Fór úr stofufangelsi í mun betra líf Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2018 10:00 Í dag stýrir Tómas Þór þættinum Seinni Bylgjan á Stöð 2 Sport og fjallar þar um Olís-deild karla og kvenna. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson sagði sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann var 225 kíló þegar mest var og gekk mest 60 metra án hvíldar. Nú hefur hann fundið ástina, blómstrar í starfi og trúir ekki hve gott lífið er. „Þetta var eins og það væri eitthvað takmark hjá mér að verða eins og góð pláneta. Mánuð eftir mánuð og ár eftir ár stækkaði ég og stækkaði, þar til að þetta var orðið ansi mikið, allt of mikið,“ segir Tómas í samtali við Sindra Sindrason á Stöð 2 í gærkvöldi. Tómas segir ástæðuna vera blöndu af stórkostlegri matarfíkn og dass af leti. „Þetta eru tveir hlutir sem fara ekki vel saman. Þetta verður svakalegur vítahringur. Þú ert orðinn það þungur og svo stór að þér er oft farið að líða geðveikt illa og ferð þá að sofa illa. Þá leitar maður oft í mat og þetta verður bara vítahringur sem erfitt er að komast út úr.“ Hann segir að sem unglingur hafi hann alltaf getað stundað sínar íþróttir og gert allt það sem hann vildi.Tómas hefur alla tíð elskar íþróttir.„Upp úr tvítugt fer þetta að hafa áhrifa á hreyfigetu og síðan versnar það og versnar. Þetta var orðið stórkostlegt vandamál. Þegar ég náði botninum 2014 þá gat ég gengið svona 60 metra án þess að hvíla mig. Þér líður illa þegar þú getur ekki gert það sem þú vilt, eins og að fara út á lífið eða fara á veitingarstaði þar sem ég vissi að ég kæmist ekki fyrir í samfélaginu. Þá meina ég bókstaflega kæmist ekki fyrir.“ Tómas segir að árið 2014 hafi ástandið byrjað að bitna á starfinu og hann hafi komist á færri íþróttaleiki. „Þá var í raun síðasta vígið fallið. Ég treysti mér ekki til leggja langt frá staðnum, svo ég gæti labbað inn og vildi í raun ekki vera á meðal fólks. Þegar íþróttirnar eru farnar frá mér, þá var farið að sjá í botninn. Mér datt ekkert annað í hug, sérstaklega þegar maður var upp á sitt versta, en að maður yrði bara einn að eilífu. Það er alltaf sagt við mann þegar maður er svona þungur að maður er alltaf svo nálægt því að deyja, en ég var aldrei hræddur við það og það var kannski eitt af vandamálunum.“ Hann segist hafa reynt oft og mörgum sinnum að taka sig á. „Það er rosalega þreytandi að þegar maður birtist með kók light og appelsínu þá þarf fólk alltaf að commenta á það og spyrja mann hvort maður sé kominn í átak. smá ábending til þeirra sem sjá aðra augljóslega vera taka sig á, bara leyfa þeim að gera það í friði.“Tómas hefur á tæplega tveimur árum stjórnað tveimur sjónvarpsþáttum á Stöð 2 Sport.Botninum náð í mars 2014 „Í mars 2014 kemur læknir sem heitir Auðunn Sigurðsson heim frá London og framkvæmir hann þessar aðgerðir sem heita magaermi. Maginn er bara minnkaður og verður í raun eins og ermi. Ég hélt þá að ég væri að fara í þessa aðgerð og allt ógeðslega gaman. Ég fer síðan á fund með honum og hann segir strax við mig að ég sé allt of þungur og sé ekki á leiðinni í aðgerðina,“ segir Tómas sem var þarna orðinn mjög þungur bæði andlega og líkamlega. „Ég var orðinn 225 kíló á 176 sentímetrum,“ segir Tómas sem hefur núna misst 110 kíló. Allt saman byrjaði þetta í Meistaramánuðinum árið 2014. „Ég tók út allan óhollan mat, nammi og sykrað gos. Þegar þessi fyrsti mánuður var búinn og mér leið bara ágætlega, þá ákvað ég að taka bara einn mánuð í viðbót og síðan þann þriðja. Síðan ákvað ég bara að taka heilt ár og ákvað að kalla þetta meistaraár.