Árs fangelsi fyrir kynlíf með barni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2018 06:00 Maðurinn og stúlkan kynntust í gegnum Snapchat. Vísir/Getty Rúmlega tvítugur karlmaður var fyrir viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stunda kynlíf með fjórtán ára stúlku. Maðurinn var átján ára þegar brotið átti sér stað. Í janúar 2016 leitaði móðir brotaþola á lögreglustöð þar sem dóttir hennar hafði orðið fyrir miklu áreiti af hálfu hins sakfellda og kærustu hans. Rannsókn málsins hófst í kjölfarið. Hinn sakfelldi neitaði sök. Hann sagði að hann og stúlkan hefðu kynnst á Snapchat á vormánuðum 2015. Þau hefðu „náð vel saman og verið ákveðin í því að vilja sofa saman“. Hann sagði að hún hefði sagt honum að hún væri fædd árið 2000. Hins vegar átti hún afmæli síðla árs og var því ekki orðin fimmtán ára þegar samneyti þeirra átti sér stað. Sagði hinn sakfelldi að hann hefði aldrei sofið hjá stelpunni hefði hann vitað aldur hennar. Brotaþoli bar því aftur á móti við að hún hefði sagt ákærða að hún væri aðeins fjórtán ára áður en af kynlífi varð. Í niðurstöðu dómsins segir að hinum sakfellda hefði mátt vera ljóst að stúlkan væri annaðhvort fjórtán eða fimmtán ára. Hann hefði hins vegar ekki gert tilraun til að finna út fæðingardag hennar. Var hann því sakfelldur. Refsing mannsins er bundin almennu tveggja ára skilorði. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur og laun verjanda síns og réttargæslumanns stúlkunnar, alls rúma 1,1 milljón. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður var fyrir viku dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stunda kynlíf með fjórtán ára stúlku. Maðurinn var átján ára þegar brotið átti sér stað. Í janúar 2016 leitaði móðir brotaþola á lögreglustöð þar sem dóttir hennar hafði orðið fyrir miklu áreiti af hálfu hins sakfellda og kærustu hans. Rannsókn málsins hófst í kjölfarið. Hinn sakfelldi neitaði sök. Hann sagði að hann og stúlkan hefðu kynnst á Snapchat á vormánuðum 2015. Þau hefðu „náð vel saman og verið ákveðin í því að vilja sofa saman“. Hann sagði að hún hefði sagt honum að hún væri fædd árið 2000. Hins vegar átti hún afmæli síðla árs og var því ekki orðin fimmtán ára þegar samneyti þeirra átti sér stað. Sagði hinn sakfelldi að hann hefði aldrei sofið hjá stelpunni hefði hann vitað aldur hennar. Brotaþoli bar því aftur á móti við að hún hefði sagt ákærða að hún væri aðeins fjórtán ára áður en af kynlífi varð. Í niðurstöðu dómsins segir að hinum sakfellda hefði mátt vera ljóst að stúlkan væri annaðhvort fjórtán eða fimmtán ára. Hann hefði hins vegar ekki gert tilraun til að finna út fæðingardag hennar. Var hann því sakfelldur. Refsing mannsins er bundin almennu tveggja ára skilorði. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 700 þúsund krónur í miskabætur og laun verjanda síns og réttargæslumanns stúlkunnar, alls rúma 1,1 milljón.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira