Kanna hvort maðurinn hafi verið einn með börnum í starfi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 11:42 Maðurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum. vísir/GVA Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur nú til athugunar hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var rétt í þessu á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Yfirlýsingin er skrifuð í tengslum við umfjöllun fjölmiðla um meint kynferðisbrot starfsmanns á velferðarsviði borgarinnar. Maðurinn var í desember kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni, stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Hann hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni en var ekki ákærður fyrir meint brot. Er nú verið að skoða verkferla hjá sviðinu og einnig kanna hvort maðurinn hafi verið einn í samskiptum við börn í sínu starfi. „Umræddur starfsmaður var ráðinn til ráðgjafarstarfa hjá undirstofnun velferðarsviðs sumarið 2017. Viðkomandi starfsmaður á ekki að vera einn í samvistum við börn í daglegum störfum sínum en nú fer fram ítarleg athugun af hálfu sviðsins hvort á því hafi nokkuð verið undantekning. Jafnframt kannar velferðarsvið hvernig staðið var að ráðningarferli starfsmannsins sumarið 2017.” Maðurinn lét ekki vita um þessa eldri kæru þegar hann var ráðinn hjá velferðarsviði í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið,“ sagði Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, í samtali við Vísi. Staðfesti hún þó að hann hafi látið yfirmann vita af málinu fljótlega eftir að hann hóf störf.Ekki settur strax í leyfiYfirmanni mannsins bárust upplýsingar um seinni kæruna á hendur manninum strax í desember en líkt og kom fram á Vísi á mánudag var hann ekki settur strax í leyfi frá störfum. Hann var færður til í byrjun janúar og svo settur í leyfi þann 8. febrúar síðastliðinn. „Þegar yfirmanni umrædds starfsmanns bárust upplýsingar um kæru á hendur honum, vegna ætlaðra brota gegn stjúpdóttur sinni, var brugðist við og starfsmaðurinn settur í sérverkefni og í framhaldinu í leyfi frá störfum hjá Reykjavíkurborg,” segir meðal annars í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki er gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði, svo sem kveðið er á um í hlutaðeigandi lögum. Ekki hefur verið krafist vottorða úr sakaskrá við ráðningu í störf af því tagi sem viðkomandi starfsmaður gegndi, enda ekki gerð krafa um það samkvæmt lögum. „Til athugunar er hjá velferðarsviði hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Velferðarsvið mun einnig taka upp það vinnulag að afla reglubundið upplýsinga úr sakaskrám um starfsmenn sem starfa með fötluðum einstaklingum, börnum og í umhverfi barna, en ekki bara við ráðningar eins og hefðin er hjá Reykjavíkurborg.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur nú til athugunar hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var rétt í þessu á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Yfirlýsingin er skrifuð í tengslum við umfjöllun fjölmiðla um meint kynferðisbrot starfsmanns á velferðarsviði borgarinnar. Maðurinn var í desember kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni, stúlkan er á barnsaldri en maðurinn á sextugsaldri. Hann hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni en var ekki ákærður fyrir meint brot. Er nú verið að skoða verkferla hjá sviðinu og einnig kanna hvort maðurinn hafi verið einn í samskiptum við börn í sínu starfi. „Umræddur starfsmaður var ráðinn til ráðgjafarstarfa hjá undirstofnun velferðarsviðs sumarið 2017. Viðkomandi starfsmaður á ekki að vera einn í samvistum við börn í daglegum störfum sínum en nú fer fram ítarleg athugun af hálfu sviðsins hvort á því hafi nokkuð verið undantekning. Jafnframt kannar velferðarsvið hvernig staðið var að ráðningarferli starfsmannsins sumarið 2017.” Maðurinn lét ekki vita um þessa eldri kæru þegar hann var ráðinn hjá velferðarsviði í júní á síðasta ári. „Upplýsingar um hana lágu ekki fyrir þegar maðurinn var ráðinn í starfið,“ sagði Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra velferðarsviðs, í samtali við Vísi. Staðfesti hún þó að hann hafi látið yfirmann vita af málinu fljótlega eftir að hann hóf störf.Ekki settur strax í leyfiYfirmanni mannsins bárust upplýsingar um seinni kæruna á hendur manninum strax í desember en líkt og kom fram á Vísi á mánudag var hann ekki settur strax í leyfi frá störfum. Hann var færður til í byrjun janúar og svo settur í leyfi þann 8. febrúar síðastliðinn. „Þegar yfirmanni umrædds starfsmanns bárust upplýsingar um kæru á hendur honum, vegna ætlaðra brota gegn stjúpdóttur sinni, var brugðist við og starfsmaðurinn settur í sérverkefni og í framhaldinu í leyfi frá störfum hjá Reykjavíkurborg,” segir meðal annars í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að við ráðningar í störf þar sem unnið er með börnum og fötluðu fólki er gerð krafa um að umsækjendur framvísi hreinu sakavottorði, svo sem kveðið er á um í hlutaðeigandi lögum. Ekki hefur verið krafist vottorða úr sakaskrá við ráðningu í störf af því tagi sem viðkomandi starfsmaður gegndi, enda ekki gerð krafa um það samkvæmt lögum. „Til athugunar er hjá velferðarsviði hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Velferðarsvið mun einnig taka upp það vinnulag að afla reglubundið upplýsinga úr sakaskrám um starfsmenn sem starfa með fötluðum einstaklingum, börnum og í umhverfi barna, en ekki bara við ráðningar eins og hefðin er hjá Reykjavíkurborg.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35
Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30