“ Foreldrar Tómasar létu Auðunn Sigurðsson lækni vita af árangri hans og þá fór boltinn heldur betur að rúlla.Lífið hefur breyst ótrúlega mikið á stuttum tíma.„Ég fæ hringingu frá honum og þá kemur í ljós að þetta meistaraár hafði skilað þeim árangri að ég gat farið í aðgerðina. Það sem gerist þegar maður fer í þessa aðgerð er að maginn á manni verður bara pínulítill og það er ekkert einn dagur hér og þar sem þú treður í þig og svo eiga hinir sex dagarnir að vera rosalega góðir. Líkami þinn er breyttur að eilífu og það er ekki hægt að snúa við.“ Hann segir að til að byrja með hrynji af manni kílóin. „Fyrst fara af manni 10, 20, 30, 40, 50 og 60 kíló en síðan kemur smá stopp í þetta sem er alveg eðlilegt. Þá þarf maður að fara að vinna með því í stað þess að láta aðgerðina vinna fyrir mann. Það hefur bara gengið mjög vel.“ Tómas segist hafa farið frá því að vera nánast í stofufangelsi í mun betra líf. „Ég er farinn að geta farið til útlanda, bæði í vinnuferðir og skemmtiferðir. Ég er búinn að fara átta eða níu sinnum til útlanda og fór auðvitað á EM 2016, sem var tveimur mánuðum eftir aðgerðina. Þú getur ímyndað þér hvað það var mikil gulrót. Ég er búinn að vera með tvo sjónvarpsþætti og er kominn í sambúð, bara á tæpum tveimur árum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Græjaðu gjafalistann á góðum prís Lífið samstarf Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson sagði sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann var 225 kíló þegar mest var og gekk mest 60 metra án hvíldar. Nú hefur hann fundið ástina, blómstrar í starfi og trúir ekki hve gott lífið er. „Þetta var eins og það væri eitthvað takmark hjá mér að verða eins og góð pláneta. Mánuð eftir mánuð og ár eftir ár stækkaði ég og stækkaði, þar til að þetta var orðið ansi mikið, allt of mikið,“ segir Tómas í samtali við Sindra Sindrason á Stöð 2 í gærkvöldi. Tómas segir ástæðuna vera blöndu af stórkostlegri matarfíkn og dass af leti. „Þetta eru tveir hlutir sem fara ekki vel saman. Þetta verður svakalegur vítahringur. Þú ert orðinn það þungur og svo stór að þér er oft farið að líða geðveikt illa og ferð þá að sofa illa. Þá leitar maður oft í mat og þetta verður bara vítahringur sem erfitt er að komast út úr.“ Hann segir að sem unglingur hafi hann alltaf getað stundað sínar íþróttir og gert allt það sem hann vildi.Tómas hefur alla tíð elskar íþróttir.„Upp úr tvítugt fer þetta að hafa áhrifa á hreyfigetu og síðan versnar það og versnar. Þetta var orðið stórkostlegt vandamál. Þegar ég náði botninum 2014 þá gat ég gengið svona 60 metra án þess að hvíla mig. Þér líður illa þegar þú getur ekki gert það sem þú vilt, eins og að fara út á lífið eða fara á veitingarstaði þar sem ég vissi að ég kæmist ekki fyrir í samfélaginu. Þá meina ég bókstaflega kæmist ekki fyrir.