Á safn af glitrandi kjólum Elín Albertsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 12:00 Alma Rut hefur í nógu að snúast á alls kyns tónleikum þessa dagana. Vísir/Ernir Það er varla settur upp sá viðburður að söngkonan Alma Rut komi ekki þar fram. Hún er þéttbókuð og hefur sungið með öllum helstu tónlistarmönnum landsins. Nýlega kom hún fram með Jóhönnu Guðrúnu í Salnum í Kópavogi. Alma Rut segist vera heppin að geta starfað við áhugamálið. „Ég hef haft nóg að gera í gegnum tíðina og fengið tækifæri til að vinna með góðu fólki,“ segir hún.Alma Rut vill hafa kjólana stutta og skrautlega.Vísir/ErnirAlma Rut hefur starfað við söng frá árinu 2004. Þá tók hún þátt í áheyrnarprufum fyrir Hárið og var ein af þeim sem valin voru úr 300 manna hópi. „Ég var að vinna með frábæru fólki í Hárinu og get nefnt meðal annarra Selmu Björnsdóttur, Hilmi Snæ Guðnason, Þorvald Davíð Kristjánsson, Sverri Bergmann og Regínu Ósk. Tónlistarstjóri var Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson en ég hef unnið mikið með honum síðan, til dæmis í Todmobile undanfarin ár,“ segir hún. „Um þessar mundir er ég að klára uppistand með Gunnari Þórðarsyni og Þorsteini Eggertssyni hjá Ólafi Laufdal í Grímsborgum en þar höfum við verið um helgar. Í næstu viku hefjast æfingar á sýningunni Moulin Rouge sem verður í Hörpu 21. apríl. Þar verður öllu tjaldað til og þetta verður glæsileg sýning. Ég verð líka á tónleikum með Dúndurfréttum í Hörpu 7. apríl en þá eru liðin 45 ár frá því að Dark Side of the Moon með Pink Floyd kom út. Ég verð sömuleiðis á tónleikum með Pöpum í Bæjarbíói 10. mars og Todmobile verður líka með tónleika svo það er fullt að gerast.“ Alma Rut hefur tvisvar farið í Eurovision sem bakrödd, fyrst með Jónsa og Gretu Salóme og svo með Maríu Ólafs árið 2015.Skórnir eru flottir líka.Vísir/ErnirKynntust í Idolinu Eiginmaður hennar er Arnar Dór söngvari sem var í öðru sæti í Voice keppninni í fyrra. Þau kynntust í fyrstu Idol keppninni á Stöð 2 árið 2003. „Við erum að undirbúa uppsetningu á Michael Buble tónleikum í Salnum,“ segir Alma Rut og viðurkennir að þau syngi oft saman heima. Þau giftu sig hjá borgardómara í janúar 2017 og biðu með brúðkaupsveisluna þangað til síðasta sumar. „Við vildum hafa garðpartí og vorum einstaklega heppin með veðrið,“ segir hún. Alma Rut hefur mikinn áhuga á kjólum, sérstaklega þeim sem glitra. „Ég hef gaman af því að fylgjast með tískunni þótt ég sé ekki endilega alltaf að kaupa það nýjasta. Ég vil helst halda í eigin karakter. Þegar maður er oft á sviði þarf fyrst og fremst að hugsa um þægindin. Að líða vel eins og maður er klæddur,“ segir hún. „Ég er ótrúlega hrifin af pallíettum og glitrandi kjólum. Ég vil helst alltaf vera í slíkum fötum. Ætli ég sé ekki glysgjörn því ég á orðið nokkuð gott safn af glitrandi kjólum. Þó myndi ég telja mig diskó-rokk konu. Reyndar á ég svo marga kjóla að sláin í fataskápnum féll niður um daginn. Flesta kjólana hef ég keypt á netinu. Einnig skipta skórnir máli fyrir söngkonur. Oft er maður lengi á sviðinu og það er nauðsynlegt að vera í þægilegum skóm.