Brú yfir Fossvog myndi gerbreyta tengingu Kársness við miðborgina Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 20:15 Brú yfir Fossvog frá Kársnesi að suðurenda Reykjavíkurflugvallar gæti risið á innan við fjórum árum. Borgarstjóri segir framhaldið ráðast af viðræðum Kópavogs og Reykjavíkurborgar við stjórnvöld. Brú sem þessi yrði mikil samgöngubót og myndi létta á umferð á öðrum umferðarþungum leiðum. Í dag eru í megindráttum tvær leiðir fyrir fólk að komast akandi eða með strætó á milli Reykjavíkur og Kópavogs, annars vegar um stofnbraut í Fossvogsdal eða um Reykjanesbraut. Nú eru upp hugmyndir um brú yfir Fossvoginn frá Kársnesi í vestubæ Kópavogs yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir sitt leyti í gær að brúin yrði ekki eingöngu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur heldur fyrir almenningssamgöngur einng. Þetta myndi gerbreyta tengslum vesturbæjar Kópavogs við háskólana og miðborg Reykjavíkur. Töluverð skipulagsvinna hefur nú þegar farið fram sem í heildina gæti tekið tvö til þrjú ár en áætlað er að brúarsmíðin sjálf taki eitt ár. Miklar byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Kársnesinu og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nesið í raun verða háskólahverfi með tilkomu brúarinnar. „Þetta er líka gott fyrir alla sem nota hjólreiðar og almenningssamgögnur til að fara til og frá vinnu. Léttir þar með á stofnbrautunum sem eru erfiðar á álagstímum bæði kvölds og morgna,“ segir borgarstjóri. Þá megi vel hugsa sér að brúa víðar í framtíðinni fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og jafnvel almenningssamgöngur sem nýtist bæði þeim sem það vilji og þá sem keyri einkabíla. Nú þurfi að ljúka skipulagi og ná samkomulagi til lengri tíma við Vegagerðina um þessi mál, borgarlínu og fleira. En venjulega standi ríkið undir helmingi kostnaðar við stofnleiðir sem þessa. „En þetta tengist auðvitað því eins og bæjarráð Kópavogs samþykkti, með því að gera ráð fyrir almenningssamgöngum þarna yfir, opnast þessi leið sem hefur verið metin ein sú áhugaverðasta í fyrsta áfanga borgarlínu. Þannig að heildarmyndin liggur fyrir en það á eftir að semja, segir Dagur. Þeir samningar velti á vilja ríkisins en í stjórnarsáttmála sé bæði talað um borgarlínu og fjölbreytta ferðamáta. „Þannig að ég á von á að í þeim samtölum sem við munum eiga næstu vikur í tengslum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þetta eitt af því sem þurfi að ræða,“ segir Dagur B. Eggertsson. Skipulag Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Brú yfir Fossvog frá Kársnesi að suðurenda Reykjavíkurflugvallar gæti risið á innan við fjórum árum. Borgarstjóri segir framhaldið ráðast af viðræðum Kópavogs og Reykjavíkurborgar við stjórnvöld. Brú sem þessi yrði mikil samgöngubót og myndi létta á umferð á öðrum umferðarþungum leiðum. Í dag eru í megindráttum tvær leiðir fyrir fólk að komast akandi eða með strætó á milli Reykjavíkur og Kópavogs, annars vegar um stofnbraut í Fossvogsdal eða um Reykjanesbraut. Nú eru upp hugmyndir um brú yfir Fossvoginn frá Kársnesi í vestubæ Kópavogs yfir að suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir sitt leyti í gær að brúin yrði ekki eingöngu fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur heldur fyrir almenningssamgöngur einng. Þetta myndi gerbreyta tengslum vesturbæjar Kópavogs við háskólana og miðborg Reykjavíkur. Töluverð skipulagsvinna hefur nú þegar farið fram sem í heildina gæti tekið tvö til þrjú ár en áætlað er að brúarsmíðin sjálf taki eitt ár. Miklar byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Kársnesinu og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nesið í raun verða háskólahverfi með tilkomu brúarinnar. „Þetta er líka gott fyrir alla sem nota hjólreiðar og almenningssamgögnur til að fara til og frá vinnu. Léttir þar með á stofnbrautunum sem eru erfiðar á álagstímum bæði kvölds og morgna,“ segir borgarstjóri. Þá megi vel hugsa sér að brúa víðar í framtíðinni fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og jafnvel almenningssamgöngur sem nýtist bæði þeim sem það vilji og þá sem keyri einkabíla. Nú þurfi að ljúka skipulagi og ná samkomulagi til lengri tíma við Vegagerðina um þessi mál, borgarlínu og fleira. En venjulega standi ríkið undir helmingi kostnaðar við stofnleiðir sem þessa. „En þetta tengist auðvitað því eins og bæjarráð Kópavogs samþykkti, með því að gera ráð fyrir almenningssamgöngum þarna yfir, opnast þessi leið sem hefur verið metin ein sú áhugaverðasta í fyrsta áfanga borgarlínu. Þannig að heildarmyndin liggur fyrir en það á eftir að semja, segir Dagur. Þeir samningar velti á vilja ríkisins en í stjórnarsáttmála sé bæði talað um borgarlínu og fjölbreytta ferðamáta. „Þannig að ég á von á að í þeim samtölum sem við munum eiga næstu vikur í tengslum við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þetta eitt af því sem þurfi að ræða,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Skipulag Fossvogsbrú Kópavogur Reykjavík Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira