Úrslitastund eftir viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm Forsendur kjarasamnings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eru brostnar að mati ASÍ, en samkvæmt því munu ákvæði hans koma til endurskoðunar í lok þessa mánaðar.ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þessu var lýst yfir. Er það mat ASÍ að sú forsenda að launastefna samninganna væri stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Því hefði sambandið heimild til að segja samningnum upp. „Málið er enn til vinnslu í forsætisnefndinni og þarf tæknilega að vera þar áfram til loka þessa mánaðar. Það er niðurstaða ASÍ að forsendur séu brostnar en það er í höndum aðildarfélaga þess, stéttarfélaganna sjálfra, hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Sjá einnig: ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Í yfirlýsingunni boðaði ASÍ til formannafundar aðildarfélaganna en hann fer að óbreyttu fram miðvikudaginn eftir viku, 28. febrúar. Aðspurður segir Gylfi ótímabært að rekja það frekar í hverju forsendubresturinn felst en það muni skýrast með tíð og tíma. „Það er enn mögulegt að stjórnvöld og atvinnurekendur geti brugðist við þessari stöðu en að óbreyttu verður fundurinn haldinn,“ segir Gylfi. Framkvæmdastjóri SA segir óeðlilegt að ræða það að forsendur séu brostnar. „Það er rétt að halda því til haga að á undanförnum þremur árum hefur kaupmáttur aukist um tuttugu prósent að meðaltali og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það er mat samtakanna að forsendur hafi staðist. Halldór segir að það felist í eðli kjarasamninga að vera samkomulag um uppbyggingu lífskjara fólks. Kaupmáttaraukning sambærileg þeirri sem hefur verið við lýði hér á landi undanfarin þrjú ár sé algjörlega óþekkt í hinum vestræna heimi. „Og ekki aðeins þar. Aldrei í sögu íslenska lýðveldisins hefur ríkt sambærilegt skeið. Það er því einkennilegt að það sé yfirhöfuð verið að ræða það hvort forsendur samninganna hafi staðist eður ei,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Forsendur kjarasamnings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eru brostnar að mati ASÍ, en samkvæmt því munu ákvæði hans koma til endurskoðunar í lok þessa mánaðar.ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þessu var lýst yfir. Er það mat ASÍ að sú forsenda að launastefna samninganna væri stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Því hefði sambandið heimild til að segja samningnum upp. „Málið er enn til vinnslu í forsætisnefndinni og þarf tæknilega að vera þar áfram til loka þessa mánaðar. Það er niðurstaða ASÍ að forsendur séu brostnar en það er í höndum aðildarfélaga þess, stéttarfélaganna sjálfra, hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Sjá einnig: ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Í yfirlýsingunni boðaði ASÍ til formannafundar aðildarfélaganna en hann fer að óbreyttu fram miðvikudaginn eftir viku, 28. febrúar. Aðspurður segir Gylfi ótímabært að rekja það frekar í hverju forsendubresturinn felst en það muni skýrast með tíð og tíma. „Það er enn mögulegt að stjórnvöld og atvinnurekendur geti brugðist við þessari stöðu en að óbreyttu verður fundurinn haldinn,“ segir Gylfi. Framkvæmdastjóri SA segir óeðlilegt að ræða það að forsendur séu brostnar. „Það er rétt að halda því til haga að á undanförnum þremur árum hefur kaupmáttur aukist um tuttugu prósent að meðaltali og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það er mat samtakanna að forsendur hafi staðist. Halldór segir að það felist í eðli kjarasamninga að vera samkomulag um uppbyggingu lífskjara fólks. Kaupmáttaraukning sambærileg þeirri sem hefur verið við lýði hér á landi undanfarin þrjú ár sé algjörlega óþekkt í hinum vestræna heimi. „Og ekki aðeins þar. Aldrei í sögu íslenska lýðveldisins hefur ríkt sambærilegt skeið. Það er því einkennilegt að það sé yfirhöfuð verið að ræða það hvort forsendur samninganna hafi staðist eður ei,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15