“Alma Rut vinnur um þessar mundir að uppistandi með Gunnari Þórðarsyni og Þorsteini Eggertssyni hjá Ólafi Laufdal í Grímsborgum.Vísir/ErnirJákvæð útgeislun Alma Rut segir að söngkonur þurfi líka að hugsa um mataræði og líkamsrækt. „Maður þarf að vera í góðu formi þar sem sviðsframkoma er krefjandi. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega en mætti samt auðvitað vera duglegri. Á sviðinu þarf maður að vera sáttur við sjálfan sig, annars líður manni ekki vel og áheyrendur eru fljótir að taka eftir því. Andleg vinna skiptir líka máli til að útgeislunin sé jákvæð. Reynslan hefur kennt mér hvað hentar best. Þar sem vinnan mín fer fram á kvöldin og í miklum törnum fer lítið fyrir matargerð hjá mér. Oft eru æfingar á daginn og maður þarf að vera vel skipulagður svo allt gangi upp á heimilinu. Það er ekkert skemmtilegt að vera með samviskubit yfir fjölskyldunni. Ég syng með hljómsveitunum Vestanáttinni og Alaska á dansleikjum, árshátíðum, brúðkaupum og öðrum viðburðum og ég er því oft fjarverandi á kvöldin.“ Alma Rut ætlar að heimsækja vinkonu sína, Ínu Valgerði söngkonu, til Bandaríkjanna í næsta mánuði ásamt annarri vinkonu sinni og söngkonu, Írisi Hólm. „Við kynntust í gegnum tónlistina. Það er svo dýrmætt við þennan bransa að kynnast öllu þessu góða fólki.“ Alma er ættuð frá Akureyri og nam söng í Tónlistarskóla FÍH og píanóleik og söng í Tónlistarskóla Akureyrar. Hún hefur verið í stjórn Kítón sem er félag kvenna í tónlist. Þá hefur hún sungið inn á nokkrar plötur auk þess að koma fram með öllum helstu tónlistarmönnum landsins.Alma Rut hefur mikinn áhuga á kjólum, sérstaklega þeim sem glitra. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Það er varla settur upp sá viðburður að söngkonan Alma Rut komi ekki þar fram. Hún er þéttbókuð og hefur sungið með öllum helstu tónlistarmönnum landsins. Nýlega kom hún fram með Jóhönnu Guðrúnu í Salnum í Kópavogi. Alma Rut segist vera heppin að geta starfað við áhugamálið. „Ég hef haft nóg að gera í gegnum tíðina og fengið tækifæri til að vinna með góðu fólki,“ segir hún.Alma Rut vill hafa kjólana stutta og skrautlega.Vísir/ErnirAlma Rut hefur starfað við söng frá árinu 2004. Þá tók hún þátt í áheyrnarprufum fyrir Hárið og var ein af þeim sem valin voru úr 300 manna hópi. „Ég var að vinna með frábæru fólki í Hárinu og get nefnt meðal annarra Selmu Björnsdóttur, Hilmi Snæ Guðnason, Þorvald Davíð Kristjánsson, Sverri Bergmann og Regínu Ósk. Tónlistarstjóri var Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson en ég hef unnið mikið með honum síðan, til dæmis í Todmobile undanfarin ár,“ segir hún. „Um þessar mundir er ég að klára uppistand með Gunnari Þórðarsyni og Þorsteini Eggertssyni hjá Ólafi Laufdal í Grímsborgum en þar höfum við verið um helgar. Í næstu viku hefjast æfingar á sýningunni Moulin Rouge sem verður í Hörpu 21. apríl. Þar verður öllu tjaldað til og þetta verður glæsileg sýning. Ég verð líka á tónleikum með Dúndurfréttum í Hörpu 7. apríl en þá eru liðin 45 ár frá því að Dark Side of the Moon með Pink Floyd kom út. Ég verð sömuleiðis á tónleikum með Pöpum í Bæjarbíói 10. mars og Todmobile verður líka með tónleika svo það er fullt að gerast.