Klæðast rauðu og svörtu á Eddunni í ár Ritstjórn skrifar 23. febrúar 2018 15:00 WIFT - Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi ætla að fara að fordæmi kollega sína út í heimi og vekja athygli á #metoo byltingunni á Edduhátíðinni sem fer fram á sunnudaginn næstkomandi á Hótel Hilton. Byltingin mun fá sérstaka athygli í ár og til að sýna því samstöðu eru konur sem ætla á Edduna hvattar til að klæðast rauðum eða svörtum fatnaði. Þá verður notað myllumerkið #égerhér, fyrir viðburðinn á samfélagsmiðlum, en setningin á að sýna stuðning við þær sem hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem og að túlka háværa rödd kvenna innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans hér á landi. Þá mun upphafsatriði Eddunnar í ár vera í þeirra höndum og þær ætla að deila út barmerkjum fyrir þá sem vilja um kvöldið. #Metoo byltingin hefur fengið veigamikið hlutverk á hátíðum á borð við Golden Globe og Bafta á þessu ári og flott framtak að sú sé einnig raunin hér á landi. Þáttaröðin Fangar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlauna í ár, eða alls 14 tilnefningar. Undir trénu var með flestar tilnefningar þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru eða alls 12 talsins. Þá hlýtur kvikmyndin Svanurinn 9 tilnefningar og þáttaröðin Stella Blómkvist 8 tilnefningar.Aðalleikararnir myndarinnar Undir trénu Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauða dreglinum í Feneyjum.Glamour/Getty Eddan Mest lesið Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Þykk hárbönd og úfið hár Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Sakar fyrirsætuheiminn um rasisma Glamour Heppnasta dúkka heims Glamour Sól og sumar hjá Rodebjer Glamour Í 100 þúsund króna krumpugalla Glamour Endurgerð Dirty Dancing fær slæma dóma Glamour Beyonce söng til móður sinnar Glamour
WIFT - Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi ætla að fara að fordæmi kollega sína út í heimi og vekja athygli á #metoo byltingunni á Edduhátíðinni sem fer fram á sunnudaginn næstkomandi á Hótel Hilton. Byltingin mun fá sérstaka athygli í ár og til að sýna því samstöðu eru konur sem ætla á Edduna hvattar til að klæðast rauðum eða svörtum fatnaði. Þá verður notað myllumerkið #égerhér, fyrir viðburðinn á samfélagsmiðlum, en setningin á að sýna stuðning við þær sem hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem og að túlka háværa rödd kvenna innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans hér á landi. Þá mun upphafsatriði Eddunnar í ár vera í þeirra höndum og þær ætla að deila út barmerkjum fyrir þá sem vilja um kvöldið. #Metoo byltingin hefur fengið veigamikið hlutverk á hátíðum á borð við Golden Globe og Bafta á þessu ári og flott framtak að sú sé einnig raunin hér á landi. Þáttaröðin Fangar hlýtur flestar tilnefningar til Edduverðlauna í ár, eða alls 14 tilnefningar. Undir trénu var með flestar tilnefningar þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru eða alls 12 talsins. Þá hlýtur kvikmyndin Svanurinn 9 tilnefningar og þáttaröðin Stella Blómkvist 8 tilnefningar.Aðalleikararnir myndarinnar Undir trénu Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauða dreglinum í Feneyjum.Glamour/Getty
Eddan Mest lesið Bein útsending: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu Glamour Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Þykk hárbönd og úfið hár Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Sakar fyrirsætuheiminn um rasisma Glamour Heppnasta dúkka heims Glamour Sól og sumar hjá Rodebjer Glamour Í 100 þúsund króna krumpugalla Glamour Endurgerð Dirty Dancing fær slæma dóma Glamour Beyonce söng til móður sinnar Glamour