Vilja fjölga menntuðum lögreglumönnum á vakt Sveinn Arnarsson skrifar 24. febrúar 2018 06:00 Skortur er á menntuðum lögreglumönnum til starfa. Þingmaður segir ófremdarástand ríkja. Vísir/Pjetur Stjórnsýsla Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi skort á faglærðum lögreglumönnum og þá staðreynd að ófaglærðir lögreglumenn geti lent í því að vera einir á vakt í dreifbýli alvarlega. Því skipti miklu máli að bæta stöðuna og fjölga menntuðum lögreglumönnum í starfi. „Þessi staða sem upp er komin er í einu orði sagt grafalvarleg,“ segir Snorri. „En þetta er hins vegar staða sem var viðbúið að kæmi upp þegar ákvörðun var tekin um að hefja háskólanám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og leggja niður lögregluskólann um leið. Þá myndast gat í útskrift menntaðra lögreglumanna.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að líklegt þykir að ómenntaðir lögreglumenn verði einsamlir við skyldustörf á þjóðvegum landsins í sumar vegna fjárskorts lögregluembætta. Þeir lögreglumenn hafa ekki leyfi til að aka forgangsakstur sem eykur enn á viðbragðstíma lögreglunnar í dreifbýli. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ræddi stöðu lögreglunnar á þingi í vikunni við dómsmálaráðherra. Hann segir fækkun í lögregluliðinu gera lítið annað en minnka þá þjónustu sem landsmenn fá. „Til að mynda hefur ekki verið lögreglumaður á vakt í Dalasýslu. Þegar eitthvað gerist þar þarf lögreglumaður að koma annars staðar að. Það er ófremdarástand í löggæslumálum hér á landi og sveltistefnan hefur varað nógu lengi. Nú er mál að linni. Verið er að gefa vogunarsjóðum banka á lítinn pening og því er greinilegt að nóg er til í kassanum til að veita inn í málaflokkinn,“ segir Þorsteinn. Í síðustu fjárlagagerð var fjögur hundruð milljónum króna varið aukalega í lögregluna frá því sem var árið áður. Hins vegar var það mat Ríkislögreglustjóra að nauðsynlegt hefði verið að bæta við þremur milljörðum króna vegna fjölgunar ferðamanna, aukinnar umferðar á vegum úti og til að vega upp á móti þeirri fækkun sem orðið hefur í lögregluliðinu síðustu ár. Álag á lögreglumenn í störfum hefur aukist mikið hin síðari ár sem birtist í auknum langtímaveikindum lögreglumanna og auknu brottfalli menntaðra lögreglumanna úr stéttinni. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Stjórnsýsla Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi skort á faglærðum lögreglumönnum og þá staðreynd að ófaglærðir lögreglumenn geti lent í því að vera einir á vakt í dreifbýli alvarlega. Því skipti miklu máli að bæta stöðuna og fjölga menntuðum lögreglumönnum í starfi. „Þessi staða sem upp er komin er í einu orði sagt grafalvarleg,“ segir Snorri. „En þetta er hins vegar staða sem var viðbúið að kæmi upp þegar ákvörðun var tekin um að hefja háskólanám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og leggja niður lögregluskólann um leið. Þá myndast gat í útskrift menntaðra lögreglumanna.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að líklegt þykir að ómenntaðir lögreglumenn verði einsamlir við skyldustörf á þjóðvegum landsins í sumar vegna fjárskorts lögregluembætta. Þeir lögreglumenn hafa ekki leyfi til að aka forgangsakstur sem eykur enn á viðbragðstíma lögreglunnar í dreifbýli. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, ræddi stöðu lögreglunnar á þingi í vikunni við dómsmálaráðherra. Hann segir fækkun í lögregluliðinu gera lítið annað en minnka þá þjónustu sem landsmenn fá. „Til að mynda hefur ekki verið lögreglumaður á vakt í Dalasýslu. Þegar eitthvað gerist þar þarf lögreglumaður að koma annars staðar að. Það er ófremdarástand í löggæslumálum hér á landi og sveltistefnan hefur varað nógu lengi. Nú er mál að linni. Verið er að gefa vogunarsjóðum banka á lítinn pening og því er greinilegt að nóg er til í kassanum til að veita inn í málaflokkinn,“ segir Þorsteinn. Í síðustu fjárlagagerð var fjögur hundruð milljónum króna varið aukalega í lögregluna frá því sem var árið áður. Hins vegar var það mat Ríkislögreglustjóra að nauðsynlegt hefði verið að bæta við þremur milljörðum króna vegna fjölgunar ferðamanna, aukinnar umferðar á vegum úti og til að vega upp á móti þeirri fækkun sem orðið hefur í lögregluliðinu síðustu ár. Álag á lögreglumenn í störfum hefur aukist mikið hin síðari ár sem birtist í auknum langtímaveikindum lögreglumanna og auknu brottfalli menntaðra lögreglumanna úr stéttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira