auka möguleika stúdenta á því að geta starfað að rannsóknum og það mun mögulega leiða til þess að nemendur geti fengið fleiri styrki. En þetta er bara umræða sem við erum að taka. Við í sjálfu sér erum að horfa fram á veginn, hvernig er hægt að efla íslenskt þekkingarsamfélag og það mun á endanum gagnast öllum,“ segir Jón Atli í samtali við Vísi. Hann segir að háskólinn hafi náð góðum árangri í því að birta vísindagreinar en þegar kemur að hagnýtingu rannsókna sé Ísland enn aftarlega. Þess vegna sé nauðsynlegt að ná samtali við samfélagið og atvinnulífið um hvernig efla megi þann þátt. Hann hafnar því að einhverskonar 2007 bragur sé yfir fundinum. „Mér finnst alveg sjálfsagt að fólk sé gagnrýnið, alveg um að gera, en það er náttúrulega þannig að Háskóli Íslands er ekki fílabeinsturn. Við erum í samfélaginu. Við vinnum með samfélaginu bæði innanlands og utan og atvinnulífinu þar á meðal. Til að starfsemin virki þurfum við að vera í góðu sambandi við alla aðila. Það þýðir ekki að við séum að fórna hér akademísku frelsi eða siðferði vísindanna eða neitt þess háttar. Við þurfum að ná þessu samtali, það er aðalatriðið og svo getum við séð hvert það leiðir okkur.“ Hann segir aðstöðu doktorsnema við skólann vera til skoðunar. „Ég mun ræða við þau og greina þeim frá því hvað er í gangi. En það er mjög gott að félagið haldi þessari umræðu áfram og sé að gæta hagsmuna nemenda, það er mjög mikilvægt. Við erum að vinna í þessu og ég mun funda með þeim mjög fljótlega.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skora á rektor HÍ að bæta stöðu doktorsnáms: „Þetta er rosalega sorglegt ástand“ Védís Ragnheiðardóttir, stjórnarmaður í Félagi doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands (Fedon) og doktorsnemi í íslenskum miðaldabókmenntum, mælir ekki með því fyrir nema í grunnnámi eða mastersnámi að sækja í doktorsnám vegna fjárskorts þegar kemur að styrkveitingum til doktorsnema og nýdoktora. 1. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Það skýtur skökku við að leggja áherslu á tengsl doktorsnáms við atvinnulífið á morgunfundi um stöðu doktorsnáms við Háskóla Íslands. Þetta er mat Nönnu Hlínar Halldórsdóttur, formanns Félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands (Fedon). Morgunfundurinn sem um ræðir ber yfirskriftina Segðu mér doktor - Ávinningur af doktorsnámi fyrir atvinnulífið og er haldinn í Hörpu á morgun. Þar munu, ásamt forseta Íslands, rektor HÍ og menntamálaráðherra taka til máls þau Peder Holk Nielsen, forstjóri Novozymes A/S, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel. Fundarstjóri er Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas. „Rödd doktorsnema er ekki til staðar á þessum fundi,“ segir Nanna Hlín, formaður Fedon, í samtali við Vísi. „Það einhvern veginn gefur auga leið að við ættum að taka þátt í þessari umræðu. En það er ekki talað við okkur. Við erum að reyna að standa fyrir alla nemendur, allan þennan hóp.“Í lýsingu á viðburðinum segir að á fundinum verði fjallað um hvaða þýðingu rannsóknir doktorsnema og leiðbeinenda þeirra hafi í nútímasamfélagi og hvernig hægt sé að efla námið frekar í samstarfi háskóla, atvinnulífs og stjórnvalda.Æskilegra að byrja annars staðar á umræðunni Nanna segir áhersluna á atvinnulífið sérkennilega. „Það er mjög sjaldan sem það er einhver umræða eða einhverjir fundir um gildi eða þýðingu doktorsnáms. Auðvitað fögnum við því að það sé verið að tala um þetta en þetta samhengi vekur upp spurningar. Af hverju er byrjað á því að tala um atvinnulífið?“ Hún nefnir sem dæmi að hægt væri að athuga hvort aðilar atvinnulífsins væru opnir fyrir þátttöku í stofnun einhverskonar rannsóknasjóðs fyrir doktorsrannsóknir sem væri jafnaðgengilegur öllum sviðum. „Það ætti kannski að byrja einhvers staðar annars staðar á þessari umræðu. Byrja að tala við stjórnvöld. Byrja að setja pínu pressu á þau því til þess að hafa gott rannsóknarumhverfi á Íslandi þá þarf doktorsnámið að vera í lagi. Það þarf að vera mikill stuðningur við það og miklu fleiri styrkir í boði fyrir doktorsnema.