Blikar byrja af krafti │ Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu KA sigur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 17:15 Blikar fagna sigri síðasta sumar. Vísir. Breiðablik fer frábærlega af stað í Lengjubikarnum þetta tímabilið en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 16-0. Blikar unnu Magna 3-0 í dag. Elfar Freyr Helgason kom Blikum yfir strax á 12. mínútu og Andri Rafn Yeoman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiksins. Aron Bjarnason kláraði svo leikinn endanlega í uppbótartíma. KA vann dramatískan sigur á KR þar sem sigurmarkið skoraði Frosti Brynjólfsson með glæsilegu marki, en hann er fæddur árið 2000. Akureyringar höfðu komist yfir strax á 9. mínútu með marki frá Elfar Árna Aðalsteinssyni. Óskar Örn Hauksson svaraði fyrir KR á 24. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni í seinni hálfleik og kom KR-ingum yfir. KA menn skoruðu hins vegar tvö mörk á tveggja mínútna kafla, það fyrra frá Daníel Hafsteinssyni og svo tryggði Frosti þeim sigurinn eins og áður segir. Breiðablik er á toppi riðils 2 með fullt hús stiga að þremur leikjum loknum. KA menn eru einnig með fullt hús, en markatala þeirra er ekki alveg eins góð og Blika og því í öðru sætinu. KR er með fjögur stig eftir jafntefli gegn Magna í síðustu umferð. Þróttur R. og ÍR eru án stiga á botninum en þau mætast innbyrðis á morgun. Í riðli 4 vann Grindavík sigur á Selfossi og er með sjö stig á toppi riðilsins. Jóhann Helgi Hannesson kom Grindvíkingum yfir á 26. mínútu og voru gestirnir yfir í hálfleik. Það var svo fyrrum Grindvíkingurinn Gilles Mbang Ondo, sem er á reynslu hjá Selfossi, sem jafnaði leikinn á 76. mínútu. Færeyingurinn Rene Joensen tryggði Grindavík svo sigurinn á 81. mínútu. Grindavík hefur þriggja stiga forystu á FH og Fylki, en leikur Fylkis og Þórs hófst núna klukkan 17:00. Selfoss er hins vegar á botninum án sigurs. Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Breiðablik fer frábærlega af stað í Lengjubikarnum þetta tímabilið en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 16-0. Blikar unnu Magna 3-0 í dag. Elfar Freyr Helgason kom Blikum yfir strax á 12. mínútu og Andri Rafn Yeoman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiksins. Aron Bjarnason kláraði svo leikinn endanlega í uppbótartíma. KA vann dramatískan sigur á KR þar sem sigurmarkið skoraði Frosti Brynjólfsson með glæsilegu marki, en hann er fæddur árið 2000. Akureyringar höfðu komist yfir strax á 9. mínútu með marki frá Elfar Árna Aðalsteinssyni. Óskar Örn Hauksson svaraði fyrir KR á 24. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni í seinni hálfleik og kom KR-ingum yfir. KA menn skoruðu hins vegar tvö mörk á tveggja mínútna kafla, það fyrra frá Daníel Hafsteinssyni og svo tryggði Frosti þeim sigurinn eins og áður segir. Breiðablik er á toppi riðils 2 með fullt hús stiga að þremur leikjum loknum. KA menn eru einnig með fullt hús, en markatala þeirra er ekki alveg eins góð og Blika og því í öðru sætinu. KR er með fjögur stig eftir jafntefli gegn Magna í síðustu umferð. Þróttur R. og ÍR eru án stiga á botninum en þau mætast innbyrðis á morgun. Í riðli 4 vann Grindavík sigur á Selfossi og er með sjö stig á toppi riðilsins. Jóhann Helgi Hannesson kom Grindvíkingum yfir á 26. mínútu og voru gestirnir yfir í hálfleik. Það var svo fyrrum Grindvíkingurinn Gilles Mbang Ondo, sem er á reynslu hjá Selfossi, sem jafnaði leikinn á 76. mínútu. Færeyingurinn Rene Joensen tryggði Grindavík svo sigurinn á 81. mínútu. Grindavík hefur þriggja stiga forystu á FH og Fylki, en leikur Fylkis og Þórs hófst núna klukkan 17:00. Selfoss er hins vegar á botninum án sigurs.
Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira