Hogg er í hópi um hundrað nemenda við skólann sem hafa undanfarna daga krafist þess að gripið verði til aðgerða svo koma megi í veg fyrir frekari skotárásir. Hogg, sem er í ritstjórn skólablaðsins, tók viðtöl við samnemendur sína á meðan á árásinni stóð.
Samsæriskenningarsmiðir á netinu hafa nú sakað hópinn um að vera launaðir leikarar sem ferðist á milli vettvanga skotárása. Hefur Hogg sérstaklega vakið athygli netverja þar sem faðir hans er fyrrverandi starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI.
„Ég er ekki krísuleikari,“ sagði Hogg í viðtali við Anderson Cooper á CNN.
„Ég er einhver sem þurfi að varð vitni að þessu og lifði þetta af og ég mun þurfa að lifa með því.“
„Ég er ekki hér á vegum neins.“
Benjamin Kelly, aðstoðarmaður ríkisþingmanns í Flórída, senti tölvupóst á dagblaðið Tampa Bay Times þar sem hann tók undir kenningar um að Hogg og samnemendur hans væru í raun leikarar.
Kelly var í kjölfarið látinn fjúka af yfirmanni sínum, Repúblikananum Shawn Harrison, sem afneitaði jafnframt hegðun Kelly.
Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Flórída, afneitaði einnig slíkum samsæriskenningum.
Tonight Mr. Kelly was terminated from his position as my District Secretary. I am appalled at and strongly denounce his comments about the Parkland students. I am again sorry for any pain this has caused the grieving families of this tragedy.
— Shawn Harrison (@Shawnfor63) February 21, 2018
Claiming some of the students on tv after #Parkland are actors is the work of a disgusting group of idiots with no sense of decency
— Marco Rubio (@marcorubio) February 20, 2018