Frestur til uppsagna kjarasamninga þorra verkafólks að renna út Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2018 11:59 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Forseti Alþýðusambandsins segir að ef koma eigi í veg fyrir uppsögn samnnga þurfi að koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrrmálið. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfranar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að seinni partinn í dag og í kvöld muni einstök aðildarfélög innan ASÍ funda með sínu félagsfólki fyrir fund um sextíu formanna verkalýðsfélaga innan ASÍ sem hefst klukkan ellefu í fyrramálið. Ögurstund vegna mögulegra uppsagna kjarasamninga nálgast því frestur til uppsagna rennur út klukkan fjögur á morgun. „Já, já. Þetta ár sem við frestuðum þessum forsendubresti í fyrra er bara að líða núna og þá þarf að taka afstöðu og við erum að vinna í því.“Það er eins og komið hefur fram; að ef það yrði niðurstaðan að samningum verði sagt upp þá gildir það strax frá og með 1. mars? „Já, þá eru félögin laus af því mog geta þá hafið bæði undirbúning kröfugerðar og sett fram. Kröfur. Launahækkun samkvæmt kjarasamningi ætti að vera 1. maí þannig að menn hafa þá tíma til að setja ferlið í gang til að freista þess að ná að ljúka samningi ef til þess kemur fyrir þann tíma,“ segir Gylfi. Miðstjórn Alþýðusambandsins komst að þeirri niðurstöðu um miðja síðustu viku að forsendur gildandi samninga væru brostnar að óbreyttu en Samtök atvinnulífsins segja svo ekki vera. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax. Gylfi segir skiptar skoðanir innan félaganna í Alþýðusambandinu um hvort segja beri upp samningum. „Það hefur alla vega legið ljíst fyrir. Það er meðal annars þess vegna sem við erum að boða til formannafundar með tillögu um að þessi ákvörðun verði tekin í atkvæðagreiðslu á þeim fundi. Einfaldlega til að virða að það eru um þetta skiptar skoðanir. En það breytir því ekki að í lýðræðislegri hreyfingu er það meirihlutinn sem verður að fá að ráða niðurstöðunni. Í hvora áttina sem það er,“ segir forseti ASÍ. Viðræðuskylda hvíli á ASÍ þegar sambandið komist að þeirri niðurstöðu að forsendur samninga hafi brostið. Því sé beðið svara bæði frá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum eftir fundi með þeim. „Það sem hefur farið út af á þessu tímabili er að stjórnvöld hafa verið að skerða í gegnum skattleysismörk, barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisbætur ýmislegt af því sem við máttum reikna með að yrði þessu fólki aðgengilegt. En hefur ekki verið það,“ segir Gylfi. Forsendubresturinn verði því þrátt fyrir að tekist hafi að hækka lægstu launin og gera betur fyrir þá tekjulægstu. „Þá hafa stjórnvöld tekið það til baka með ýmsum skerðingum. Þess vegna höfum við kallað stjórnvöld til ábyrgðar um aðkomu á lausn á þessum vanda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Sjá meira
Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Forseti Alþýðusambandsins segir að ef koma eigi í veg fyrir uppsögn samnnga þurfi að koma uppbyggileg svör frá stjórnvöldum og Samtökum atvinnulífsins fyrir formannafund í fyrrmálið. Fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað innan endurskoðunarnefndar gildandi kjarasamninga undanfranar vikur og einnig átt fjölda funda með leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að seinni partinn í dag og í kvöld muni einstök aðildarfélög innan ASÍ funda með sínu félagsfólki fyrir fund um sextíu formanna verkalýðsfélaga innan ASÍ sem hefst klukkan ellefu í fyrramálið. Ögurstund vegna mögulegra uppsagna kjarasamninga nálgast því frestur til uppsagna rennur út klukkan fjögur á morgun. „Já, já. Þetta ár sem við frestuðum þessum forsendubresti í fyrra er bara að líða núna og þá þarf að taka afstöðu og við erum að vinna í því.“Það er eins og komið hefur fram; að ef það yrði niðurstaðan að samningum verði sagt upp þá gildir það strax frá og með 1. mars? „Já, þá eru félögin laus af því mog geta þá hafið bæði undirbúning kröfugerðar og sett fram. Kröfur. Launahækkun samkvæmt kjarasamningi ætti að vera 1. maí þannig að menn hafa þá tíma til að setja ferlið í gang til að freista þess að ná að ljúka samningi ef til þess kemur fyrir þann tíma,“ segir Gylfi. Miðstjórn Alþýðusambandsins komst að þeirri niðurstöðu um miðja síðustu viku að forsendur gildandi samninga væru brostnar að óbreyttu en Samtök atvinnulífsins segja svo ekki vera. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax. Gylfi segir skiptar skoðanir innan félaganna í Alþýðusambandinu um hvort segja beri upp samningum. „Það hefur alla vega legið ljíst fyrir. Það er meðal annars þess vegna sem við erum að boða til formannafundar með tillögu um að þessi ákvörðun verði tekin í atkvæðagreiðslu á þeim fundi. Einfaldlega til að virða að það eru um þetta skiptar skoðanir. En það breytir því ekki að í lýðræðislegri hreyfingu er það meirihlutinn sem verður að fá að ráða niðurstöðunni. Í hvora áttina sem það er,“ segir forseti ASÍ. Viðræðuskylda hvíli á ASÍ þegar sambandið komist að þeirri niðurstöðu að forsendur samninga hafi brostið. Því sé beðið svara bæði frá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum eftir fundi með þeim. „Það sem hefur farið út af á þessu tímabili er að stjórnvöld hafa verið að skerða í gegnum skattleysismörk, barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisbætur ýmislegt af því sem við máttum reikna með að yrði þessu fólki aðgengilegt. En hefur ekki verið það,“ segir Gylfi. Forsendubresturinn verði því þrátt fyrir að tekist hafi að hækka lægstu launin og gera betur fyrir þá tekjulægstu. „Þá hafa stjórnvöld tekið það til baka með ýmsum skerðingum. Þess vegna höfum við kallað stjórnvöld til ábyrgðar um aðkomu á lausn á þessum vanda,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Sjá meira
Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15