SA leggst gegn fækkun dagvinnustunda og segir byrjað á öfugum enda Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 12:56 Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Anton Í dag verður mælt fyrir frumvarpi þingmanna Pírata um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir eða um klukkustund á dag. Í greinargerð segir að í nokkrum öðrum Evrópulöndum hafi vinnuvikan verið stytt og þar sé framleiðni engu að síður meiri en hjá íslenskum fyrirtækjum. Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en aðrir þingmenn Pírata eru meðflutningsmenn. Frumvarpið hefur í tvígang verið lagt fram áður á þingi en ekki náð fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu yrði dagvinnustundum fækkað úr átta í sjö þannig að vinnuvikan í dagvinnu yrði 35 stundir í stað fjörutíu. Í greinargerð kemur fram að í tölum OECD sé Ísland í 25. sæti með 1.883 vinnustundir á móti 1.363 vinnustundum í Þýskalandi þar sem vinnutíminn mælist stystur og 1.410 í Danmörku sem er með næststystan vinnutíma.Segir ekki rétt að vinnustundir séu mun fleiri á Íslandi Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins hafa mælt gegn lagasetningunni í fyrri umsögnum sínum þegar sams konar frumvörp hafa verið lögð fram. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að með frumvarpinu sé verið að byrja á öfugum enda hvað vinnutíma varði.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/ernir„Við höfum kannski fyrst og fremst talað fyrir því að það sé nærtækara að byrja á hinum endanum. Það er að segja draga úr yfirvinnu áður en við förum að stytta dagvinnuna. Það er nú þannig að ef við berum okkur saman við önnur lönd þá eru yfirvinnugreiðslur og yfirvinna mjög stór hluti af íslenskum vinnumarkaði. Rétt um 15 prósent af heildarlaunagreiðslum. En til samanburðar er þetta um 1% á Norðurlöndum og og enn minna víða í Evrópu,“ segir Halldór Benjamín. Það sé ekki rétt að vinnustundir á Íslandi séu mun fleiri en í flestum samanburðarríkjum á Norðurlöndum og í Evrópu. „Virkar vinnustundir á Íslandi eru samkvæmt flestum kjarasamningum þrjátíu og sjö stundir. Í sumum kjarasamningum rétt um 36 stundir á viku en ekki 40 stundir. Ef þú tekur dagvinnustundir í Evrópu er Ísland sem næst stystu vinnuvikuna. Aðeins Frakkar eru með styttri vinnuviku,“ segir framkvæmdastjóri SA. En í þessum tölum Halldórs er tekið tillit til matar- og kaffihlés. Í Frakklandi er vinnuvikan hins vegar 35 stundir. Í greinargerð með frumvarpinu eru færðar líkur að því að með styttri vinnuviku megi auka framleiðni fyrirtækja sem er með lægsta móti á Íslandi miðað við önnur þróuð ríki. Halldór Benjamín segir framleiðni aukast hægum skrefum yfir langan tíma þegar tugþúsundir manna finni betri leiðir til að sinna starfi sínu vegna aukinnar reynslu og tækniframfara. „Ef lífið væri svo einfalt að við gætum aukið framleiðni með því einu að stytta alltaf vinnutímann þá væri það eitthvað sem við myndum gera í sífellu. Þar til við myndum öll hætta að vinna og samkvæmt þessari kenning yrði framleiðnin þá óendanleg. Þannig er það að sjálfsögðu ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. 24. janúar 2018 13:11 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Í dag verður mælt fyrir frumvarpi þingmanna Pírata um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir eða um klukkustund á dag. Í greinargerð segir að í nokkrum öðrum Evrópulöndum hafi vinnuvikan verið stytt og þar sé framleiðni engu að síður meiri en hjá íslenskum fyrirtækjum. Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en aðrir þingmenn Pírata eru meðflutningsmenn. Frumvarpið hefur í tvígang verið lagt fram áður á þingi en ekki náð fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu yrði dagvinnustundum fækkað úr átta í sjö þannig að vinnuvikan í dagvinnu yrði 35 stundir í stað fjörutíu. Í greinargerð kemur fram að í tölum OECD sé Ísland í 25. sæti með 1.883 vinnustundir á móti 1.363 vinnustundum í Þýskalandi þar sem vinnutíminn mælist stystur og 1.410 í Danmörku sem er með næststystan vinnutíma.Segir ekki rétt að vinnustundir séu mun fleiri á Íslandi Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins hafa mælt gegn lagasetningunni í fyrri umsögnum sínum þegar sams konar frumvörp hafa verið lögð fram. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að með frumvarpinu sé verið að byrja á öfugum enda hvað vinnutíma varði.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/ernir„Við höfum kannski fyrst og fremst talað fyrir því að það sé nærtækara að byrja á hinum endanum. Það er að segja draga úr yfirvinnu áður en við förum að stytta dagvinnuna. Það er nú þannig að ef við berum okkur saman við önnur lönd þá eru yfirvinnugreiðslur og yfirvinna mjög stór hluti af íslenskum vinnumarkaði. Rétt um 15 prósent af heildarlaunagreiðslum. En til samanburðar er þetta um 1% á Norðurlöndum og og enn minna víða í Evrópu,“ segir Halldór Benjamín. Það sé ekki rétt að vinnustundir á Íslandi séu mun fleiri en í flestum samanburðarríkjum á Norðurlöndum og í Evrópu. „Virkar vinnustundir á Íslandi eru samkvæmt flestum kjarasamningum þrjátíu og sjö stundir. Í sumum kjarasamningum rétt um 36 stundir á viku en ekki 40 stundir. Ef þú tekur dagvinnustundir í Evrópu er Ísland sem næst stystu vinnuvikuna. Aðeins Frakkar eru með styttri vinnuviku,“ segir framkvæmdastjóri SA. En í þessum tölum Halldórs er tekið tillit til matar- og kaffihlés. Í Frakklandi er vinnuvikan hins vegar 35 stundir. Í greinargerð með frumvarpinu eru færðar líkur að því að með styttri vinnuviku megi auka framleiðni fyrirtækja sem er með lægsta móti á Íslandi miðað við önnur þróuð ríki. Halldór Benjamín segir framleiðni aukast hægum skrefum yfir langan tíma þegar tugþúsundir manna finni betri leiðir til að sinna starfi sínu vegna aukinnar reynslu og tækniframfara. „Ef lífið væri svo einfalt að við gætum aukið framleiðni með því einu að stytta alltaf vinnutímann þá væri það eitthvað sem við myndum gera í sífellu. Þar til við myndum öll hætta að vinna og samkvæmt þessari kenning yrði framleiðnin þá óendanleg. Þannig er það að sjálfsögðu ekki,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. 24. janúar 2018 13:11 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Vill stytta vinnuvikuna og fjölga samverustundum með fjölskyldu Magnús Már Guðmundsson býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer 9.-10. febrúar næstkomandi. 24. janúar 2018 13:11
Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30