Birta aðeins ferðakostnað þingmanna frá nýliðnum áramótum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. febrúar 2018 06:00 Jón Þór Ólafsson alþingismaður Forsætisnefnd ákvað á fundi sínum í gær að upplýsingar um ferðakostnað þingmanna verði birtar á sérstökum vef. Þar verða þó einungis birtar upplýsingar um kostnað sem þingmenn hafa stofnað til frá 1. janúar 2018 en ekki lengra aftur í tímann. Þetta staðfestir Jón Þór Ólafsson, þingmaður og fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Aðspurður segir Jón að á fundinum hafi ekki verið tekin endanleg afstaða til upplýsingabeiðna fjölmiðla á fundinum, en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur látið þess getið að honum sjálfum og skrifstofunni hafi borist fjöldi fyrirspurna um starfskjör þingmanna og verði beiðnum fjölmiðla um frekari upplýsingar vísað inn í vinnu forsætisnefndar.Sjá einnig: Til skoðunar að birta allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna jafnóðum „Ég lýsti þeirri skoðun að rétt væri að farið yrði yfir málið frá sjónarhorni siðareglnanna og þessu var stillt upp þannig í nefndinni að skrifstofa þingsins, sem sér um framkvæmd laga og reglna um þingfararkaup og kostnað, mun gefa forsætisnefnd samantekt um málið og hvernig framkvæmdinni hefur verið háttað. Mér skilst að þetta sé sá farvegur sem forsætisnefnd myndi alltaf vísa málinu í ef það kæmi fram beiðni um að málið yrði skoðað út frá siðareglunum,“ segir Jón Þór. Málið var rætt á Alþingi í gær undir liðnum um fundarstjórn forseta. Meðal þeirra sem tóku til máls var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem spurði af hverju málið væri svo viðkvæmt. Hún svaraði því sjálf með orðunum: „Af því að það er bara verið að gefa örlítinn hluta af upplýsingunum. Við vitum hver ók mest. Við vitum núna hver ók næstmest en við höfum ekki fengið upplýsingar um hver er í þriðja, fjórða og fimmta sæti.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Forsætisnefnd ákvað á fundi sínum í gær að upplýsingar um ferðakostnað þingmanna verði birtar á sérstökum vef. Þar verða þó einungis birtar upplýsingar um kostnað sem þingmenn hafa stofnað til frá 1. janúar 2018 en ekki lengra aftur í tímann. Þetta staðfestir Jón Þór Ólafsson, þingmaður og fulltrúi Pírata í forsætisnefnd. Aðspurður segir Jón að á fundinum hafi ekki verið tekin endanleg afstaða til upplýsingabeiðna fjölmiðla á fundinum, en Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur látið þess getið að honum sjálfum og skrifstofunni hafi borist fjöldi fyrirspurna um starfskjör þingmanna og verði beiðnum fjölmiðla um frekari upplýsingar vísað inn í vinnu forsætisnefndar.Sjá einnig: Til skoðunar að birta allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna jafnóðum „Ég lýsti þeirri skoðun að rétt væri að farið yrði yfir málið frá sjónarhorni siðareglnanna og þessu var stillt upp þannig í nefndinni að skrifstofa þingsins, sem sér um framkvæmd laga og reglna um þingfararkaup og kostnað, mun gefa forsætisnefnd samantekt um málið og hvernig framkvæmdinni hefur verið háttað. Mér skilst að þetta sé sá farvegur sem forsætisnefnd myndi alltaf vísa málinu í ef það kæmi fram beiðni um að málið yrði skoðað út frá siðareglunum,“ segir Jón Þór. Málið var rætt á Alþingi í gær undir liðnum um fundarstjórn forseta. Meðal þeirra sem tóku til máls var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem spurði af hverju málið væri svo viðkvæmt. Hún svaraði því sjálf með orðunum: „Af því að það er bara verið að gefa örlítinn hluta af upplýsingunum. Við vitum hver ók mest. Við vitum núna hver ók næstmest en við höfum ekki fengið upplýsingar um hver er í þriðja, fjórða og fimmta sæti.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00
Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15