Brotthvarfið svakalegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2018 06:00 Menntamálaráðherra vill auka sálfræðiþjónustu í skólum. Vísir/ernir Niðurstöður skýrslu Menntamálastofnunar um brotthvarf úr framhaldsskólum gefur tilefni til að styrkja sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. 141 nemandi hætti námi í framhaldsskóla á haustönn vegna andlegra veikinda en í heildina hættu ríflega 750. „Það er mín skoðun að við þurfum að styrkja alla umgjörð í kringum skólakerfið á Íslandi,“ segir Lilja og bendir á að brotthvarf hér sé meira en á hinum Norðurlöndunum. Nú sé skýrsla stofnunarinnar komin og í kjölfarið sé hægt að nýta hana til að fara í aðgerðir til að sporna við brotthvarfi. Lilja segir að þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra séu nú að vinna í málinu. „Við höfum nú þegar fundað um hvernig sé hægt að auka sálfræðiþjónustu og gera hana aðgengilegri og erum búin að setja fólk í ráðuneytunum í vinnu til að móta þetta með okkur,“ segir Lilja. Þá segist hún jafnframt hafa fundað mikið um málið með stúdentahreyfingunni á háskólastigi. Þar sé sama vandamál til staðar. „Þetta er auðvitað samtvinnað, framhaldsskólastigið og háskólastigið.“Óskað eftir fjármagni Í skýrslunni kemur fram að átta skólar hafi fengið styrki til að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu árið 2016 „en samkvæmt skráningu á ástæðum brotthvarfs eru andleg veikindi ein helsta ástæða þess að nemendur hafa hætt í námi í umræddum skólum áður en til lokaprófa kom“. Skólarnir óskuðu ýmist eftir fjármagni til að ráða sálfræðing eða til að kaupa þjónustu af einkaaðilum. Samkvæmt skýrslunni réðu tveir skólar sálfræðing í hálft starf, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Heildarmat á útkomunni í FS liggur ekki fyrir en í skýrslunni segir að þar sé mælanlegur jákvæður árangur. „Færri sem hætta vegna andlegra veikinda,“ segir um árangurinn í MH. Þá segir einnig í umsögnum um árangur þeirra skóla sem bjóða upp á sálfræðiaðstoð í einhverri mynd að árangurinn sé almennt góður. Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), segir tölurnar uggvænlegar. SÍF hefur undanfarið staðið að herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Við teljum að andlegi þátturinn í þessu sé gríðarlega stór,“ segir Davíð og bætir því við að nemendur í MH séu til að mynda mjög ánægðir með hvernig staðið sé að sálfræðiþjónustu þar. „Sálfræðingurinn er meðal annars með prófkvíðanámskeið þannig að hann er ekki bara að hitta einstaklinga heldur er hann líka að hitta hópinn og tala opinskátt um þessi mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Niðurstöður skýrslu Menntamálastofnunar um brotthvarf úr framhaldsskólum gefur tilefni til að styrkja sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. 141 nemandi hætti námi í framhaldsskóla á haustönn vegna andlegra veikinda en í heildina hættu ríflega 750. „Það er mín skoðun að við þurfum að styrkja alla umgjörð í kringum skólakerfið á Íslandi,“ segir Lilja og bendir á að brotthvarf hér sé meira en á hinum Norðurlöndunum. Nú sé skýrsla stofnunarinnar komin og í kjölfarið sé hægt að nýta hana til að fara í aðgerðir til að sporna við brotthvarfi. Lilja segir að þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra séu nú að vinna í málinu. „Við höfum nú þegar fundað um hvernig sé hægt að auka sálfræðiþjónustu og gera hana aðgengilegri og erum búin að setja fólk í ráðuneytunum í vinnu til að móta þetta með okkur,“ segir Lilja. Þá segist hún jafnframt hafa fundað mikið um málið með stúdentahreyfingunni á háskólastigi. Þar sé sama vandamál til staðar. „Þetta er auðvitað samtvinnað, framhaldsskólastigið og háskólastigið.“Óskað eftir fjármagni Í skýrslunni kemur fram að átta skólar hafi fengið styrki til að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu árið 2016 „en samkvæmt skráningu á ástæðum brotthvarfs eru andleg veikindi ein helsta ástæða þess að nemendur hafa hætt í námi í umræddum skólum áður en til lokaprófa kom“. Skólarnir óskuðu ýmist eftir fjármagni til að ráða sálfræðing eða til að kaupa þjónustu af einkaaðilum. Samkvæmt skýrslunni réðu tveir skólar sálfræðing í hálft starf, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Heildarmat á útkomunni í FS liggur ekki fyrir en í skýrslunni segir að þar sé mælanlegur jákvæður árangur. „Færri sem hætta vegna andlegra veikinda,“ segir um árangurinn í MH. Þá segir einnig í umsögnum um árangur þeirra skóla sem bjóða upp á sálfræðiaðstoð í einhverri mynd að árangurinn sé almennt góður. Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), segir tölurnar uggvænlegar. SÍF hefur undanfarið staðið að herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Við teljum að andlegi þátturinn í þessu sé gríðarlega stór,“ segir Davíð og bætir því við að nemendur í MH séu til að mynda mjög ánægðir með hvernig staðið sé að sálfræðiþjónustu þar. „Sálfræðingurinn er meðal annars með prófkvíðanámskeið þannig að hann er ekki bara að hitta einstaklinga heldur er hann líka að hitta hópinn og tala opinskátt um þessi mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira