Er þetta fyrsta geimskot SpaceX frá því að Tesla-bíl Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins, og Stjörnumanninum var skotið á loft með Falcon Heavy eldflaug fyrr í mánuðinum.
Áætlað geimskot er klukkan 14.17 að íslenskum tíma og horfa má á geimskotið hér að neðan. Er þetta í annað sinn sem þessarri tilteknu Falcon 9 eldflaug er skotið á loft en hún fór fyrst út í geim í ágúst á síðasta ári.