Brynjar um keppnina í Dominos-deildinni: „Erum mest að keppa við okkur sjálfa“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2018 19:15 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir að mesta áskorun KR í Dominos-deild karla séu þeir sjálfir. Hann segir að andlegi þátturinn spili þar mest inn í. Ástæðan fyrir að hann hætti í landsliðinu hafi verið að hann hafi einfaldlega fengið nóg. „Þetta var slæm helgi, erfiðir leikir og ég veit ekki hvar við stöndum. Fyrir viku var fólk að tala um að við værum mættir aftir en svo töpum við fyrir Keflavík og Haukum. Þá erum við aftur orðnir lélegir,” sagði Brynjar í samtali við Akraborgina aðspurður út í taphelgi KR um síðastliðna helgi. „Við erum að keppa við okkur sjálfa. Erfiða við þetta er að halda sér gangandi og halda sér mótiveruðum. Þetta er andlegi parturinn. Við erum í raun að keppa við okkur sjálfa. Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að vinna fjögur ár í röð og keppa um þann fimmta.” „Það var erfitt í fyrra og það er enn erfiðara í ár. Það er þreyta, öll hin liðin eru orðin það, körfuknattleikshreyfingin er þreytt á að KR sé í úrslitum. Það vilja fleiri komast að og þegar það er verið að tala um úrslitaleiki í deildinni eins og gegn Haukum, tilfinningin mín var eins og ég væri að spila æfingarleik í september,” sagði þriggja stiga skyttan magnaða. „Ég fann ekki fyrir neinni spennu. Ég fór að taka þetta aðeins lengra. Hvað er KR-liðið búið að spila marga úrslitaleiki síðustu ár? Það eru á þriðja tug úrslitaleikja, með úrslitakeppni, bikarhelgi og svokölluðum úrslitaleikjum í deildinni. Einhvern tímann gefur hausinn undan.” Brynjar gaf það út á dögunum að hann væri hættur í landsliðinu. Aðspurður um afhverju hann hafði tekið þessa ákvörðun svaraði Brynjar: „Ástríðan minnkaði. Í sumar var hún til staðar og núna í nóvember var ég veikur fyrri hlutann og kom svo inn í þetta. Ég fann að ég nennti þessu ekki jafn mikið. Þú ert ekkert að fá borgað fyrir að vera í landsliðinu. Maður er að gefa tímann sinn og maður er að fórna miklum tíma í þetta, sérstaklega yfir sumarið.” „Mér fannst þetta verið komið gott og ég hef ekki verið í stóru hlutverki í landsliðinu. Ég hef verið í ákveðinni rullu og hef vonandi leyst hana mjög vel. Ég hef verið í erfiðu hlutverki, sitjandi í bekknum í 30 mínútur og svo inná í tíu sekúndur. Það er erfitt að halda sér gangandi þannig til lengri tíma,” sagði Brynjar. Allt innslagið má heyra í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir að mesta áskorun KR í Dominos-deild karla séu þeir sjálfir. Hann segir að andlegi þátturinn spili þar mest inn í. Ástæðan fyrir að hann hætti í landsliðinu hafi verið að hann hafi einfaldlega fengið nóg. „Þetta var slæm helgi, erfiðir leikir og ég veit ekki hvar við stöndum. Fyrir viku var fólk að tala um að við værum mættir aftir en svo töpum við fyrir Keflavík og Haukum. Þá erum við aftur orðnir lélegir,” sagði Brynjar í samtali við Akraborgina aðspurður út í taphelgi KR um síðastliðna helgi. „Við erum að keppa við okkur sjálfa. Erfiða við þetta er að halda sér gangandi og halda sér mótiveruðum. Þetta er andlegi parturinn. Við erum í raun að keppa við okkur sjálfa. Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að vinna fjögur ár í röð og keppa um þann fimmta.” „Það var erfitt í fyrra og það er enn erfiðara í ár. Það er þreyta, öll hin liðin eru orðin það, körfuknattleikshreyfingin er þreytt á að KR sé í úrslitum. Það vilja fleiri komast að og þegar það er verið að tala um úrslitaleiki í deildinni eins og gegn Haukum, tilfinningin mín var eins og ég væri að spila æfingarleik í september,” sagði þriggja stiga skyttan magnaða. „Ég fann ekki fyrir neinni spennu. Ég fór að taka þetta aðeins lengra. Hvað er KR-liðið búið að spila marga úrslitaleiki síðustu ár? Það eru á þriðja tug úrslitaleikja, með úrslitakeppni, bikarhelgi og svokölluðum úrslitaleikjum í deildinni. Einhvern tímann gefur hausinn undan.” Brynjar gaf það út á dögunum að hann væri hættur í landsliðinu. Aðspurður um afhverju hann hafði tekið þessa ákvörðun svaraði Brynjar: „Ástríðan minnkaði. Í sumar var hún til staðar og núna í nóvember var ég veikur fyrri hlutann og kom svo inn í þetta. Ég fann að ég nennti þessu ekki jafn mikið. Þú ert ekkert að fá borgað fyrir að vera í landsliðinu. Maður er að gefa tímann sinn og maður er að fórna miklum tíma í þetta, sérstaklega yfir sumarið.” „Mér fannst þetta verið komið gott og ég hef ekki verið í stóru hlutverki í landsliðinu. Ég hef verið í ákveðinni rullu og hef vonandi leyst hana mjög vel. Ég hef verið í erfiðu hlutverki, sitjandi í bekknum í 30 mínútur og svo inná í tíu sekúndur. Það er erfitt að halda sér gangandi þannig til lengri tíma,” sagði Brynjar. Allt innslagið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45
Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58