“ Alma Rut hefur tvisvar farið í Eurovision sem bakrödd, fyrst með Jónsa og Gretu Salóme og svo með Maríu Ólafs árið 2015.Skórnir eru flottir líka.Vísir/ErnirKynntust í Idolinu Eiginmaður hennar er Arnar Dór söngvari sem var í öðru sæti í Voice keppninni í fyrra. Þau kynntust í fyrstu Idol keppninni á Stöð 2 árið 2003. „Við erum að undirbúa uppsetningu á Michael Buble tónleikum í Salnum,“ segir Alma Rut og viðurkennir að þau syngi oft saman heima. Þau giftu sig hjá borgardómara í janúar 2017 og biðu með brúðkaupsveisluna þangað til síðasta sumar. „Við vildum hafa garðpartí og vorum einstaklega heppin með veðrið,“ segir hún. Alma Rut hefur mikinn áhuga á kjólum, sérstaklega þeim sem glitra. „Ég hef gaman af því að fylgjast með tískunni þótt ég sé ekki endilega alltaf að kaupa það nýjasta. Ég vil helst halda í eigin karakter. Þegar maður er oft á sviði þarf fyrst og fremst að hugsa um þægindin. Að líða vel eins og maður er klæddur,“ segir hún. „Ég er ótrúlega hrifin af pallíettum og glitrandi kjólum. Ég vil helst alltaf vera í slíkum fötum. Ætli ég sé ekki glysgjörn því ég á orðið nokkuð gott safn af glitrandi kjólum. Þó myndi ég telja mig diskó-rokk konu. Reyndar á ég svo marga kjóla að sláin í fataskápnum féll niður um daginn. Flesta kjólana hef ég keypt á netinu. Einnig skipta skórnir máli fyrir söngkonur. Oft er maður lengi á sviðinu og það er nauðsynlegt að vera í þægilegum skóm.“Alma Rut vinnur um þessar mundir að uppistandi með Gunnari Þórðarsyni og Þorsteini Eggertssyni hjá Ólafi Laufdal í Grímsborgum.Vísir/ErnirJákvæð útgeislun Alma Rut segir að söngkonur þurfi líka að hugsa um mataræði og líkamsrækt. „Maður þarf að vera í góðu formi þar sem sviðsframkoma er krefjandi. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega en mætti samt auðvitað vera duglegri. Á sviðinu þarf maður að vera sáttur við sjálfan sig, annars líður manni ekki vel og áheyrendur eru fljótir að taka eftir því. Andleg vinna skiptir líka máli til að útgeislunin sé jákvæð. Reynslan hefur kennt mér hvað hentar best. Þar sem vinnan mín fer fram á kvöldin og í miklum törnum fer lítið fyrir matargerð hjá mér. Oft eru æfingar á daginn og maður þarf að vera vel skipulagður svo allt gangi upp á heimilinu. Það er ekkert skemmtilegt að vera með samviskubit yfir fjölskyldunni. Ég syng með hljómsveitunum Vestanáttinni og Alaska á dansleikjum, árshátíðum, brúðkaupum og öðrum viðburðum og ég er því oft fjarverandi á kvöldin.“ Alma Rut ætlar að heimsækja vinkonu sína, Ínu Valgerði söngkonu, til Bandaríkjanna í næsta mánuði ásamt annarri vinkonu sinni og söngkonu, Írisi Hólm. „Við kynntust í gegnum tónlistina. Það er svo dýrmætt við þennan bransa að kynnast öllu þessu góða fólki.“ Alma er ættuð frá Akureyri og nam söng í Tónlistarskóla FÍH og píanóleik og söng í Tónlistarskóla Akureyrar. Hún hefur verið í stjórn Kítón sem er félag kvenna í tónlist. Þá hefur hún sungið inn á nokkrar plötur auk þess að koma fram með öllum helstu tónlistarmönnum landsins.Alma Rut hefur mikinn áhuga á kjólum, sérstaklega þeim sem glitra.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira