Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. febrúar 2018 06:00 Konur fá að ganga í sádiarabíska herinn á næstunni. Þær fá að keyra bifreið frá og með júní, en um þær fyrirætlanir var tilkynnt í fyrra Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa í fyrsta skipti gert konum kleift að sækja um að þjóna í hernum þar í landi. Hafa konur nú frest þangað til á fimmtudag til að sækja um. Þær verða þó ekki sendar til að berjast erlendis heldur munu þær sinna öryggisgæslu í Riyadh, Mekka, alQassim og Medínu. Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. Á síðasta ári var tilkynnt um að frá og með júní næstkomandi megi konur keyra bíla og þá var tilkynnt um það í síðasta mánuði að konur fái að mæta og horfa á knattspyrnuleiki. Hins vegar hefur reglum um að konur þurfi að hafa karlkyns fylgdarmann ekki verið breytt þrátt fyrir að það sé stefna stjórnvalda. Reglurnar kveða á um að fullorðnar konur þurfi að fá leyfi karlmanns til að ferðast, giftast og jafnvel vinna eða sækja læknisþjónustu. Mega þær heldur ekki tala við sér óskylda karlmenn. Til að sækja um í herinn þarf að uppfylla tólf skilyrði. Meðal annars þarf kona að vera ríkisborgari í SádiArabíu, vera á milli 25 og 35 ára, vera útskrifuð úr framhaldsskóla og eiga, ásamt karlkyns fylgdarmanni, lögheimili í því héraði þar sem konan vill gegna herþjónustu. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Konur í Sádi-Arabíu fá loks að keyra bíl Sádí-Arabía er eina landið í heiminum þar sem konum er bannað að keyra bíl og hafa ýmis mannréttindasamtök mótmælt banninu í gegnum tíðina. 26. september 2017 19:41 Konur í Sádí Arabíu fengu að fara á fótboltaleik Sögulegur atburður átti sér stað í Sádí Arabíu í gær þegar konum var í fyrsta skipti hleypt inn á fótboltavöll. 13. janúar 2018 11:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa í fyrsta skipti gert konum kleift að sækja um að þjóna í hernum þar í landi. Hafa konur nú frest þangað til á fimmtudag til að sækja um. Þær verða þó ekki sendar til að berjast erlendis heldur munu þær sinna öryggisgæslu í Riyadh, Mekka, alQassim og Medínu. Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. Á síðasta ári var tilkynnt um að frá og með júní næstkomandi megi konur keyra bíla og þá var tilkynnt um það í síðasta mánuði að konur fái að mæta og horfa á knattspyrnuleiki. Hins vegar hefur reglum um að konur þurfi að hafa karlkyns fylgdarmann ekki verið breytt þrátt fyrir að það sé stefna stjórnvalda. Reglurnar kveða á um að fullorðnar konur þurfi að fá leyfi karlmanns til að ferðast, giftast og jafnvel vinna eða sækja læknisþjónustu. Mega þær heldur ekki tala við sér óskylda karlmenn. Til að sækja um í herinn þarf að uppfylla tólf skilyrði. Meðal annars þarf kona að vera ríkisborgari í SádiArabíu, vera á milli 25 og 35 ára, vera útskrifuð úr framhaldsskóla og eiga, ásamt karlkyns fylgdarmanni, lögheimili í því héraði þar sem konan vill gegna herþjónustu.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00 Konur í Sádi-Arabíu fá loks að keyra bíl Sádí-Arabía er eina landið í heiminum þar sem konum er bannað að keyra bíl og hafa ýmis mannréttindasamtök mótmælt banninu í gegnum tíðina. 26. september 2017 19:41 Konur í Sádí Arabíu fengu að fara á fótboltaleik Sögulegur atburður átti sér stað í Sádí Arabíu í gær þegar konum var í fyrsta skipti hleypt inn á fótboltavöll. 13. janúar 2018 11:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Konur fagna afléttingu akstursbanns Gleði ríkti á meðal sádiarabískra kvenna í gær eftir að konungur leyfði þeim að keyra. Sádi-Arabía er síðasta ríkið til að heimila konum að aka bifreið. Baráttan fyrir akstursréttindum hefur verið löng. 28. september 2017 06:00
Konur í Sádi-Arabíu fá loks að keyra bíl Sádí-Arabía er eina landið í heiminum þar sem konum er bannað að keyra bíl og hafa ýmis mannréttindasamtök mótmælt banninu í gegnum tíðina. 26. september 2017 19:41
Konur í Sádí Arabíu fengu að fara á fótboltaleik Sögulegur atburður átti sér stað í Sádí Arabíu í gær þegar konum var í fyrsta skipti hleypt inn á fótboltavöll. 13. janúar 2018 11:30