Mengun frá skógareldum í Norður-Ameríku jafnaðist á við eldgos Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2018 15:39 Reykurinn frá eldunum í Kaliforníu í desember blöstu við úr geimnum eins og sést á þessari mynd Sentinel-2-gervitunglsins. Litir hafa verið ýktir á myndinni. Vísir/AFP Eldarnir sem brunnu í skógum Norður-Ameríku í fyrra voru svo umfangsmiklir að þeir höfðu áhrif á heiðhvolfið á öllu norðurhveli jarðar. Vísindamenn sem rannsökuðu eldanna segja að mengunin frá eldunum hafi jafnast á við eldgos. Tugir þúsunda ferkílómetra skóga brunnu á skógareldatímabilinu í Norður-Ameríku á síðasta ári og ollu þeir mannskaða og verulegu eignatjóni. Þeir brunnu meðal annars í Kaliforníu, Oregon og Montana í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters loguðu eldarnir svo glatt að reykurinn barst alla leið upp í heiðhvolfið. Í heiðhvolfinu barst reykurinn hringinn í kringum norðurhvelið á um tveimur vikum. Agnir úr honum mældust í heiðhvolfinu í fleiri mánuði, að því er segir í grein á vefsíðu Jarðfræðisambands Bandaríkjanna (AGU). „Þessi viðburður var svo stór og eldarnir voru svo öflugir að þeir dældu ekki aðeins efni upp í heiðhvolfið heldur dældu þeir svo miklu af því að heiðhvolfið mengaðist yfir allt jarðarhvelið. Áhrif jöfnuðust virkilega á við hóflega stórt eldgos,“ segir Sergei Khaykin, loftslagsvísindamaður við Háskólanum í Versölum í Frakklandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar.Ná yfirleitt ekki alla leið upp í heiðhvolfiðLíkt og í eldgosum berast rykagnir frá skógareldum út í andrúmsloftið. Í eldgosum geta rykagnir hátt í lofthjúpnum endurvarpaði sólarljósi og valdið kólnun við yfirborð jarðar tímabundið. Eldarnir eru hins vegar sjaldnast nógu öflugir til þess að agnirnar berist alla leið upp í heiðhvolfið, hluta lofthjúps jarðar sem nær frá um tíu kílómetra hæð yfir yfirborðinu upp í um fimmtíu kílómetra hæð. Því hafa skógareldar yfirleitt ekki eins mikil áhrif á staðbundið loftslag og eldgos. Skógareldatímabilið í Norður-Ameríku hefur verið að lengjast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar nú gætu þýtt að vísindamenn þurfi að taka meira tillit til áhrifa mengunar frá skógareldum á loftslag jarðar eftir því sem þeir verða tíðari og skæðari. Kanada Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Eldarnir sem brunnu í skógum Norður-Ameríku í fyrra voru svo umfangsmiklir að þeir höfðu áhrif á heiðhvolfið á öllu norðurhveli jarðar. Vísindamenn sem rannsökuðu eldanna segja að mengunin frá eldunum hafi jafnast á við eldgos. Tugir þúsunda ferkílómetra skóga brunnu á skógareldatímabilinu í Norður-Ameríku á síðasta ári og ollu þeir mannskaða og verulegu eignatjóni. Þeir brunnu meðal annars í Kaliforníu, Oregon og Montana í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters loguðu eldarnir svo glatt að reykurinn barst alla leið upp í heiðhvolfið. Í heiðhvolfinu barst reykurinn hringinn í kringum norðurhvelið á um tveimur vikum. Agnir úr honum mældust í heiðhvolfinu í fleiri mánuði, að því er segir í grein á vefsíðu Jarðfræðisambands Bandaríkjanna (AGU). „Þessi viðburður var svo stór og eldarnir voru svo öflugir að þeir dældu ekki aðeins efni upp í heiðhvolfið heldur dældu þeir svo miklu af því að heiðhvolfið mengaðist yfir allt jarðarhvelið. Áhrif jöfnuðust virkilega á við hóflega stórt eldgos,“ segir Sergei Khaykin, loftslagsvísindamaður við Háskólanum í Versölum í Frakklandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar.Ná yfirleitt ekki alla leið upp í heiðhvolfiðLíkt og í eldgosum berast rykagnir frá skógareldum út í andrúmsloftið. Í eldgosum geta rykagnir hátt í lofthjúpnum endurvarpaði sólarljósi og valdið kólnun við yfirborð jarðar tímabundið. Eldarnir eru hins vegar sjaldnast nógu öflugir til þess að agnirnar berist alla leið upp í heiðhvolfið, hluta lofthjúps jarðar sem nær frá um tíu kílómetra hæð yfir yfirborðinu upp í um fimmtíu kílómetra hæð. Því hafa skógareldar yfirleitt ekki eins mikil áhrif á staðbundið loftslag og eldgos. Skógareldatímabilið í Norður-Ameríku hefur verið að lengjast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar nú gætu þýtt að vísindamenn þurfi að taka meira tillit til áhrifa mengunar frá skógareldum á loftslag jarðar eftir því sem þeir verða tíðari og skæðari.
Kanada Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32
Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25