“Ekki skýrt hver tilgangurinn er Nanna segir að með áherslu á atvinnulíf sé hætt á að þau doktorsverkefni sem hafi ekki augljóst hagnýtingargildi falli í skuggann. „Það er líka svolítill 2007 blær yfir þessu, yfir þessu málþingi. Það er svo skrítið því manni finnst svolítið eins og umræðan sé komin eitthvað allt annað. Hún var þarna árið 2007. Það var rosalega mikið um það að háskólar væru að höfða til atvinnulífsins. Það var frekar viðtekið fyrir tíu árum síðan en nú er búin að vera mjög mikil gagnrýni á það. Þess vegna skýtur svolítið skökku við að það sé aðalpunkturinn,“ segir Nanna. „Það kemur ekki alveg nógu skýrt fram hver tilgangurinn er. Er verið að segja að doktorar og nýdoktorar séu frábærir starfsmenn fyrir þessi fyrirtæki? Á sama tíma er ekki nógu mikið af störfum í háskólanum, þarf ekki líka að styrkja það?“ Doktorsnemar hafa undanfarið reynt að vekja athygli á slæmri stöðu doktorsnema við skólann og hafa meðal annars skorað á rektor að nýta aukið fjármagn til HÍ í að fjölga doktorsstyrkjum við skólann og hefja aftur veitingu nýdoktorsstyrkja. Nanna segir félagið engin viðbrögð hafa fengið vegna áskorunarinnar. „Doktorsnemar eru öðruvísi hópur en aðrir nemendur. Þetta er hópur sem er milli þess að vera nemendur og starfsmenn. Eru oft í nánu samstarfi við fasta akademíska starfsmenn háskólans. Það koma upp alls konar mál sem eru allt öðruvísi en mál annarra nemenda í háskólanum. Við höfum reynt að fá þetta í gegn og sent þessar áskoranir og við höfum hreinlega ekki fengið nein viðbrögð. Ekki einu sinni takk fyrir þetta,“ segir Nanna. „Á sama tíma þá kemur þetta. Segðu mér doktor og það er enginn doktorsnemi sem á að segja neitt.“Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.Háskólinn ekki fílabeinsturn Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist fagna því að Fedon vilji taka þátt, en segir fundinn hafa verið skipulagðan í kringum ávarp Peder Holk Nielsen svo hann gæti miðlað reynslu sinni með íslensku háskólasamfélagi og atvinnulífi, meðal annars hvernig hann og hans fyrirtæki hafi staðið að tengslum atvinnulífs og háskóla. „Eins og ég sé þetta erum við að tala um að auka möguleika stúdenta á því að geta starfað að rannsóknum og það mun mögulega leiða til þess að nemendur geti fengið fleiri styrki. En þetta er bara umræða sem við erum að taka. Við í sjálfu sér erum að horfa fram á veginn, hvernig er hægt að efla íslenskt þekkingarsamfélag og það mun á endanum gagnast öllum,“ segir Jón Atli í samtali við Vísi. Hann segir að háskólinn hafi náð góðum árangri í því að birta vísindagreinar en þegar kemur að hagnýtingu rannsókna sé Ísland enn aftarlega. Þess vegna sé nauðsynlegt að ná samtali við samfélagið og atvinnulífið um hvernig efla megi þann þátt. Hann hafnar því að einhverskonar 2007 bragur sé yfir fundinum. „Mér finnst alveg sjálfsagt að fólk sé gagnrýnið, alveg um að gera, en það er náttúrulega þannig að Háskóli Íslands er ekki fílabeinsturn. Við erum í samfélaginu. Við vinnum með samfélaginu bæði innanlands og utan og atvinnulífinu þar á meðal. Til að starfsemin virki þurfum við að vera í góðu sambandi við alla aðila. Það þýðir ekki að við séum að fórna hér akademísku frelsi eða siðferði vísindanna eða neitt þess háttar. Við þurfum að ná þessu samtali, það er aðalatriðið og svo getum við séð hvert það leiðir okkur.“ Hann segir aðstöðu doktorsnema við skólann vera til skoðunar. „Ég mun ræða við þau og greina þeim frá því hvað er í gangi. En það er mjög gott að félagið haldi þessari umræðu áfram og sé að gæta hagsmuna nemenda, það er mjög mikilvægt. Við erum að vinna í þessu og ég mun funda með þeim mjög fljótlega.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skora á rektor HÍ að bæta stöðu doktorsnáms: „Þetta er rosalega sorglegt ástand“ Védís Ragnheiðardóttir, stjórnarmaður í Félagi doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands (Fedon) og doktorsnemi í íslenskum miðaldabókmenntum, mælir ekki með því fyrir nema í grunnnámi eða mastersnámi að sækja í doktorsnám vegna fjárskorts þegar kemur að styrkveitingum til doktorsnema og nýdoktora. 1. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Skora á rektor HÍ að bæta stöðu doktorsnáms: „Þetta er rosalega sorglegt ástand“ Védís Ragnheiðardóttir, stjórnarmaður í Félagi doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands (Fedon) og doktorsnemi í íslenskum miðaldabókmenntum, mælir ekki með því fyrir nema í grunnnámi eða mastersnámi að sækja í doktorsnám vegna fjárskorts þegar kemur að styrkveitingum til doktorsnema og nýdoktora. 1. febrúar 2018 13:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent