Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 07:34 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir það vera vonbrigði að innanlandsflugið frá Keflavík falli niður. VÍSIR/EYÞÓR Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. „Ég sé í sjálfu sér ekki hvað hið opinbera getur lagt af mörkum í þeim efnum umfram það sem við höfum þegar gert en ég er sannarlega tilbúin til að eiga samtal við hlutaðeigandi um það,” segir Þórdís Kolbrún í samtali við Túrista. Greint var frá því fyrir helgi að innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verði hætt frá og með 15. maí næstkomandi. Að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar, reyndist hreinilega ekki nnægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land.Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Árni að tilraunin hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. Ekki hafi þó verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar.Einna helst íslenskir ferðamenn Þórdís Kolbrún segir í viðtali á vef Túrista það vera vonbrigði að þessi flugleið milli Keflavíkur og Akureyrar skuli falla niður. Lagt hafi verið töluvert af mörkum til að gera hana að möguleika, til að mynda með því að breyta reglum flugþróunarsjóðs svo að þær næðu til þessarar leiðar. Sjóðurinn hafi þannig styrkt flugið um næstum 10 milljónir króna á ekki lengri tíma, eða um tveimur árum. Þá hafi að sama skapi verið varið um 80 milljónum í markaðssetningu á fluvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum til erlendra ferðamanna. Tengiflugið frá Keflavík hafi þó einna helst verið nýtt af Íslendingum að sögn Þórdísar. Engu að síður hefur erlendum ferðamönnum þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. Hlutdeild þeirra í innanlandsfluginu hafi um árabil verið um 5 prósent en er að sögn Árna hjá Air Iceland Connect nú komið í um 20 prósent. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. „Ég sé í sjálfu sér ekki hvað hið opinbera getur lagt af mörkum í þeim efnum umfram það sem við höfum þegar gert en ég er sannarlega tilbúin til að eiga samtal við hlutaðeigandi um það,” segir Þórdís Kolbrún í samtali við Túrista. Greint var frá því fyrir helgi að innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verði hætt frá og með 15. maí næstkomandi. Að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar, reyndist hreinilega ekki nnægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land.Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Árni að tilraunin hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. Ekki hafi þó verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar.Einna helst íslenskir ferðamenn Þórdís Kolbrún segir í viðtali á vef Túrista það vera vonbrigði að þessi flugleið milli Keflavíkur og Akureyrar skuli falla niður. Lagt hafi verið töluvert af mörkum til að gera hana að möguleika, til að mynda með því að breyta reglum flugþróunarsjóðs svo að þær næðu til þessarar leiðar. Sjóðurinn hafi þannig styrkt flugið um næstum 10 milljónir króna á ekki lengri tíma, eða um tveimur árum. Þá hafi að sama skapi verið varið um 80 milljónum í markaðssetningu á fluvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum til erlendra ferðamanna. Tengiflugið frá Keflavík hafi þó einna helst verið nýtt af Íslendingum að sögn Þórdísar. Engu að síður hefur erlendum ferðamönnum þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. Hlutdeild þeirra í innanlandsfluginu hafi um árabil verið um 5 prósent en er að sögn Árna hjá Air Iceland Connect nú komið í um 20 prósent.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45