Trúa ekki dauðadómi yfir veggjatítluhúsi í Firðinum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. febrúar 2018 08:00 Hjónin Ingvar Ari Arason og Anna Gyða Pétursdóttir með yngsta barn sitt við húsið sem reyndist martröð sem ekki sér fyrir endann á. Vísir/Vilhelm Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. Húsið á Austurgötu 36 var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Var það gert eftir ástandsskoðun fyrirtækisins Verksýnar sem unnin var fyrir eigendur hússins. Þeir óskuðu eftir að fá að rífa húsið og reisa þar nýtt og stærra hús sem í umsókn um breytingu á deiliskipulagi er sagt eiga að samræmast umhverfi á sem bestan hátt. Núverandi hús er úr timbri, járnklætt og stendur á steinkjallara. Það var byggt árið 1904 og því friðað en Minjastofnun féllst á ósk eigandans í júlí í fyrra og afnam friðunina. Minjastofnun kvaðst ekki gera athugasemdir við að húsið yrði rifið. Í umsögn skipulagssviðs Hafnarfjarðar um umsókn húseigendanna kemur enn fremur fram að athugasemdir hafi borist frá fjórum aðilum þegar breytingin var auglýst. Var það frá Byggðasafni Hafnarfjarðar og úr þremur nærliggjandi húsum. Tekið er undir flestar þessar ábendingar í umsögninni. Þær lúta meðal annars að fyrirferð nýja hússins, byggingarefni og útliti. Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er.Vísir/ernirVilja eins hús á reitinn Bæjarminjavörður lagði til að allra leiða yrði „leitað til að vernda viðkomandi hús og gera það upp í upprunalegri mynd og ef það er ekki gerlegt verði krafa um það í nýju deiliskipulagi að sams konar hús og nú stendur á lóðinni verði byggt þar og tryggt að um verði að ræða bárujárnsklætt timburhús, sem ekki muni á nokkurn hátt raska þeirri götumynd sem ákveðið hefur verið að varðveita við Austurgötuna og vernda þannig þann menningarsögulega arf fyrir komandi kynslóð,“ eins og segir á athugasemd hans. „Í álitsgerð Minjastofnunar og rökstuðningi fyrir afnámi friðunar hússins kemur fram að byggt er á gögnum um ástand hússins, sem unnin eru fyrir lóðarhafa,“ bendir skipulagssviðið á. Mælt sé með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið teljist ónýtt, eða hvort það sé viðgerðarhæft. „Ef ekki verður unnt að gera við húsið og færa það í upprunalegt horf, verði lögð áhersla á að í hönnun hússins verði stuðst við mælikvarða og hlutföll núverandi húss og byggðarinnar í kring, það verði áréttað í skilmálum deiliskipulagsins,“ segir skipulagssviðið. Vegghæð að götu verði óbreytt og byggingarreitur við húsið verði færður í fyrra horf vegna aukins skuggavarps. Þá kemur fram að í gangi er dómsmál þar sem eigendur hússins stefndu fyrri eigendum vegna falins galla á húsinu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Teikningar að húsi sem byggja átti í stað húss sem undirlagt er veggjatítlum í Hafnarfirði fást ekki samþykktar hjá bæjaryfirvöldum sem draga í efa mat sem eigendur létu gera á ástandi hússins. Húsið á Austurgötu 36 var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Var það gert eftir ástandsskoðun fyrirtækisins Verksýnar sem unnin var fyrir eigendur hússins. Þeir óskuðu eftir að fá að rífa húsið og reisa þar nýtt og stærra hús sem í umsókn um breytingu á deiliskipulagi er sagt eiga að samræmast umhverfi á sem bestan hátt. Núverandi hús er úr timbri, járnklætt og stendur á steinkjallara. Það var byggt árið 1904 og því friðað en Minjastofnun féllst á ósk eigandans í júlí í fyrra og afnam friðunina. Minjastofnun kvaðst ekki gera athugasemdir við að húsið yrði rifið. Í umsögn skipulagssviðs Hafnarfjarðar um umsókn húseigendanna kemur enn fremur fram að athugasemdir hafi borist frá fjórum aðilum þegar breytingin var auglýst. Var það frá Byggðasafni Hafnarfjarðar og úr þremur nærliggjandi húsum. Tekið er undir flestar þessar ábendingar í umsögninni. Þær lúta meðal annars að fyrirferð nýja hússins, byggingarefni og útliti. Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er.Vísir/ernirVilja eins hús á reitinn Bæjarminjavörður lagði til að allra leiða yrði „leitað til að vernda viðkomandi hús og gera það upp í upprunalegri mynd og ef það er ekki gerlegt verði krafa um það í nýju deiliskipulagi að sams konar hús og nú stendur á lóðinni verði byggt þar og tryggt að um verði að ræða bárujárnsklætt timburhús, sem ekki muni á nokkurn hátt raska þeirri götumynd sem ákveðið hefur verið að varðveita við Austurgötuna og vernda þannig þann menningarsögulega arf fyrir komandi kynslóð,“ eins og segir á athugasemd hans. „Í álitsgerð Minjastofnunar og rökstuðningi fyrir afnámi friðunar hússins kemur fram að byggt er á gögnum um ástand hússins, sem unnin eru fyrir lóðarhafa,“ bendir skipulagssviðið á. Mælt sé með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið teljist ónýtt, eða hvort það sé viðgerðarhæft. „Ef ekki verður unnt að gera við húsið og færa það í upprunalegt horf, verði lögð áhersla á að í hönnun hússins verði stuðst við mælikvarða og hlutföll núverandi húss og byggðarinnar í kring, það verði áréttað í skilmálum deiliskipulagsins,“ segir skipulagssviðið. Vegghæð að götu verði óbreytt og byggingarreitur við húsið verði færður í fyrra horf vegna aukins skuggavarps. Þá kemur fram að í gangi er dómsmál þar sem eigendur hússins stefndu fyrri eigendum vegna falins galla á húsinu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00
Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. 11. janúar 2018 08:00