“ Tómas segir að árið 2014 hafi ástandið byrjað að bitna á starfinu og hann hafi komist á færri íþróttaleiki. „Þá var í raun síðasta vígið fallið. Ég treysti mér ekki til leggja langt frá staðnum, svo ég gæti labbað inn og vildi í raun ekki vera á meðal fólks. Þegar íþróttirnar eru farnar frá mér, þá var farið að sjá í botninn. Mér datt ekkert annað í hug, sérstaklega þegar maður var upp á sitt versta, en að maður yrði bara einn að eilífu. Það er alltaf sagt við mann þegar maður er svona þungur að maður er alltaf svo nálægt því að deyja, en ég var aldrei hræddur við það og það var kannski eitt af vandamálunum.“ Hann segist hafa reynt oft og mörgum sinnum að taka sig á. „Það er rosalega þreytandi að þegar maður birtist með kók light og appelsínu þá þarf fólk alltaf að commenta á það og spyrja mann hvort maður sé kominn í átak. smá ábending til þeirra sem sjá aðra augljóslega vera taka sig á, bara leyfa þeim að gera það í friði.“Tómas hefur á tæplega tveimur árum stjórnað tveimur sjónvarpsþáttum á Stöð 2 Sport.Botninum náð í mars 2014 „Í mars 2014 kemur læknir sem heitir Auðunn Sigurðsson heim frá London og framkvæmir hann þessar aðgerðir sem heita magaermi. Maginn er bara minnkaður og verður í raun eins og ermi. Ég hélt þá að ég væri að fara í þessa aðgerð og allt ógeðslega gaman. Ég fer síðan á fund með honum og hann segir strax við mig að ég sé allt of þungur og sé ekki á leiðinni í aðgerðina,“ segir Tómas sem var þarna orðinn mjög þungur bæði andlega og líkamlega. „Ég var orðinn 225 kíló á 176 sentímetrum,“ segir Tómas sem hefur núna misst 110 kíló. Allt saman byrjaði þetta í Meistaramánuðinum árið 2014. „Ég tók út allan óhollan mat, nammi og sykrað gos. Þegar þessi fyrsti mánuður var búinn og mér leið bara ágætlega, þá ákvað ég að taka bara einn mánuð í viðbót og síðan þann þriðja. Síðan ákvað ég bara að taka heilt ár og ákvað að kalla þetta meistaraár.“ Foreldrar Tómasar létu Auðunn Sigurðsson lækni vita af árangri hans og þá fór boltinn heldur betur að rúlla.Lífið hefur breyst ótrúlega mikið á stuttum tíma.„Ég fæ hringingu frá honum og þá kemur í ljós að þetta meistaraár hafði skilað þeim árangri að ég gat farið í aðgerðina. Það sem gerist þegar maður fer í þessa aðgerð er að maginn á manni verður bara pínulítill og það er ekkert einn dagur hér og þar sem þú treður í þig og svo eiga hinir sex dagarnir að vera rosalega góðir. Líkami þinn er breyttur að eilífu og það er ekki hægt að snúa við.“ Hann segir að til að byrja með hrynji af manni kílóin. „Fyrst fara af manni 10, 20, 30, 40, 50 og 60 kíló en síðan kemur smá stopp í þetta sem er alveg eðlilegt. Þá þarf maður að fara að vinna með því í stað þess að láta aðgerðina vinna fyrir mann. Það hefur bara gengið mjög vel.“ Tómas segist hafa farið frá því að vera nánast í stofufangelsi í mun betra líf. „Ég er farinn að geta farið til útlanda, bæði í vinnuferðir og skemmtiferðir. Ég er búinn að fara átta eða níu sinnum til útlanda og fór auðvitað á EM 2016, sem var tveimur mánuðum eftir aðgerðina. Þú getur ímyndað þér hvað það var mikil gulrót. Ég er búinn að vera með tvo sjónvarpsþætti og er kominn í sambúð, bara á tæpum tveimur árum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Græjaðu gjafalistann á góðum prís Lífið samstarf Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira